Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Deilurnar í sænsku akademíunni: „Valdabarátta sem slær við leikriti eftir Shakespeare“

Harð­ar deil­ur hafa geis­að í sænsku aka­demí­unni und­an­farna mán­uði vegna Je­an Clau­de Arnault, eig­in­manns eins nefnd­ar­manns­ins, og kyn­ferð­isof­beld­is hans. Rit­ari nefnd­ar­inn­ar, Sara Danius, sagði af sér eft­ir deil­ur við Horace Engdahl og fylg­is­menn hans. Fyrr­ver­andi eig­in­kona Engdahls, Ebba Witt Bratt­ström, still­ir deil­un­um upp sem bar­áttu karla og kvenna, hins gamla og hins nýja.

Deilurnar í sænsku akademíunni: „Valdabarátta sem slær við leikriti eftir Shakespeare“
Álitsgjafi um fyrrverandi eiginmann sinn Ebba Witt Brattström hefur verið einn af álitsgjöfunum og greindunum um stöðuna í sænsku akademíunni en hún er fyrrverandi eiginkona Horace Engdahl sem leiddi hallarbyltinguna gegn Söru Danius.

„Þegar maður metur þá djúpstæðu óeiningu sem komin er upp í Akademíunni getur maður ekki komist að neinni annarri niðurstöðu en að Sara Danius sé sá sem tekist hefur verst upp í starfi sínu sem ritari frá árinu 1786,“ sagði Horace Engdahl, meðlimur í sænsku nóbelsakademíunni, í grein í sænska blaðinu Expressen fyrr í vikunni þar sem hann fjallaði um þá stöðu sem komin er upp í nefndinni í kjölfarið á afhjúpunum sem tengjast #Metoo-byltingunni. Þrír meðlimir akademíunnar, rithöfundurinn Klas Östergren, prófessorinn Kjell Espmark og sagnfræðingurinn Peter Englund hættu í akademíunni út af málinu í lok síðustu viku. Sænska akademían er þekktust fyrir að veita nóbelsverðlaunin á hverju ári.    

Málið sem kom upp innan akademíunnar snýst um samstarf nefndarinnar við eiginmann eins meðlims hennar, Katarinu Frostensson, sem áreitt hefur fjölda kvenna kynferðislega um áratugaskeið. Maðurinn, Jean-Claude Arnault, rak samkomustað í miðborg Stokkhólms sem fékk fjárstyrki frá Sænsku akademíunni og voru haldnar uppákomur á vegum hennar á staðnum, sem kallaðist Forum.

Hneykslið í málinu hvað varðar akademíuna snýst um það að upplýsingar um hegðun Arnaults gagnvart konum, sem meðal annars hefur verið kærður fyrir nauðgun auk þess sem fjöldi kvenna hefur stigið fram og lýst því hvernig hann hefur ráðist að þeim með kynferðislegum hætti, komu inn á borð til nefndarinnar fyrir 20 árum síðan en ekkert var gert í málinu. Það var ekki fyrr en sænska blaðið Dagens Nyheter fjallaði um Arnault sem nefndin hætti samstarfi við hann á seinni hluta síðasta árs og fékk lögmannsstofu til að gera úttekt á málinu. 

„Valdabarátta sem slær við leikriti eftir Shakespeare“ 

Slær Shakespeare viðÁ forsíðu Dagens Nyheter í dag segir að valdabaráttan og dramatíkin í akademíunni sænsku slái sjálfum Shakespeare við.

Deilt um brottrekstur Frostenson 

Í kjölfar þess að lögfræðistofan skilaði niðurstöðu sinni til akademíunnar í síðustu viku, þar sem meðal annars var komist að þeirri niðurstöðu að erfitt væri að sanna að Arnault hefði framið kynferðisbrot í lagalegum skilningi og sem hægt væri að ákæra hann fyrir, ákvað nefndin að kjósa um hvort víkja ætti Katarinu Frostenson frá sem meðlimi nefndarinnar.  Inn í þá ákvörðun spilaði að lögmannsstofan benti á að Arnault hefði líklega í sjö tilfellum lekið upplýsingum um viðtakanda nóbelsverðlaunanna í bókmenntum, væntanlega vegna þess að Frostensson sagði honum frá því fyrirfram, en hægt er að nýta slíkar upplýsingar í fjárhagslegum tilgangi með því að veðja á niðurstöðuna hjá veðmálafyrirtækjum. 

Meirihluti nefndarinnar, meðal annars áðurnefndur Horace Engdahl og sjö aðrir til, greiddi atkvæði með því að hún fengi að halda áfram í nefndinni. Sara Danius greiddi hins vegar atkvæði gegn því auk fimm nefndarmannannana sem völdu í kjölfarið að hætta í nefndinni. Staðan var því 8-6.

Danius og Frostensson hætta

Í kjölfar þess skrifaði Horace Engdahl svo greinina í Expressen þar sem veittist að Söru Danius og sagði að þremenningarnir sem hættu í nefndinni kynnu einfaldlega ekki að tapa og að um væri að ræða „örvæntingarfulla valdabaráttu“ hjá Söru Danius. 

Í kjölfar þessarar greinar Engdahls var alveg ljóst hvað var í gangi í nefndinni: Tvær fylkingar höfðu myndast sem deildu. Yfir annarri fylkingunni er Sara Danius og aðrir sem vildu reka Katarinu Frostenson úr nefndinni og fyrir hinni fer Horace Engdahl og aðrir nefndarmeðlimir sem vildu það ekki. 

Í gær var svo greint frá því að Sara Danius væri hætta í akademíunni eftir langan fund í gærkvöld þar sem reynt var að komast að niðurstöðu. Katarina Frostensson mun einnig hætta í akademíunni og var málinu stillt upp þannig í fjölmiðlum að um væri að ræða samning þess efnis að bæði Danius og Frostensson myndu hætta. Þar með má segja að í bili alla veganna Horace Engdahl og fylgislið hafi haft betur í valdabaráttunni við Danius og þá meðlimi akdemíunnar sem nú þegar hafa hætt. 

Stóru mistök Danius eru kannski þau að hafa staðið fyrir atkvæðagreiðslu um brottrekstur Frostensson og að greiða atkvæði með því að hún hætti. Þar með var enn frekar aukið á óeiningu akademíunnar og erfitt er fyrir formann slíkrar nefndar að sitja áfram ef hann er á annarri skoðun en meirihluti nefndarinnar. En starfslok hennar eru að mörgu leyti ósanngjörn þar sem hún hefur einungis setið í akademíunni í fimm ár og ber enga ábyrgð á Jean Claude Arnault, öfugt við til dæmis Horace Engdahl sem lyfti honum upp, studdi hann og hefur varið hann.  

Sá sem allt snýst umJean Claude Arnault er maðurinn sem deilan snýst um á endanum. Á þriðja tug kvenna hafa stigið fram og lýst kynferðislegri áreitni hans.

Góður vinur Arnaults

Inn í valdabaráttuna spilar sú staðreynd að Horace Engdahl er góður vinur Jean-Claude Arnaults og var hann sjálfur ritari sænsku nóbelsakademíunnar stóran hluta þess tíma sem nefndin veitti honum fjárhagsstyrki, frá 1999 til 2009. Gagnrýnin á samstarf nóbelsnefndarinnar við Arnault beinist því meðal annars að Engdahl sjálfum en eftir að málið kom upp í lok árs í fyrra var grafið upp bréf frá 2006 sem Engdahl skrifaði meðal annars undir þar sem hann mælti með því að Arnault fengi listamannalaun út lífið frá sænska ríkinu. Arnault er samt ekki listamaður heldur skipulagði hann menningarviðburði í einhverjum mæli. Engdahl skrifaði undir bréfið ásamt öðrum, meðal annars Per Wästberg úr sænsku nóbelsakademíunni. Ævilaunin fékk Arnault þó ekki.

Þá var það einnig rifjað upp hvernig Horace Engdahl mærði Jean-Claude Arnault í viðtali við sænska blaðið Dagens Nyheter árið 2016 en þar var Arnault sagður „lífstílsfyrirmynd“ Engdahls og gefið í skyn að Engdahl liti upp til Frakkans. „Hann lifir hinu ljúfa lífi, hann er næstum því sá eini sem gerir það, sá eini sem býr yfir skilningi. Hann ætti að gera Forum að stílskóla fyrir unga man: verðið ekki hipsterar, verðið herramenn!,“ sagði Engdahl í viðtalinu og er ljóst að hann lítur nokkuð upp til Arnaults og lífsstíls hans. 

Vitnisburðir margra kvenna

Lof Engdahls hljómar einkennilega þegar litið er til þess hvernig margar konur hafa lýst samskiptum sínum og Arnaults. Segja má að þeir lýsingar bendi til þess að Arnault sé hálfgert skrímsli í kynferðis- og siðferðisefnum. Enn liggur ekki fyrir hvort Engdahl vissi af þessari háttsemi vinar síns eða ekki. 

Í nóvember í fyrra stigu fjölmargar konur fram og sögðu frá því hvernig Arnault hefði komið fram við þær. Blaðakonan Lena van Hoopen sagði til dæmis að Arnault hafi komið að henni í Bókamessunni í Gautaborg og káfað á henni og sagt við hana, þegar hún brást ókvæða við: „Með þessu attitúdi verður þú ekki lengi í menningarbransanum. Veistu ekki hverri ég er giftur?“ Hoopen vissi ekkert hvaða maður þetta var á þessum tíma. Þá sagði rithöfundurinn Gabriella Håkonsson sambærilega sögu af Arnault. Í fertugsafmæli árið 2007 kom hann að henni og greip í kynfæri hennar í votta viðurvist. „Það var engin aðdragandi að þessu, ekkert daður eða neitt slíkt. Hann bara tróð höndinni beint upp í klofið á mér,“ sagði hún.

Og nú bætast við fleiri sögur. Í Dagens Nyheter á fimmtudaginn sagði listakonan Ann-Karin Bylund frá því hvernig Arnault kom fram við hana á tíunda áratugnum. Anna-Karin sendi bréf með lýsingum sínum til sænsku akademíunnar þar sem hún lýsti því hvernig Arnault flekaði hana og kallaði hana „píkulistamann“ þegar hún sýndi verk eftir sig í Forum á tíunda áratugnum. Bylund sagði að Arnault hefði meðal annars látið hana sjálfa greiða fyrir kostnað við uppsetningu sýningu sinnar þrátt fyrir að vera meðal annars fjármagnaðar af sænsku nóbelsakademíunni. Í bréfinu kemur meðal annars fram að Arnault hafi sagt við Bylund að hún væri bara „lítil textílstelpa sem væri útskrifuð úr lélegasta skóla Svíþjóðar og að hún ætti að vera honum þakklát fyrir að sýna verk hennar“.  Þannig notaði Arnault valdastöðu sína, meðal annars út af samstarfinu við akademíunni, í samskiptum við konur. 

„Sara Danius er tákna nýrra tíma 
og þeir eru tákn hins gamla“ 

Bylund mælti með því við akademíuna að Arnault yrðu ekki veittir frekari fjárhagsstyrkir þar sem hann misnotaði stöðu sína til að komast yfir og lítillækka ungar konur. Sænska akademían gerði hins vegar ekkert með bréf Bylund og hélt áfram samvinnunni við Arnault.  

Fyrrverandi eiginkona Engdahl kemur til sögunnar

Staðan í málinu lítur því þannig út að átta manna Engdahl-liðið í akademíunni stendur vörð um eiginkonu Arnaults og er að reyna að lágmarka skaðann í málinu, eftir að hafa líka staðið á bak við Arnault sjálfan að hlut til í öll þessi ár, á meðan fámennt Danius-liðið – með fyrsta kvenkyns ritara akademíunnar í 250 ára sögu hennar – stendur á móti því. 

Eðlilega er staðan því hlaðin kynbundnum og kynferðislegum spurningum þar sem Engdahl stóð vörð um og lyfti Arnault til skýjanna og bjó til skjól fyrir hann til að misnota aðstöðu sína, meðal annars að nota íbúð sænsku akademíunnar undir ástalíf sitt framhjá eiginkonu sinni. 

Fyrrverandi eiginkona Engdahls, bókmenntaprófessorinn Ebba-Witt Brattström, er ein þeirra sem hefur verið fengin til að greina stöðuna í akademíunni en hún og fyrrverandi maður hennar hafa gagnrýnt hvort annað opinberlega um nokkurra skeið eftir að samband þeirra endaði með látum. Brattström er femínisti og hefur látið þung orð falla um Engdahl sem hún segir vera karlrembu og lýsir sem hálfgerðu skrímsli í samskiptum, meðal annars í bók um hjónaband þeirra sem kom út í hitteðfyrra og hún titlaði Ástarstríð aldarinnar og kölluð var skáldsaga. 

Brattström segir að deilan í sænsku akademíunni sé „síðasta stríðið“. „Þetta er líklega síðasta stríð. Engdal-liðið á móti Danius-liðinu. Þetta er síðasta atlaga menningarkarlsins gegn menningarkonunni. Það er þetta sem við sjáum. Mér finnst þetta töfrandi. Ótrúlega hressandi. Betra en Netflix.“

Brattström er ein þeirra sem hefur farið fyrir umræðunni um „menningarkarlinn“ (s. Kulturmannen) og þá karlrembu og kvenfyrirlitningu sem henni finnst einkenna sænskt menningarlíf. Erfitt er að lesa Brattström án þess að tengja allt sem hún segir beint við eiginmann hennar fyrrverandi. „Mér finnst gott að sjá að Engdahl-liðið opinberar sig. Þeir virðast ekki alveg skilja stöðuna, virðast ekki átta sig á umheiminum. Þeir halda að þeir geti stillt sér upp og predikað. Sara Danius er tákn nýrra tíma og þeir eru tákn hins gamla. Þetta snýst um hjð nýja á móti hinu gamla,“ segir Brattström en Sara Danius hefur verið tákn nýrra tíma í starfi sínu sem ritari. Hún hefur verið alþýðlegri en fyrirrennarar sínir, verið mjög áberandi í fjölmiðlum og meðal annars tekið þátt í panelkosningu um besta sætabrauðið (semlur) á síðum Dagens Nyheter og skrifað greinar um tísku og kjóla í sænsk blöð. Og hún er kona. 

Rauði þráðurinn í málinu er kynbundinn

Rauði þráðurinn í þessu máli er því í raun kynbundinn. Málið kom upp á síðum Dagens Nyheter í kjölfarið á Metoo og var afleiðing af þeirri umræðu. Sænska akademían vann með styrkti og studdi mann sem erfitt er að líta á með öðrum hætti en í besta falli sem karlrembu, kvenhatara og kvenkúgara og í versta falli sem nauðgara þó einungis ein kæra gegn Arnault sé ennþá til meðferðar hjá lögreglunni. Inn í þetta blandast svo líka að Arnault borgaði starfsmönnum Forum-klúbbsins svört laun, ef hann borgaði þeim þá, og var mikil óreiða í bókhaldi staðarins. Þeir sem báru ábyrgð á þessari samvinnu við Arnault, meðal annars Engdahl og fyrrverandi ritari Sænsku akademíunnar, Sture Allen, sitja áfram í nefndinni og hafa náð að ýta fyrstu konunni úr ritarastólnum eftir einungis 3 ár.  Einn pistlahöfundur kallaði Engdahl og fylgislið hans „gráúlfana“ vegna þessa. 

Niðurstaðan er því sú að þeir sem báru ábyrgð á Arnault, sem er einhvers konar nútímaleg útgáfa af flagaranum og erkimelnum Vicomte de Valmont úr bókinni Hættuleg kynni sem John Malkovich túlkaði eftirminnilega í bíómynd á níunda áratugnum, sitja áfram og halda sínu á meðan Sara Danius, sem enga ábyrgð ber á honum, þarf að láta í minni pokann.  Þessi niðurstaða er svo bara birtingarmynd mikillar óánægju þess arms innan akademíunnar sem Horace Engdahl fer fyrir með störf Söru Danius og hvernig hún hefur poppað upp ritarastarfið í nefndinni síðastliðin ár, samkvæmt því sem komið hefur fram í sænskum fjölmiðlum. 

Þessi kyndbundna túlkun á stöðunni kemur fram í máli sumra sem hafa tjáð sig um stöðuna í gær og í morgun, meðal annars Per Wästberg sem situr í akademíunni en hann telur að sú staðreynd að „tveimur konum var fórnað“ sé „skammarblettur“ á akademíunni og verður að teljast afar ólíklegt að stríðinu innan akademíunnar sé hér með lokið þó Danius hafi kvatt.  Sápuóperan í nóbelsnefndinni, eða búningadramað í anda Shakespeares, er því væntanlega hvergi nærri á enda. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
4
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár