Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Vilja fella úr gildi bann við að móðga þjóðhöfðingja: „Snýst um tjáningarfrelsið“

Ut­an­rík­is­ráðu­neyt­ið leggst gegn því að fellt verði úr lög­um ákvæði sem bann­ar að þjóð­höfð­ingj­ar séu móðg­að­ir. Stein­unn Þóra Árna­dótt­ir, þing­kona VG, seg­ir hið sama eiga að gilda um þjóð­höfð­ingja og aðra.

Vilja fella úr gildi bann við að móðga þjóðhöfðingja: „Snýst um tjáningarfrelsið“
Vill að heimilt sé að móðga þjóðhöfðingja Steinunn Þóra Árnadóttir, þingmaður Vinstri grænna, telur fráleitt að það varði sér ákvæði í almennum hegningarlögum að móðga erlenda þjóðhöfðingja. Lagaákvæðið vegi að tjáningarfrelsinu.

Utanríkisráðuneytið leggst gegn því að lagagrein þar sem segir að það geti varðað allt að sex ára fangelsi að smána erlendan þjóðhöfðingja, þjóð eða fána erlends ríkis, verði afnumin. Í umsögn um frumvarp þess efnis sem ráðuneytið hefur sent inn til Alþingis er vernd erlendra sendierindreka og friðhelgi sendiráða lögð að jöfnu við vörn erlendra þjóðhöfðingja gegn móðgunum. Fyrsti flutningsmaður frumvarpsins telur ráðuneytið á villigötum og segir að afnám ákvæðisins snúist um vernd tjáningarfrelsisins.

Fjórir þingmenn Vinstri grænna lögðu í febrúar síðastliðnum fram frumvarp þess efnis að 95. grein almennra hegningarlaga yrði afnumin í heild sinni. Í greininni er tiltekið að það varði sektum eða fangelsi að smána erlendar þjóðir, ríki, ráðamenn, þjóðhöfðingja eða fána. Hið sama gildi um erindreka erlendra ríkja hér á landi. Þá er tiltekið að sömu refsingar liggi við ógnunum eða valdbeitingu gagnvart sendierindrekum eða sendiráðum. Síðastnefnda ákvæði greinarinnar var bætt inn í lögin árið 2002, eftir að þrír menn voru ákærðir fyrir að hafa smánað Bandaríkin með því að kasta eldsprengju á sendiráð þeirra að Laufásvegi.

Leggja móðganir að jöfnu við vernd diplómata

Í umsögn utanríkisráðuneytisins er sem fyrr segir lagst gegn því að umrætt lagaákvæði verði afnumið. Einkum er þar vísað til þjóðréttarlegra skuldbindinga Íslendinga sem felist í aðild að svonefndum Vínarsamningi frá árinu 1961, um stjórnmálasamband ríkja. Í umsögninni kemur fram að af lestri greinargerðar með frumvarpinu megi ráða að því sé einkum beint gegn þeim hluta lagaákvæðisins sem snúi að vernd erlendra þjóðhöfðingja gegn smánun. Hins vegar myndu, með afnámi ákvæðisins, einnig falla út refsákvæði vegna annars þess sem tiltekið er í greininni. Er það af hálfu ráðuneytisins talið afleitt þar eð það vinni gegn ákvæðum Vínarsamningsins.

Hvað varðar móðgun við erlenda þjóðhöfðingja segir síðan í umsögn ráðuneytisins: „Má rökstyðja að öll sömu verndarsjónarmið og um sendiráð og sendierindreka eigi að gilda um þjóðhöfðingja erlends ríkis. Að mati ráðuneytisins skýtur skökku við ef þjóðhöfðingi erlends ríkis njóti minni réttarvemdar heldur en t.d. sendiherra viðkomandi ríkis, aðrir sendierindrekar og fjölskyldur þeirra.“

Ekki sér íslensk umræða

Steinunn Þóra Árnadóttir, þingkona Vinstri grænna og fyrsti flutningsmaður frumvarpsins, segist telja að utanríkisráðuneytið sé á villigötum í málinu. Þannig hafi þegar árið 2002 fallið dómur fyrir Mannréttindadómstól Evrópu í máli franska dagblaðsins Le Monde, þar sem úrskurðað var að sérstök vernd þjóðhöfðingja fyrir móðgunum væri ónauðsynleg í lýðræðisþjóðfélagi. „Þetta er ekki sér íslenskt mál, þessi umræða á sér stað í öðrum löndum. Þannig er verið að vinna að því á vegum Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu og í samvinnu við International Press Institute að gera úttekt á löggjöf um sérvernd erlendra þjóðhöfðingja,“ segir Steinunn Þóra og bendir á mál þýska grínistans Jans Böhmermanns sem vakti mikla umræðu árið 2016. Þýska ríkisstjórnin neyddist þá til að heimila að ákæra yrði gefin út á hendur Böhmermann fyrir að hafa með flutningi sínum á ljóði um tyrkneska forsetann Recep Tayyip Erdogan móðgað erlendan þjóðhöfðingja. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, sagði þá að þýsk lög sem banni fólki að móðga erlenda þjóðhöfðingja yrðu afnumin innan tveggja ára. Málið á hendur Böhmermann var fellt niður.

Steinunn Þóra segir frumvarpið snúast um vernd á tjáningarfrelsi almennings. „Í grundvallaratriðum snýst þetta um málfrelsið, það á að vera hægt að gagnrýna þá sem eru skipaðir eða kjörnir æðstu talsmenn sinna þjóða. Það er það sem þetta snýst um, tjáningarfrelsi almennings. Það er almenn löggjöf sem snýr að meiðyrðum, hótunum um líkamsmeiðingar og svo framvegis sem hægt er að beita í þeim tilfellum og sömu reglur eiga vitanlega að gilda um þjóðhöfðingja sem aðra.“

Ekki vegið að vernd diplómata

Steinunn Þóra segir einnig að með því fella 95. grein laganna úr gildi sé heldur ekki verið að vega að vernd erlendra diplómata hér á landi. Vínarsamningurinn sé eftir sem áður í gildi auk almennra laga. Telji utanríkisráðuneytið hættu á slíku sé einfalt mál að styrkja aðrar greinar lagasafnsins. „Ég efast að vísu um að svo sé en það væri bara gott að fá fulltrúa ráðuneytisins inn á fund til að þeir geti borið fram rök fyrir því. Meginpunkturinn er sá það er partur af tjáningarfrelsinu að mega tjá sig um þjóðhöfðingja, um þjóðfána og svo framvegis.“

„Það á að vera hægt að gagnrýna þá sem eru skipaðir eða kjörnir æðstu talsmenn sinna þjóða.“

Varðandi þann hluta lagaákvæðsins sem snýr að ógnunum gagnvart sendiráðum og sendiráðsstarfsmönnum segir Steinunn Þóra að augljóst sé að sú klausa eigi á engan hátt heima í almennum hegningarlögum. „Sú grein var sett inn í lögin árið 2002, eftir að þrír menn voru ákærðir fyrir að hafa kastað bensínsprengju að bandaríska sendiráðinu. Þeir voru ákærðir og síðan dæmdir eftir þessari 95. grein sem þá var, sem sneri að móðgun við erlenda þjóðhöfðingja. Ég hef hins vegar alltaf talið að þeir hafi verið ranglega dæmdir, það hafi átt að ákæra þá fyrir eignaspjöll, tilraun til íkveikju eða eitthvað í þá veru. Alla vega hefði ekki átt að dæma þá samkvæmt þessum lögum. Það að utanríkisráðuneytið telji að nauðsynlegt sé að þetta ákvæði sé til staðar skil ég ekki, ég tel að ráðuneytið sé þar á villigötum. Þetta ákvæði á ekki við á þessum stað í lögunum.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
1
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár