Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Móðir Hauks vill ekki að vinir hans leggi sig í hættu við leit

Eva Hauks­dótt­ir er hrædd um vini Hauks, fari þeir að leita hans á ótryggu átaka­svæði. Er æv­areið yf­ir að­gerð­ar­leysi ís­lenskra yf­ir­valda við að afla upp­lýs­inga um heim­ild­ir tyrk­neskra fjöl­miðla um mál Hauks.

Móðir Hauks vill ekki að vinir hans leggi sig í hættu við leit
Vill ekki að neinn setji sig í hættu Eva Hauksdóttir, móðir Hauks Hilmarssonar sem saknað er í Sýrlandi, vill ekki að vinir hans fari á átakasvæði að leita hans og leggi sig með því í hættu. Hún segist hins vegar ekki ráða því hvað gert verði. Mynd: Wikimedia / Oddur Ben

Eva Hauksdóttir, móðir Hauks Hilmarssonar sem saknað er í Sýrlandi, vill ekki að vinir Hauks fari á svæðið til að leita hans. Hún segist ekki vilja að leikmenn fari á átakasvæði þar sem ástand er ótryggt til leitar að sinni, hún vilji í það minnsta bíða þar til Rauði hálfmáninn hafi leitað á svæðinu. „Mér þætti hryllilegt ef vinir Hauks færu slíka för án öyggisráðstafana og svo fengjum við kannski aldrei að sjá þau framar. Þannig að á meðan við höfum ekki beina vísbendingu um að hann sé á lífi þá kysi ég frekar að þessu yrði frestað eitthvað,“ segir Eva í samtali við Stundina.

Lárus Páll Birgisson, vinur Hauks, lýsti því í viðtali við Stundina 10. apríl síðastliðinn að fólk væri í biðstöðu, tilbúið að fara til Sýrlands til leitar. Hann kallaði eftir því að íslensk stjórnvöld settu sig í samband við stjórnvöld í Tyrklandi og færu fram á að vinum Hauks yrði tryggð örugg för um svæðið. Ef slíkt næðist ekki fram yrði engu að síður farið og Hauks leitað.

Enginn má setja sig í óþarfa hættu

Eva segir að hún vilji ekki að neinn setji sig í hættu við þá leit. „Við verðum að fá réttar upplýsingar um hvað varð um Hauk, þannig að ég er algjörlega hlynnt því að verið sé að kanna möguleika á því að komast á svæðið en það má enginn setja sig í óþarfa hættu. Ef ég mætti ráða þá munu menn að minnsta kosti bíða þar til Rauði hálfmáninn er búinn að leita að líkum á svæðinu. Það er ekkert sérstaklega líklegt að það komi neitt út úr þeirri leit, líkin verða sennilega sett í fjöldagröf og tyrknesk stjórnvöld þykjast ekkert vita. Ég ræð ekki yfir Lalla sjúkraliða eða öðrum sem ætla í þennan leiðangur en mér þætti hryllilegt ef vinir Hauks færu slíka för án öyggisráðstafana og svo fengjum við kannski aldrei að sjá þau framar. Þannig að á meðan við höfum ekki beina vísbendingu um að hann sé á lífi þá kysi ég frekar að þessu yrði frestað eitthvað.“

„Ég ræð ekki yfir Lalla sjúkraliða eða öðrum sem ætla í þennan leiðangur“

Vill staðfestingu á samskiptum

Utanríkismálanefnd Alþingis fékk loks í gær minnisblað frá utanríkisráðuneytinu um aðgerðir íslenskra yfirvalda varðandi leitina að Hauki. Kallað var eftir slíku minnisblaði fyrir mánuði síðan en en ekkert barst fyrr en í gær, þrátt fyrir ítrekanir. Þá brá svo við að innihald minnisblaðsins var bundið trúnaði. Eva segist ekki skilja hví það sé, hún og aðstandendur Hauks hafi fengið í hendur minnisblað um leitina að Hauki og hún sjái ekki hvað í því sé þess eðlis að trúnaður eigi að ríkja um það. Hún er hins vegar mjög ósátt við ýmislegt sem þar kemur fram, í gögnunum séu skráð ýmis samskipti sem engin staðfesting fáist á, þrátt fyrir að hún hafi kallað eftir því. „Það er frekar þunnur þrettándi að fá bara að vita að „aðili á staðnum“ hafi verið beðinn um aðstoð en ekkert hverskonar aðili það er eða hvað hann nákvæmlega var spurður um. Ég hef tekið fram að ég er ekkert að biðja um nöfn eða netföng en þetta segir mér ekkert. Er átt við blaðamann, einhvern úr tyrkneskri stjórnsýslu, liðsmann andspyrnuhreyfingar eða bara frænda einhvers Íslendings? Það er líka mjög ótrúverðugt að mikilvægir almannahagsmunir hindri ráðuneytið i því að gefa upp nákvæmlega hvað erlend ríki og alþjóðastofnanir voru beðin um að gera í leitinni að Hauki. Ég er síðan ævareið yfir því að hvorki ráðuneytið né lögreglan hafi gert neinn reka að því að grafast fyrir um heimildir tyrknesku miðlanna sem sögðu að Tyrkir væru með líkið. Tyrkneskir fjölmiðlar eru ekki frjálsir og því ekki líklegt að þetta sé bara hugdetta einhvers blaðamanns.“

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
1
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
6
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár