Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Birgitta gengin úr Pírötum: Fúl yfir því að þingflokkurinn vilji ekki nýta sér þekkingu hennar

Seg­ist orð­in of göm­ul til að elt­ast við að fá fólk til að líka við sig. „Ég sé bara ekki neinn rosa­leg­an mun orð­ið á Pír­öt­um og öðr­um flokk­um.“

Birgitta gengin úr Pírötum: Fúl yfir því að þingflokkurinn vilji ekki nýta sér þekkingu hennar
Hætt í Pírötum Birgitta Jónsdóttir segir að hún nenni ekki að troða sér upp á fólk sem vilji ekki vinna með henni. Mynd: Pressphotos

Birgitta Jónsdóttir, einn af stofnendum Pírata og fyrrum þingmaður flokksins, er gengin úr flokknum. „Það er orðið dálítið síðan, ég er búinn að vera að gefa vísbendingar um þetta og mér finnst eiginlega ótrúlegt að enginn hafi kveikt á þessu fyrr,“ segir Birgitta í samtali við Stundina. Birgitta segir Pírötum ekki hafa tekist ætlunarverk sitt, að breyta kerfinu, en auk þess hafi henni markvisst verið haldið utan við starf flokksins eftir að hún ákvað að gefa ekki áfram kost á sér á þing. Hún nenni ekki að troða sér upp á fólk sem ekki vilji vinna með sér.

Segir Pírata ekki hafa náð markmiðum sínum

Birgitta lýsti því yfir í september á síðasta ári að hún hyggðist ekki gefa kost á sér til setu á lista Pírata fyrir Alþingiskosningar í lok október það sama ár. Hún hefur nú sagt skilið við flokkinn. „Ég sat átta ár á Alþingi, tók þátt í að stofna stjórnmálaafl sem hafði háleit markmið um kerfisbreytingar í kjölfar hrunsins. Það verður bara að segjast að það hefur ákaflega lítið breyst. Við erum enn með sama bankakerfið, fjölmiðlar glíma við lögbönn og svo framvegis. Píratar víða um heim hafa einhvern veginn ekki náð að koma því fram sem þeir voru stofnaðir til að gera. Þegar við fórum fyrst fram hér heima þá var því til dæmis lofað að ef tvö prósent Íslendinga myndu styðja við einhverja hugmynd á vefnum Betra Ísland, sem við tókum undir okkar væng, þá myndum við fara með það mál inn á þing. Það hefur hins vegar engin alvöru vinna, tími eða peningar farið í að kenna fólki að nota Betra Ísland og því er almenningur enn algjörlega óvirkur þátttakandi í lýðræðislegri vinnu.“

„Eftir að ég ákvað að gefa ekki kost á mér áfram var mér markvisst haldið utan við alla kosningabaráttu flokksins“

Birgitta segir að henni finnist Píratar orðnir samdauna valdakerfinu. „Ég er að vonast til að Píratar taki sig saman í andlitinu varðandi þessi mál því ef við viljum breyta einhverju þá verðum við líka að breyta því hvernig við högum okkur innan kerfisins. Að verða ekki bara samdauna því og festast inni í þessum valdastrúktúr. Ég sé bara ekki neinn roslalegan mun á Pírötum og öðrum flokkum. Ef við breytum ekki kerfinu þá er alveg sama hver vinnur innan þess, viðkomandi mun ekki ráða við stærsta stjórnmálaafl landsins, sem er embættismannakerfið.“

Boð um heiðurssæti afturkallað

Frægt varð að mikil átök geysuðu innan þingflokks Pírata árið 2016, svo miklar raunar að leitað var til vinnustaðasálfræðings til að reyna að leysa deilurnar. Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, líkti samstarfinu við ofbeldissamband og ákvað hann að gefa ekki kost á sér fyrir kosningarnar árið 2016. Hann hafði raunar gagnrýnt Birgittu fyrir að standa ekki við yfirlýsingu sína sem hún gaf fyrir kosningarnar 2013, um að næsta kjörtímabil yrði hennar síðasta. Hún skipti hins vegar um skoðun og gaf áfram kost á sér. Spurð hvort ákvörðun hennar nú, um að ganga úr flokknum, hafi eitthvað með persónulegan ágreining hennar við aðra í forystu Pírata að gera, svarar Birgitta því til að hún nenni einfaldlega ekki að troða sér upp á fólk sem vilji ekkert hafa með hana að gera. „Auðvitað er ég hundfúl yfir því að mér finnst þingflokkurinn ekki hafa gert neitt til að nýta sér mína þekkingu og reynslu. Eftir að ég ákvað að gefa ekki kost á mér áfram var mér markvisst haldið utan við alla kosningabaráttu flokksins. Mér var boðið heiðurssæti á lista en svo var allt í einu hætt við það því það gæti haft vond áhrif á Sjálfstæðisflokkinn. Ég bara nenni þessu ekki. Ég var svona krakki sem hinir krakkarnir voru að stinga af, skilja út undan, og ég er bara orðin of gömul til að eltast við að fá fólk til að vinna með mér eða líka við mig. Þau hafa auðvitað fullan rétt til þess en ég nenni ekki að vera að troða mér upp á það fólk. Það eru ábyggilega fullt af ástæðum fyrir því, ég er bara eins og ég er, hvatvís og passa ekki inn í venjuleg stjórnmál. Þetta er ekki af því ég er í fýlu við einhvern, ég nenni bara ekki að troða mér upp á fólk.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
3
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
6
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár