Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Leynd yfir minnisblaði um Hauk Hilmarsson

Trún­að­ar kraf­ist um minn­is­blað sem tók mán­uð að skila. Ástæð­an sögð ann­ir starfs­manna ráðu­neyt­is­ins.

Leynd yfir minnisblaði um Hauk Hilmarsson
Trúnaður um minnisblað Trúnaður ríkir um innihald minnisblaðs utanríkisráðuneytisins um mál Hauks Hilmarssonar sem utanríkismálanefnd Alþingis fékk loks afhent í gær, eftir mánaðarbið. Mynd: Pressphotos

Minnisblað utanríkisráðuneytisins um mál Hauks Hilmarssonar, sem saknað er í Sýrlandi, var sent formanni utanríkismálanefndar í gær, miðvikudaginn 11. apríl. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar og nefndarmaður í utanríkismálanefnd hafði óskað eftir því fyrir um mánuði síðan að nefndin fengi slíkt minnisblað í hendur en ekkert gerðist í málinu þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir. Trúnaður ríkir hins vegar yfir minnisblaðinu, eftir því sem Logi sagði við Stundina í gær, og gat hann því ekki upplýst um hvað kæmi þar fram.

Í fyrstu fréttum af máli Hauks, sem birtust 6. mars síðastliðinn, var hann sagður hafa fallið í bardögum í norðurhluta Sýrlands 24. febrúar. Enn hefur ekki tekist að staðfesta það. Óskað var eftir minnisblaði frá utanríkisráðuneytinu um málið, af hálfu utanríkismálanefndar, 12. mars síðastliðinn. Var sú ósk ítrekuð í tvígang, 21. mars og 4. apríl, án árangurs.

Ekki hægt að upplýsa um innihaldið

Samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu reyndist ekki unnt að afhenda minnisblað um málið á fundi utanríkismálanefndar 14. mars en fulltrúar ráðuneytisins mættu hins vegar á þann fund til að gera grein fyrir málinu og svara spurningum nefndarmanna.

Engir skilgreindir frestir munu vera á afhendingu minnisblaða sem þess sem utanríkismálanefnd óskaði eftir en leitast er eftir því að það sé gert svo fljótt sem auðið er, samkvæmt svari frá utanríkisráðuneytinu við fyrirspurn Stundarinnar sem barst í gær. Tafir á afhendingu minnisblaðsins um mál Hauks helgist meðal annars að önnum hjá þeim starfsmönnum ráðuneytisins sem fara með mál Hauks. „Sem kunnugt er hefur eftirgrennslan um afdrif hans verið í forgangi hjá ráðuneytinu frá því það kom fyrst til kasta þess fyrir rúmum mánuði,“ segir í svari ráðuneytisins. Þar er jafnframt bent á að nefndarmenn utanríkismálanefndar hafi fengið upplýsingar um stöðu og framgang málsins á umræddum fundi 14. mars og í fyrirspurnartíma ráðherra á Alþingi 22. mars.  

Minnisblaðið umrædda barst loks í gær, sem fyrr segir. Í samtali við Stundina sagði Logi hins vegar að trúnaður væri um innihald þess og hann gæti því, að svo stöddu, ekki upplýst um hvað þar kæmi fram. Bætti hann því við að hann skyldi ekki hví svo væri.

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
4
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
5
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár