Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Vilja fella úr gildi bann við að móðga þjóðhöfðingja: „Snýst um tjáningarfrelsið“

Ut­an­rík­is­ráðu­neyt­ið leggst gegn því að fellt verði úr lög­um ákvæði sem bann­ar að þjóð­höfð­ingj­ar séu móðg­að­ir. Stein­unn Þóra Árna­dótt­ir, þing­kona VG, seg­ir hið sama eiga að gilda um þjóð­höfð­ingja og aðra.

Vilja fella úr gildi bann við að móðga þjóðhöfðingja: „Snýst um tjáningarfrelsið“
Vill að heimilt sé að móðga þjóðhöfðingja Steinunn Þóra Árnadóttir, þingmaður Vinstri grænna, telur fráleitt að það varði sér ákvæði í almennum hegningarlögum að móðga erlenda þjóðhöfðingja. Lagaákvæðið vegi að tjáningarfrelsinu.

Utanríkisráðuneytið leggst gegn því að lagagrein þar sem segir að það geti varðað allt að sex ára fangelsi að smána erlendan þjóðhöfðingja, þjóð eða fána erlends ríkis, verði afnumin. Í umsögn um frumvarp þess efnis sem ráðuneytið hefur sent inn til Alþingis er vernd erlendra sendierindreka og friðhelgi sendiráða lögð að jöfnu við vörn erlendra þjóðhöfðingja gegn móðgunum. Fyrsti flutningsmaður frumvarpsins telur ráðuneytið á villigötum og segir að afnám ákvæðisins snúist um vernd tjáningarfrelsisins.

Fjórir þingmenn Vinstri grænna lögðu í febrúar síðastliðnum fram frumvarp þess efnis að 95. grein almennra hegningarlaga yrði afnumin í heild sinni. Í greininni er tiltekið að það varði sektum eða fangelsi að smána erlendar þjóðir, ríki, ráðamenn, þjóðhöfðingja eða fána. Hið sama gildi um erindreka erlendra ríkja hér á landi. Þá er tiltekið að sömu refsingar liggi við ógnunum eða valdbeitingu gagnvart sendierindrekum eða sendiráðum. Síðastnefnda ákvæði greinarinnar var bætt inn í lögin árið 2002, eftir að þrír menn voru ákærðir fyrir að hafa smánað Bandaríkin með því að kasta eldsprengju á sendiráð þeirra að Laufásvegi.

Leggja móðganir að jöfnu við vernd diplómata

Í umsögn utanríkisráðuneytisins er sem fyrr segir lagst gegn því að umrætt lagaákvæði verði afnumið. Einkum er þar vísað til þjóðréttarlegra skuldbindinga Íslendinga sem felist í aðild að svonefndum Vínarsamningi frá árinu 1961, um stjórnmálasamband ríkja. Í umsögninni kemur fram að af lestri greinargerðar með frumvarpinu megi ráða að því sé einkum beint gegn þeim hluta lagaákvæðisins sem snúi að vernd erlendra þjóðhöfðingja gegn smánun. Hins vegar myndu, með afnámi ákvæðisins, einnig falla út refsákvæði vegna annars þess sem tiltekið er í greininni. Er það af hálfu ráðuneytisins talið afleitt þar eð það vinni gegn ákvæðum Vínarsamningsins.

Hvað varðar móðgun við erlenda þjóðhöfðingja segir síðan í umsögn ráðuneytisins: „Má rökstyðja að öll sömu verndarsjónarmið og um sendiráð og sendierindreka eigi að gilda um þjóðhöfðingja erlends ríkis. Að mati ráðuneytisins skýtur skökku við ef þjóðhöfðingi erlends ríkis njóti minni réttarvemdar heldur en t.d. sendiherra viðkomandi ríkis, aðrir sendierindrekar og fjölskyldur þeirra.“

Ekki sér íslensk umræða

Steinunn Þóra Árnadóttir, þingkona Vinstri grænna og fyrsti flutningsmaður frumvarpsins, segist telja að utanríkisráðuneytið sé á villigötum í málinu. Þannig hafi þegar árið 2002 fallið dómur fyrir Mannréttindadómstól Evrópu í máli franska dagblaðsins Le Monde, þar sem úrskurðað var að sérstök vernd þjóðhöfðingja fyrir móðgunum væri ónauðsynleg í lýðræðisþjóðfélagi. „Þetta er ekki sér íslenskt mál, þessi umræða á sér stað í öðrum löndum. Þannig er verið að vinna að því á vegum Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu og í samvinnu við International Press Institute að gera úttekt á löggjöf um sérvernd erlendra þjóðhöfðingja,“ segir Steinunn Þóra og bendir á mál þýska grínistans Jans Böhmermanns sem vakti mikla umræðu árið 2016. Þýska ríkisstjórnin neyddist þá til að heimila að ákæra yrði gefin út á hendur Böhmermann fyrir að hafa með flutningi sínum á ljóði um tyrkneska forsetann Recep Tayyip Erdogan móðgað erlendan þjóðhöfðingja. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, sagði þá að þýsk lög sem banni fólki að móðga erlenda þjóðhöfðingja yrðu afnumin innan tveggja ára. Málið á hendur Böhmermann var fellt niður.

Steinunn Þóra segir frumvarpið snúast um vernd á tjáningarfrelsi almennings. „Í grundvallaratriðum snýst þetta um málfrelsið, það á að vera hægt að gagnrýna þá sem eru skipaðir eða kjörnir æðstu talsmenn sinna þjóða. Það er það sem þetta snýst um, tjáningarfrelsi almennings. Það er almenn löggjöf sem snýr að meiðyrðum, hótunum um líkamsmeiðingar og svo framvegis sem hægt er að beita í þeim tilfellum og sömu reglur eiga vitanlega að gilda um þjóðhöfðingja sem aðra.“

Ekki vegið að vernd diplómata

Steinunn Þóra segir einnig að með því fella 95. grein laganna úr gildi sé heldur ekki verið að vega að vernd erlendra diplómata hér á landi. Vínarsamningurinn sé eftir sem áður í gildi auk almennra laga. Telji utanríkisráðuneytið hættu á slíku sé einfalt mál að styrkja aðrar greinar lagasafnsins. „Ég efast að vísu um að svo sé en það væri bara gott að fá fulltrúa ráðuneytisins inn á fund til að þeir geti borið fram rök fyrir því. Meginpunkturinn er sá það er partur af tjáningarfrelsinu að mega tjá sig um þjóðhöfðingja, um þjóðfána og svo framvegis.“

„Það á að vera hægt að gagnrýna þá sem eru skipaðir eða kjörnir æðstu talsmenn sinna þjóða.“

Varðandi þann hluta lagaákvæðsins sem snýr að ógnunum gagnvart sendiráðum og sendiráðsstarfsmönnum segir Steinunn Þóra að augljóst sé að sú klausa eigi á engan hátt heima í almennum hegningarlögum. „Sú grein var sett inn í lögin árið 2002, eftir að þrír menn voru ákærðir fyrir að hafa kastað bensínsprengju að bandaríska sendiráðinu. Þeir voru ákærðir og síðan dæmdir eftir þessari 95. grein sem þá var, sem sneri að móðgun við erlenda þjóðhöfðingja. Ég hef hins vegar alltaf talið að þeir hafi verið ranglega dæmdir, það hafi átt að ákæra þá fyrir eignaspjöll, tilraun til íkveikju eða eitthvað í þá veru. Alla vega hefði ekki átt að dæma þá samkvæmt þessum lögum. Það að utanríkisráðuneytið telji að nauðsynlegt sé að þetta ákvæði sé til staðar skil ég ekki, ég tel að ráðuneytið sé þar á villigötum. Þetta ákvæði á ekki við á þessum stað í lögunum.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
1
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.
Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI ævaforn rómversk kveðja
2
Flækjusagan

Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI æva­forn róm­versk kveðja

Hin við­ur­styggi­lega nas­ista­kveðja Elons Musks dag­inn sem Don­ald Trump var sett­ur í embætti hef­ur að von­um vak­ið mikla at­hygli. Kannski ekki síst vegna þess að kveðj­una lét Musk flakka úr ræðu­stól sem var ræki­lega merkt­ur for­seta Banda­ríkj­anna. Hin fasíska til­hneig­ing margra áhang­enda Trumps hef­ur aldrei fyrr birst á jafn aug­ljós­an hátt — enda lét Musk sér ekki nægja að heilsa...
Sigmundur Davíð ver Musk með hæpnum samanburði
3
Greining

Sig­mund­ur Dav­íð ver Musk með hæpn­um sam­an­burði

Á með­an að öfga­menn og nýnas­ist­ar víða um heim upp­lifa vald­efl­ingu og við­ur­kenn­ingu og fagna an­kanna­legri kveðju Elons Musks spyr fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra Ís­lands hvort ís­lensk­ir fjöl­miðl­ar ætli í al­vöru að flytja þá fals­frétt að handa­hreyf­ing sem leit út eins og nas­ista­kveðja, frá manni sem veit­ir öfga­full­um sjón­ar­mið­um vængi flesta daga, hafi ver­ið nas­ista­kveðja.
Yfirgangstal með óþægilega hliðstæðu
4
StjórnmálBandaríki Trumps

Yf­ir­gangstal með óþægi­lega hlið­stæðu

Embætt­i­staka Don­alds Trumps vek­ur upp spurn­ing­ar sem við Ís­lend­ing­ar þurf­um að hugsa alla leið, með­al ann­ars í ljósi yf­ir­lýs­inga hans gagn­vart Græn­landi og Kan­ada, seg­ir Frið­jón R. Frið­jóns­son borg­ar­full­trúi. Hann kveðst einnig hafa „óþæg­inda­til­finn­ingu“ gagn­vart því að vellauð­ug­ir tækni­brós­ar hjúfri sig upp að Trump, sem nú fer á ný með fram­kvæmda­vald­ið í lang­vold­ug­asta ríki heims.
Birkir tapaði fyrir ríkinu í Strassborg
6
Fréttir

Birk­ir tap­aði fyr­ir rík­inu í Strass­borg

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu hafn­aði öll­um kæru­lið­um Birk­is Krist­ins­son­ar vegna máls­með­ferð­ar fyr­ir ís­lensk­um dóm­stól­um. Birk­ir var dæmd­ur til fang­elsis­vist­ar í Hæsta­rétt­ið ár­ið 2015 vegna við­skipta Glitn­is en hann var starfs­mað­ur einka­banka­þjón­ustu hans. MDE taldi ís­lenska rík­ið hins veg­ar hafa brot­ið gegn rétti Jó­hann­es­ar Bald­urs­son­ar til rétt­látr­ar máls­með­ferð­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
3
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.
Það rís úr djúpinu 1: Gríðarlegt vatnsmagn leynist á 660 kílómetra dýpi, og demantar
4
Flækjusagan

Það rís úr djúp­inu 1: Gríð­ar­legt vatns­magn leyn­ist á 660 kíló­metra dýpi, og dem­ant­ar

Fyr­ir fá­ein­um dög­um birti vef­rit­ið Science Al­ert fregn um rann­sókn, sem raun­ar var gerð ár­ið 2022, en hef­ur ekki far­ið hátt fyrr en nú. Hér er frá­sögn Science Al­ert. Rann­sak­að­ur var ör­lít­ill dem­ant­ur sem fund­ist hafði í dem­antanámu í rík­inu Bótsvana í suð­ur­hluta Afr­íku. Hér er sagt frá þeirri rann­sókn í vef­rit­inu Nature.com. Í ljós kom að dem­ant­ur­inn hafði mynd­ast...
Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
6
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.

Mest lesið í mánuðinum

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
1
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
2
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár