Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Rúmlega helmingur þjóðarinnar telur stéttaskiptingu vera mikla á Íslandi

Mark­tæk­ur mun­ur á við­horf­um kjós­enda Sjálf­stæð­is­flokks­ins og Við­reisn­ar til stétta­skipt­ing­ar og ójöfn­uð­ar í sam­fé­lag­inu og kjós­end­um flestra annarra flokka. Kjós­end­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins og Við­reisn­ar telja fé­lags­leg­an jöfn­uð meiri en kjós­end­ur annarra flokka. Rann­sókn­ir sýna að ójöfn­uð­ur hef­ur auk­ist á Ís­landi síð­ast­lið­in 30 ár. Stund­in birt­ir við­horfs­könn­un um stétta­skipt­ingu á Ís­landi.

Alls 56 prósent Íslendinga telja stéttaskiptingu á Íslandi vera mikla á Íslandi og rúmlega 87 prósent telja að sumir hafi meiri möguleika en aðrir til að komast áfram í lífinu. Einungis 19 prósent telja stéttaskiptingu á Íslandi litla eða enga og 12,7 prósent segja alla Íslendinga hafa jafna möguleika á að komast áfram í lífinu. Þetta kemur fram í skoðanakönnun sem fyrirtækið Maskína gerði fyrir Stundina dagana 15. til 20. febrúar síðastliðinn. 858 manns  á aldrinum 18 til 75 ára, alls staðar að á landinu, svöruðu spurningakönnun á netinu um viðhorf sín til stéttaskiptingar á Íslandi. 

Niðurstöðurnar úr skoðanakönnuninni benda til að meirihluti Íslendinga beri þá tilfinningu í brjósti að stéttaskipting á Íslandi sé talsverð þegar kemur að möguleikum manna á að lánast í lífinu sé misskipt eftir þjóðfélags- og efnahagsstöðu. Sögulega séð má segja að sú skoðun hafi verið nokkuð útbreidd meðal Íslendinga að stéttaskipting sé lítil eða engin …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Velferðarmál

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár