Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Vilja fella úr gildi bann við að móðga þjóðhöfðingja: „Snýst um tjáningarfrelsið“

Ut­an­rík­is­ráðu­neyt­ið leggst gegn því að fellt verði úr lög­um ákvæði sem bann­ar að þjóð­höfð­ingj­ar séu móðg­að­ir. Stein­unn Þóra Árna­dótt­ir, þing­kona VG, seg­ir hið sama eiga að gilda um þjóð­höfð­ingja og aðra.

Vilja fella úr gildi bann við að móðga þjóðhöfðingja: „Snýst um tjáningarfrelsið“
Vill að heimilt sé að móðga þjóðhöfðingja Steinunn Þóra Árnadóttir, þingmaður Vinstri grænna, telur fráleitt að það varði sér ákvæði í almennum hegningarlögum að móðga erlenda þjóðhöfðingja. Lagaákvæðið vegi að tjáningarfrelsinu.

Utanríkisráðuneytið leggst gegn því að lagagrein þar sem segir að það geti varðað allt að sex ára fangelsi að smána erlendan þjóðhöfðingja, þjóð eða fána erlends ríkis, verði afnumin. Í umsögn um frumvarp þess efnis sem ráðuneytið hefur sent inn til Alþingis er vernd erlendra sendierindreka og friðhelgi sendiráða lögð að jöfnu við vörn erlendra þjóðhöfðingja gegn móðgunum. Fyrsti flutningsmaður frumvarpsins telur ráðuneytið á villigötum og segir að afnám ákvæðisins snúist um vernd tjáningarfrelsisins.

Fjórir þingmenn Vinstri grænna lögðu í febrúar síðastliðnum fram frumvarp þess efnis að 95. grein almennra hegningarlaga yrði afnumin í heild sinni. Í greininni er tiltekið að það varði sektum eða fangelsi að smána erlendar þjóðir, ríki, ráðamenn, þjóðhöfðingja eða fána. Hið sama gildi um erindreka erlendra ríkja hér á landi. Þá er tiltekið að sömu refsingar liggi við ógnunum eða valdbeitingu gagnvart sendierindrekum eða sendiráðum. Síðastnefnda ákvæði greinarinnar var bætt inn í lögin árið 2002, eftir að þrír menn voru ákærðir fyrir að hafa smánað Bandaríkin með því að kasta eldsprengju á sendiráð þeirra að Laufásvegi.

Leggja móðganir að jöfnu við vernd diplómata

Í umsögn utanríkisráðuneytisins er sem fyrr segir lagst gegn því að umrætt lagaákvæði verði afnumið. Einkum er þar vísað til þjóðréttarlegra skuldbindinga Íslendinga sem felist í aðild að svonefndum Vínarsamningi frá árinu 1961, um stjórnmálasamband ríkja. Í umsögninni kemur fram að af lestri greinargerðar með frumvarpinu megi ráða að því sé einkum beint gegn þeim hluta lagaákvæðisins sem snúi að vernd erlendra þjóðhöfðingja gegn smánun. Hins vegar myndu, með afnámi ákvæðisins, einnig falla út refsákvæði vegna annars þess sem tiltekið er í greininni. Er það af hálfu ráðuneytisins talið afleitt þar eð það vinni gegn ákvæðum Vínarsamningsins.

Hvað varðar móðgun við erlenda þjóðhöfðingja segir síðan í umsögn ráðuneytisins: „Má rökstyðja að öll sömu verndarsjónarmið og um sendiráð og sendierindreka eigi að gilda um þjóðhöfðingja erlends ríkis. Að mati ráðuneytisins skýtur skökku við ef þjóðhöfðingi erlends ríkis njóti minni réttarvemdar heldur en t.d. sendiherra viðkomandi ríkis, aðrir sendierindrekar og fjölskyldur þeirra.“

Ekki sér íslensk umræða

Steinunn Þóra Árnadóttir, þingkona Vinstri grænna og fyrsti flutningsmaður frumvarpsins, segist telja að utanríkisráðuneytið sé á villigötum í málinu. Þannig hafi þegar árið 2002 fallið dómur fyrir Mannréttindadómstól Evrópu í máli franska dagblaðsins Le Monde, þar sem úrskurðað var að sérstök vernd þjóðhöfðingja fyrir móðgunum væri ónauðsynleg í lýðræðisþjóðfélagi. „Þetta er ekki sér íslenskt mál, þessi umræða á sér stað í öðrum löndum. Þannig er verið að vinna að því á vegum Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu og í samvinnu við International Press Institute að gera úttekt á löggjöf um sérvernd erlendra þjóðhöfðingja,“ segir Steinunn Þóra og bendir á mál þýska grínistans Jans Böhmermanns sem vakti mikla umræðu árið 2016. Þýska ríkisstjórnin neyddist þá til að heimila að ákæra yrði gefin út á hendur Böhmermann fyrir að hafa með flutningi sínum á ljóði um tyrkneska forsetann Recep Tayyip Erdogan móðgað erlendan þjóðhöfðingja. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, sagði þá að þýsk lög sem banni fólki að móðga erlenda þjóðhöfðingja yrðu afnumin innan tveggja ára. Málið á hendur Böhmermann var fellt niður.

Steinunn Þóra segir frumvarpið snúast um vernd á tjáningarfrelsi almennings. „Í grundvallaratriðum snýst þetta um málfrelsið, það á að vera hægt að gagnrýna þá sem eru skipaðir eða kjörnir æðstu talsmenn sinna þjóða. Það er það sem þetta snýst um, tjáningarfrelsi almennings. Það er almenn löggjöf sem snýr að meiðyrðum, hótunum um líkamsmeiðingar og svo framvegis sem hægt er að beita í þeim tilfellum og sömu reglur eiga vitanlega að gilda um þjóðhöfðingja sem aðra.“

Ekki vegið að vernd diplómata

Steinunn Þóra segir einnig að með því fella 95. grein laganna úr gildi sé heldur ekki verið að vega að vernd erlendra diplómata hér á landi. Vínarsamningurinn sé eftir sem áður í gildi auk almennra laga. Telji utanríkisráðuneytið hættu á slíku sé einfalt mál að styrkja aðrar greinar lagasafnsins. „Ég efast að vísu um að svo sé en það væri bara gott að fá fulltrúa ráðuneytisins inn á fund til að þeir geti borið fram rök fyrir því. Meginpunkturinn er sá það er partur af tjáningarfrelsinu að mega tjá sig um þjóðhöfðingja, um þjóðfána og svo framvegis.“

„Það á að vera hægt að gagnrýna þá sem eru skipaðir eða kjörnir æðstu talsmenn sinna þjóða.“

Varðandi þann hluta lagaákvæðsins sem snýr að ógnunum gagnvart sendiráðum og sendiráðsstarfsmönnum segir Steinunn Þóra að augljóst sé að sú klausa eigi á engan hátt heima í almennum hegningarlögum. „Sú grein var sett inn í lögin árið 2002, eftir að þrír menn voru ákærðir fyrir að hafa kastað bensínsprengju að bandaríska sendiráðinu. Þeir voru ákærðir og síðan dæmdir eftir þessari 95. grein sem þá var, sem sneri að móðgun við erlenda þjóðhöfðingja. Ég hef hins vegar alltaf talið að þeir hafi verið ranglega dæmdir, það hafi átt að ákæra þá fyrir eignaspjöll, tilraun til íkveikju eða eitthvað í þá veru. Alla vega hefði ekki átt að dæma þá samkvæmt þessum lögum. Það að utanríkisráðuneytið telji að nauðsynlegt sé að þetta ákvæði sé til staðar skil ég ekki, ég tel að ráðuneytið sé þar á villigötum. Þetta ákvæði á ekki við á þessum stað í lögunum.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
2
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.
Efaðist í átta ár um að hún gæti eignast börn
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Ef­að­ist í átta ár um að hún gæti eign­ast börn

Elísa Ósk Lína­dótt­ir var 19 ára þeg­ar kven­sjúk­dóma­lækn­ir greindi hana með PCOS og sagði henni að drífa í barneign­um. Eng­ar ráð­legg­ing­ar um henn­ar eig­in heilsu fylgdu og Elísa fór af stað í frjó­sem­is­með­ferð­ir með þá­ver­andi kær­ast­an­um sín­um. „Ég var ekk­ert til­bú­in í að verða mamma,“ seg­ir Elísa sem ef­að­ist í kjöl­far­ið um að hún myndi geta eign­ast börn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
3
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár