Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Ríkt fólk líklegra til að vera siðlaust

Sjö rann­sókn­ir vís­inda­manna benda til þess að meiri lík­ur séu á að ein­stak­ling­ar í efri stétt­um sam­fé­lags­ins sýni sið­lausa hegð­un en þeir sem eru lægra sett­ir. Eru tekju­há­ir lík­legri til að brjóta um­ferð­ar­lög, stela sæl­gæti af börn­um, svindla í spil­um og ljúga.

Ríkt fólk líklegra til að vera siðlaust
Ekki sama Jón og séra Jón. Hefur auður áhrif á hugarfar?

Í rannsókn sem birtist í vísindatímaritinu PNAS [e. Proceedings of the National Academy of Sciences] kemur fram að tekjuháir einstaklingar eru mun líklegri til að sýna siðlausa hegðun en tekjulágir. Er niðurstaðan jafnframt sú að tekjuháir séu líklegri til að brjóta umferðarlög, stela sælgæti af börnum, svindla í spilum og ljúga.

Dýrir bílar brjóta lög

Rannsóknin fór bæði fram inni á rannsóknarstofum og úti í samfélaginu. Í fyrstu tveimur tilraununum var fylgst með því hvort menn fylgdu umferðarlögum og sýndu almenna kurteisi í akstri. Var þeim skipt í fimm flokka eftir verði bílanna sem þeir óku á, allt frá notaðri Toyotu Corollu upp í glænýjan Mercedes Bens. Í fyrstu tilrauninni var athugað hvort ökumenn hlýddu stöðvunarskyldu á gatnamótum með STOP-skilti. Af þeim 250 bílum sem fylgst var með brutu 8% ökumanna í ódýrasta flokknum lögin, en 30% í þeim dýrasta.

Niðurstaðan var svipuð þegar fylgst var með því hvort bílar stoppuðu fyrir gangandi vegfaranda á gangbraut. Af þeim 150 bílum sem fylgst var með stoppuðu allir bílarnir í ódýrasta flokknum, en þeim sem ekki stoppuðu fjölgaði hratt eftir því sem bílarnir voru fínni, og í dýrasta flokknum stoppuðu aðeins 54% ökumanna.

Vel stæðir stela

Önnur könnun sem vísindamennirnir gerðu var inni á rannsóknarstofu, þar sem 105 einstaklingar voru spurðir spurninga varðandi siðferði þeirra. Dæmi um spurningar voru hvort þátttakendur myndu stela, til dæmis mat af veitingastað sem þeir innu á, pappír af skrifstofunni og svo framvegis. Voru tekjuhærri einstaklingar mun líklegri til þess að stunda þjófnað og staðfestu niðurstöður rannsóknarinnar þá kenningu vísindamanna að „hærri tekjur og stéttarstaðar eykur mjög líkurnar á siðleysi í ákvarðanatöku.“

Í annarri könnun af svipuðum toga voru tekjuháir þátttakendur mun líklegri til að svindla í teningaspili, þar sem peningar voru í vinning, en tekjulægri. Einnig kom fram að tekjuháir voru líklegri til að taka nammi úr skál sem þeim var sagt að væri handa börnum í annarri tilraun, en þeir sem voru tekjulægri.

Í greininni, sem vísindamennirnir birtu árið 2012, skrifuðu þeir meðal annars að græðgi væri vissulega til staðar í öllum stéttum, en að græðgi, sem helsti hvatinn í lífi fólks, virtist ekki vera jafnt skipt eftir þjóðfélagsstöðu og tekjum.

Heimild:
“Higher Social Class Predicts Increased Unethical Behavior,” Paul K. Piff, Daniel M. Stancata, Stéphane Côté, Rodolfo Mendoza-Denton, and Dacher Keltner, Proceedings of the National Academy of Sciences (2012)

(Umfjöllun PBS um málið.)

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Umferðarmenning

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
2
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár