Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Ánægjan er mikilvægari en stanslaus yfirþyrmandi sæla

Atli Sig­þórs­son, eða Kött Grá Pje, fann ham­ingj­una með því að fylgja ráð­um forn­gríska heim­spek­ings­ins Epíkúrus­ar.

Ánægjan er mikilvægari en stanslaus yfirþyrmandi sæla

Atli Sigþórsson er betur þekktur sem skáldið og rapparinn Köt Grá Pje, en í því gervi skrifar hann texta sem bera vott um bullandi tómhyggju, bölsýni og kaldhæðni, og það er aldrei langt í exístensíalíska krísu. Atli hefur glímt við þunglyndi frá unglingsárum og segir að það hafi sett strik í hamingjureikninginn, en hann hafi gjarnan litið til kenninga forngríska heimspekingsins Epíkúrusar til að öðlast jafnvægi og á seinni árum hafi hann lært að hætta að byrgja tilfinningarnar inni.

Miklar breytingar á stuttum tíma

„Það er rúmlega ár frá því að ég var upp á mitt óhamingjusamasta, sem gerist í kjölfar sambandsslita á mjög löngu sambandi, 13 ára sambandi, sem ég hafði verið í síðan ég var í menntaskóla. Það er eins og er alltaf með svona stóra, erfiða viðburði, það er hálfgerður heimsendir. Því fylgir ofsafengin óhamingja, algjör vansæld, og kannski ekki eitthvað sem ég hef þurft að eiga við nema á tilteknum tímabilum.

Ég hef strítt við þunglyndi síðan ég var unglingur, og þá er maður ekki hamingjusamur, eðli málsins samkvæmt. Ég hef ekki alltaf verið lengst niðri, þótt ég sé þunglyndur þá hef ég oft haft það fínt, en ég var líka að gera ýmislegt upp í fyrra. Það urðu talsvert miklar breytingar á lífi mínu á skömmum tíma.

„Ég hef ekki alltaf verið lengst niðri, þótt ég sé þunglyndur þá hef ég oft haft það fínt“

Ekkert fyrir löngu ákvað ég að gerast starfandi listamaður og hætta að vera að bögglast í einhverjum skrifstofuvinnum og það fylgir því bara ýmislegt uppbrot og álag og skringilegheit að gera svona skurk í lífinu. En það var greinilega tilraun af minni hálfu til að nálgast hamingjuna, því þetta er eitthvað sem hefur alltaf blundað í mér, að fást við list og skrifa og flytja tónlist og þvíumlíkt. Ég hafði alltaf gert það með hálfum hug í besta falli, eða hálfu hjarta og meðfram einhverju, en þegar að ég ákvað að ég yrði að láta á það reyna, þá var það í raun tilraun til þess að nálgast hamingjuna, að verða hamingjusamur, að gera það sem mig langar að fást við.“

Allt er gott í hófi

„Ég spekúlera í hamingjunni, og hef heldur jarðbundna sýn á hana, sem er það að lifa í sátt við sínar aðstæður frekar en stanslaus yfirþyrmandi sæla. Sælan er hluti af hamingjunni, og maður vill finna fyrir sterkri sælu af og til, en ég held að hún sé ekki allt. Það skiptast á skin og skúrir þrátt fyrir að maður sé á góðum stað í lífinu, og það er hluti af prógramminu að vera ekki alltaf dansandi ofan á blómum.

Allt frá menntaskólaárum hef ég verið hrifinn af Epíkúrusi og hans hugmyndum um ánægju útreikninga, en mér finnst það jarðbundin og skemmtileg nálgun. Epíkúristar eru ekki fullkomnir hedónistar, og gáfu það ekki upp á bátinn að reyna að áorka einhverju eins og hundingjarnir. Epíkúrus sagði að það væri gott að drekka vín með vinum, hafa gaman og eiga góðar samræður, en ef þú drekkur of mikið þá kemur það í kollinn á þér daginn eftir, og þér líður illa í líkama og sál, þannig að þú þarft að vega og meta hversu margar karöflur þú getur notið án þess að þér hefnist fyrir það. Allt er gott í hófi.

„Ég reyndi að fela þetta, en ég var oft heima hjá mér grenjandi“

Ég er samt hrifinn af smá öfgum, af og til, finnst gaman að fá mér í glas og ég vil finna fyrir ofboðslegum sætindum. Ég er í dag upptekinn af því að vera ástfanginn, en því fylgja alls konar erfiðleikar líka og það er bara partur af því. Ég held að það að vera hamingjusamur sé bara að finna leið til að finna jafnvægi, og þar komum við aftur að sáttinni; ef eitthvað bjátar á þá ertu meira tilbúinn til að takast á við það ef þú ert sáttur. Ég er alveg búinn undir það að þetta nýja og sterka samband verður ekki alltaf bara eintóm sæla, en það er hluti af því að elska. Því fylgja þær kvaðir að þú tekur þátt í erfiðleikum elskhugans og deilir þínum erfiðleikum með honum.“

Eitruð karlmennska er samfélagsmein

„Ég var voðalega lengi að bögglast með þunglyndið einn, eins og það væri mannsmorð. Það var eitthvað sem mér fannst að ég, karlmaður, ætti bara að díla við í hljóði, bæla þetta og byrgja inni og trukka í gegnum, en það var algjört niðurbrot. Ég reyndi að fela þetta, en ég var oft heima hjá mér grenjandi. Þessi hegðun er bara vond og eyðileggur fyrir manni og minnkar líkurnar á því að maður geti orðið hamingjusamur einstaklingur.

„Þessi eitraða karlmennska er samfélagsmein. Hún eyðileggur, og ég sóaði mörgum árum í því að standa í þessu. Ég var fyrst og fremst sá sem þurfti að gjalda fyrir það.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Hamingjan

Endurheimti hamingjuna með aðstoð og breyttu hugarfari
Hamingjan

End­ur­heimti ham­ingj­una með að­stoð og breyttu hug­ar­fari

Eva Hrund Ein­ars­dótt­ir gekk á vegg fyr­ir mörg­um ár­um en hún upp­lifði kuln­un með­al ann­ars vegna of­þjálf­un­ar. Hún fékk alls kon­ar hjálp til að kom­ast yf­ir ástand­ið og end­ur­heimta ham­ingj­una. „Helsti lær­dóm­ur­inn var að læra að segja nei, að lifa í nú­inu, nýta tím­ann með þeim sem mað­ur elsk­ar sem og verja tím­an­um í hluti sem veita manni já­kvæða orku.“
Fjallgöngur veita hamingju
Hamingjan

Fjall­göng­ur veita ham­ingju

Jó­hanna Fríða Dal­kvist seg­ir að sér finn­ist að fólk geti ekki alltaf ver­ið „sky high“; það sé ekki ham­ingj­an að vera alltaf ein­hvers stað­ar á bleiku skýi. Hún seg­ir að fólk þurfi að kunna og ákveða hvernig það ætli að bregð­ast við ef það finn­ur fyr­ir óham­ingju. Það þurfi að ákveða að vinna sig út úr því og tala um hlut­ina. Fjall­göng­ur hjálp­uðu Jó­hönnu Fríðu í kjöl­far sam­bands­slita á sín­um tíma og síð­an hef­ur hún geng­ið mik­ið á fjöll og er meira að segja far­in að vinna sem far­ar­stjóri í auka­vinnu.
Maður varð heill
Hamingjan

Mað­ur varð heill

Guð­mund­ur Andri Thors­son seg­ir að þeg­ar eitt­hvað kem­ur upp á í líf­inu verði mað­ur bara að standa á fæt­ur aft­ur, hrista sig og halda áfram. Það að vinna úr hlut­un­um á já­kvæð­an hátt sé alltaf ákvörð­un. Guð­mund­ur Andri og eig­in­kona hans gátu ekki eign­ast barn og ákváðu því að ætt­leiða og eiga tvær upp­komn­ar dæt­ur. Þeg­ar hann hafi feng­ið eldri dótt­ur­ina í fang­ið þá hafi hann orð­ið heill.
„Ég þurfti að samþykkja sjálfa mig fyrir það sem ég er“
Hamingjan

„Ég þurfti að sam­þykkja sjálfa mig fyr­ir það sem ég er“

Ingi­leif Frið­riks­dótt­ir var góð í að fela það hvernig henni leið í æsku. Um ára­bil var hún skot­spónn bekkj­ar­fé­laga sinna og upp­lifði sig eina þótt hún ætti vin­kon­ur. Hún þorði ekki að koma út úr skápn­um en til að losna við til­finn­inga­doð­ann varð hún að horfa í speg­il og finna sjálfa sig. „Það var risa­stórt og ótrú­lega ógn­væn­legt skref,“ seg­ir Ingi­leif sem er nú ham­ingju­sam­lega gift. Fjöl­skyld­an er henni allt.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Júlía Margrét Alexandersdóttir
2
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár