Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Brynjar segir GRECO ekki hlutlausa nefnd heldur pólitíska

Nefnd Evr­ópu­ráðs­ins gegn spill­ingu bend­ir á 18 at­riði sem stjórn­völd á Ís­landi ættu að bæta. Brynj­ar Ní­els­son, þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins, seg­ir vinnu nefnd­ar­inn­ar ekki fag­lega og er ósam­mála nið­ur­stöð­un­um.

Brynjar segir GRECO ekki hlutlausa nefnd heldur pólitíska

GRECO, nefnd Evrópuráðsins gegn spillingu, er ekki hlutlaus og faglega skipuð nefnd heldur þvert á móti pólitískt skipuð og ber að líta á störf hennar í því ljósi. Þetta segir Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins en Brynjar sat í Íslandsdeild Evrópuþingráðsþingsins árið 2013. „Svona nefndir eru pólitískt skipaðar og snúast ekki um sérfræðinga og fagfólk,“ segir Brynjar í samtali við Stundina.

GRECO birti nýlega skýrslu um úttekt á spillingarvörnum Íslands á vettvangi æðstu handhafa framkvæmdarvalds og löggæslu. Þar er að finna 18 formlegar ábendingar til stjórnvalda um úrbætur. Meðal annars er bent á að ráðherrar séu tregir til að segja af sér embætti séu þeir staðnir að misgjörðum, að valdhafar sem brjóti reglur þurfi að sæta viðurlögum og að styrkja þurfi lögregluna sem að sama skapi sé of berskjölduð fyrir pólitískum afskiptum.

Pólitík sveipuð skikkju hlutleysis

Brynjar segir að ekki sé skortur á alþjóðlegum stofnunum og samtökum sem kenni sig við mannréttindi og hvers konar góðmennsku og nefnir hann Evrópuráðið og GRECO í því samhengi. „Margir halda að hér sé um að ræða einhverjar hlutlausar nefndir skipuðu fagfólki, sem geti leiðbeint okkur. Það er mikill misskilningur. Þarna er pólitíkin allsráðandi þótt hún sé sveipuð skikkju hlutleysis, fræða og vísinda.“ Brynjar segir jafnframt að nefndir eins og GRECO séu pólitískt skipaðar og umræða um þær verði að taka mið af því. „Evrópuráðið er byggt bara upp eins og venjulegt, pólitískt þing og menn eru kosnir þar inn af þjóðþingunum. Í eðli sínu er það því pólitískt þing þó það fjalli um afmörkuð málefni. Ég starfaði með Evrópuráðinu um nokkurra ára skeið og ég var bara þar starfandi með flokkagrúppu hægri manna. Aðrir voru í sósíalistagrúppum eða grænum grúppum og svo framvegis. Allir þessir aðilar eru að tilnefna í nefndir eins og GRECO, þannig að sú nefnd er pólitísk, alveg eins og þingnefndir hér heima.“

Brynjar gerir einnig athugasemd við það hvernig skýrsla GRECO er unnin. „Það er bara talað við einhverja einstaklinga, sem sjálfir hafa pólitískar skoðanir, og maður sér það alveg á niðurstöðunni. Því velti ég fyrir mér hversu faglega þetta sé unnið, hvernig komast menn að þessari niðurstöðu. Það virkar þannig á mig að það sé bara tekið spjall við fólk og svo sé lýst áhyggjum af því að hlutirnir séu svona og svona á Íslandi. Menn mega ekki misskilja mig samt þannig að það komi ekki oft margar góðar ábendingar úr þessu. Ég er bara að undirstrika að þetta sé ekki hlutlaust eða faglegt heldur er þetta pólitísk vinna. Það þarf að taka skýrslu GRECO með þeim fyrirvara. Það er ekki þar með sagt að þetta geti ekki allt verið rétt. Ég tel samt ekki að svo sé og ég held að menn séu að taka of mikið upp í sig til að geta staðið undir því.“

Segir engin tengsl milli Sjálfstæðisflokks og lögreglu

Spurður hvort að ábending GRECO um óeðlileg tengsl lögreglunnar á Íslandi við einn stjórnmálaflokk, sem augljóslega er Sjálfstæðisflokkurinn, sé ástæðan fyrir því að Brynjar bendi á þetta svarar hann því til að það sé eitt þeirra atriða sem hann telji að GRECO sé úti á túni með.

„Það eru engin tengsl á milli Sjálfstæðisflokksins og lögreglunnar. Sjálfstæðisflokkurinn hefur auðvitað verið mjög lengi og oft við völd og verður því auðvitað fyrir gagnrýni, eðlilega. Við höfum lengi haldið á dómsmálaráðuneytinu til að mynda,“ segir Brynjar. „Ég hef starfað mjög mikið með lögreglunni alveg frá því ég útskrifaðist úr lagadeild fyrir meira en þremur áratugum en ég hef aldrei orðið var við nein óeðlileg tengsl við Sjálfstæðisflokkinn, hvað þá neina spillingu. Í litlu samfélagi, þar sem fólk er tengt og allir þekkja alla, þá er auðvelt að reyna að búa til einhver óeðlilegt tengsl en þau eru bara ekki til staðar. Mér finnst þetta bara vera píp.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
1
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
6
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár