Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

„Formaður velferðarnefndar minnir ráðherra á að greina satt og rétt frá“

Ásmund­ur Ein­ar Daða­son fé­lags­mála­ráð­herra sagði að til­mæl­um hefði ver­ið beint til að­ila barna­vernd­ar­mála um að halda sig inn­an sinna sviða. Hall­dóra Mo­gensen, formað­ur vel­ferð­ar­nefnd­ar, áminnti ráð­herra um sann­sögli.

„Formaður velferðarnefndar minnir ráðherra á að greina satt og rétt frá“
Telur ráðherra ekki hafa lagt fram öll gögn Halldóra Mogensen, formaður velferðarnefndar Alþingis, telur að Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra hafi ekki látið nefndinni í té öll gögn sem fyrir lágu í máli Braga Guðbrandssonar þegar ráðherra mætti á fund nefndarinnar 28. febrúar. Mynd: Heiða Helgadóttir

Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra viðurkenndi á fundi velferðanefndar í morgun að í kjölfar rannsóknar velferðarráðuneytisins á kvörtunum þriggja barnaverndarnefnda á hendur Braga Guðbrandssyni, þáverandi forstjóra Barnaverndarstofu, hefðu verið send tilmæli til aðila málsins um að þeir gættu þess að starfsmenn Barnaverndarstofu og barnaverndarnefnda færu ekki út fyrir sín svið í einstökum málum. Það gerðist þó ekki fyrr en eftir að Halldóra Mogensen, formaður velferðarnefndar, brýndi fyrir Ásmundi Einari að greina satt og rétt frá.

Í viðtali við Stundina eftir fundinn sagði Halldóra að það væri enn hennar skoðun að ráðherra hefði ekki lagt fram mikilvæg gögn sem lágu fyrir í málinu á fundi nefndarinnar 28. febrúar síðastliðinn og að það væru óásættanleg vinnubrögð.

Ásmundur Einar mætti á opinn fund velferðarnefndar Alþingis nú í morgun og sat fyrir svörum um embættisfærslur sínar í máli Braga Guðbrandssonar en tilefni fundarins var forsíðuumfjöllun Stundarinnar frá því á föstudaginn. Þar var greint frá því að Bragi hefði, í samráði við föður málsaðila í barnaverndarmáli, beitt sér fyrir því að faðir, sem barnaverndarnefnd og meðferðaraðili óttuðust að hefði brotið kynferðislega gegn dætrum sínum, fengi að umgangast þær. Þá kom fram í umfjöllun Stundarinnar að aðstoðarmaður Ásmundar, lögfræðingur og skrifstofustjóri hefðu tekið við gögnum um málið, símtalslýsingu og tölvupóstssamskiptum sem Stundin birti í dag, fyrir hönd ráðherra á fundi þann 31. janúar 2018. Þannig hefði Ásmundi Einari mátt vera kunnugt um eðli afskipta Braga Guðbrandssonar af umræddu barnaverndarmáli áður en hann mætti á fund velferðarnefndar þann 28. febrúar en látið hjá líða að greina nefndarmönnum frá því sem hann vissi.

Svaraði ekki hvort tilmælum hefði verið beint til Braga sjálfs

Halldóra Mogensen, formaður velferðarnefndar Alþingis, yfirheyrði Ásmund Einar Daðason félagsmálaráðherra um málið á fundinum og gekk hart eftir því hvort ráðherra teldi þau afskipti sem Bragi hafði af því máli sem fjallað hefur verið um í Stundinni standast lög og skyldur Braga sem opinbers starfsmanns.

Ásmundur Einar svaraði því einu til að niðurstaða velferðarráðuneytisins hefði verið sú að Bragi hefði ekki brotið af sér í starf. Upptöku af spurningum Halldóru og svörum Ásmundar Einars má sjá hér að ofan og útskrift á samtalinu neðst í fréttinni.

Þá spurði Halldóra ítrekað að því hvort niðurstaða rannsóknar ráðuneytisins hefði orðið tilefni til þess að beina einhverjum tilmælum þaðan til Braga Guðbrandssonar.

Því svaraði Ásmundur Einar ekki fyrr en Halldóra hafði áminnt hann um að segja satt og rétt frá. Þá svaraði Ásmundur því til að tilmælum hefði verið beint til aðila máls að halda sig innan sinna verksviða í störfum. Hann svaraði því þó ekki beint hvort þar hefði verið um Braga sjálfan að ræða.

 „Svo þurfum við að skoða það hvort að við eigum að beita okkur fyrir því að tilnefning Braga verði dregin til baka.“

Segir vinnubrögð ráðherra óásættanleg

Stundin ræddi við Halldóru að loknum fundinum og sagði hún að hann hefði að einhverju leyti skýrt málið. „Það er ennþá mitt mat að ráðherra hafi ekki fært fram öll þau gögn sem lágu fyrir í málinu á fundinum 28. febrúar,“ sagði Halldóra.

Spurð hvort það séu þá að hennar mati óásættanleg vinnubrögð og að Ásmundur Einar ætti að víkja úr stóli ráðherra, svo sem Halldóra sagði í frétt Stundarinnar síðastliðinn föstudag, svaraði hún:

„Mér finnast það alla vega óásættanleg vinnubrögð. Ráðherra viðurkenndi það á fundinum að það er til minnisblað, og var minnisblað sem lá fyrir í ráðuneytinu sem niðurstaða ráðuneytisins byggði á. Það voru nákvæmlega þær upplýsingar sem við í nefndinni vorum að biðja um 28. febrúar. Mögulega báðum við rangt um þær upplýsingar, það er stundum sem svona einfaldir hlutir eru flæktir. Það þó átti að vera mjög skýrt að við vorum að biðja um gögn sem sýndu á hverju ráðuneytið byggði formlega niðurstöðu sína í þessu máli. Það var skilningur minn, og annarra nefndarmanna, á þessum fundi með ráðherra að þessi gögn væru hreinlega ekki til. Okkur fannst það mjög furðulegt og það var meðal annars ástæða þess að við sendum út þessa beiðni um upplýsingar frá ráðuneytinu, eftir fund með barnaverndarnefndunum sem í hlut áttu.“

Telur ekki hægt að bjóða Braga fram

Að mati Halldóru gengur ekki að Ísland bjóði Braga fram sem fulltrúa í Barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna eftir tíðindi síðustu daga. „Nei, það finnst mér engan veginn. Mér finnst ofsalega furðulegt að menn átti sig ekki á því. Þetta mál er algjörlega á ábyrgð ríkisstjórnarinnar. Að fara að bjóða fram aðila í þetta mikilvæga, alþjóðlega starf sem ekki ríkir traust á og er jafn umdeildur og Bragi er, það myndi mér finnast ótrúlega undarleg niðurstaða.“

Halldóra segist telja að velferðarnefnd og utanríkismálanefnd eigi báðar að taka málið upp en hún segist þó eiga eftir að taka þá umræðu með öðrum nefndarmönnum. Næstu skref séu að funda með Braga og reka á eftir því að leynd verði aflétt af gögnunum. „Svo þurfum við að skoða það hvort að við eigum að beita okkur fyrir því að tilnefning Braga verði dregin til baka.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Hvað gerðist í Suður-Mjódd?
2
Úttekt

Hvað gerð­ist í Suð­ur-Mjódd?

Hvernig get­ur það kom­ið kjörn­um full­trú­um Reykja­vík­ur­borg­ar á óvart að stærð­ar­inn­ar at­vinnu­hús­næði rísi næst­um inni í stofu hjá íbú­um í Breið­holti? Svar­ið ligg­ur ekki í aug­um uppi, en Dóra Björt Guð­jóns­dótt­ir, formað­ur um­hverf­is- og skipu­lags­ráðs borg­ar­inn­ar, seg­ir mál­ið frem­ur frá­vik frá stefnu borg­ar­stjórn­ar­meiri­hlut­ans um þétta bland­aða byggð frem­ur en af­leið­inga henn­ar.
Arnar Þór Ingólfsson
4
PistillSnertilausar greiðslur í Strætó

Arnar Þór Ingólfsson

Loks­ins, eitt­hvað sem bara virk­ar

Blaða­mað­ur Heim­ild­ar­inn­ar tók Strætó í vinn­una í morg­un og greiddi fyr­ir far­mið­ann á sek­úndu­broti með greiðslu­korti í sím­an­um. Í neyt­enda­gagn­rýni á snerti­laus­ar greiðsl­ur í Strætó seg­ir að það sé hress­andi til­breyt­ing að Strætó kynni til leiks nýj­ung sem virð­ist vera til mik­ill bóta fyr­ir not­end­ur al­menn­ings­sam­gangna á höf­uð­borg­ar­svæð­inu.
Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
6
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
3
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
4
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
6
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár