Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Birgitta gengin úr Pírötum: Fúl yfir því að þingflokkurinn vilji ekki nýta sér þekkingu hennar

Seg­ist orð­in of göm­ul til að elt­ast við að fá fólk til að líka við sig. „Ég sé bara ekki neinn rosa­leg­an mun orð­ið á Pír­öt­um og öðr­um flokk­um.“

Birgitta gengin úr Pírötum: Fúl yfir því að þingflokkurinn vilji ekki nýta sér þekkingu hennar
Hætt í Pírötum Birgitta Jónsdóttir segir að hún nenni ekki að troða sér upp á fólk sem vilji ekki vinna með henni. Mynd: Pressphotos

Birgitta Jónsdóttir, einn af stofnendum Pírata og fyrrum þingmaður flokksins, er gengin úr flokknum. „Það er orðið dálítið síðan, ég er búinn að vera að gefa vísbendingar um þetta og mér finnst eiginlega ótrúlegt að enginn hafi kveikt á þessu fyrr,“ segir Birgitta í samtali við Stundina. Birgitta segir Pírötum ekki hafa tekist ætlunarverk sitt, að breyta kerfinu, en auk þess hafi henni markvisst verið haldið utan við starf flokksins eftir að hún ákvað að gefa ekki áfram kost á sér á þing. Hún nenni ekki að troða sér upp á fólk sem ekki vilji vinna með sér.

Segir Pírata ekki hafa náð markmiðum sínum

Birgitta lýsti því yfir í september á síðasta ári að hún hyggðist ekki gefa kost á sér til setu á lista Pírata fyrir Alþingiskosningar í lok október það sama ár. Hún hefur nú sagt skilið við flokkinn. „Ég sat átta ár á Alþingi, tók þátt í að stofna stjórnmálaafl sem hafði háleit markmið um kerfisbreytingar í kjölfar hrunsins. Það verður bara að segjast að það hefur ákaflega lítið breyst. Við erum enn með sama bankakerfið, fjölmiðlar glíma við lögbönn og svo framvegis. Píratar víða um heim hafa einhvern veginn ekki náð að koma því fram sem þeir voru stofnaðir til að gera. Þegar við fórum fyrst fram hér heima þá var því til dæmis lofað að ef tvö prósent Íslendinga myndu styðja við einhverja hugmynd á vefnum Betra Ísland, sem við tókum undir okkar væng, þá myndum við fara með það mál inn á þing. Það hefur hins vegar engin alvöru vinna, tími eða peningar farið í að kenna fólki að nota Betra Ísland og því er almenningur enn algjörlega óvirkur þátttakandi í lýðræðislegri vinnu.“

„Eftir að ég ákvað að gefa ekki kost á mér áfram var mér markvisst haldið utan við alla kosningabaráttu flokksins“

Birgitta segir að henni finnist Píratar orðnir samdauna valdakerfinu. „Ég er að vonast til að Píratar taki sig saman í andlitinu varðandi þessi mál því ef við viljum breyta einhverju þá verðum við líka að breyta því hvernig við högum okkur innan kerfisins. Að verða ekki bara samdauna því og festast inni í þessum valdastrúktúr. Ég sé bara ekki neinn roslalegan mun á Pírötum og öðrum flokkum. Ef við breytum ekki kerfinu þá er alveg sama hver vinnur innan þess, viðkomandi mun ekki ráða við stærsta stjórnmálaafl landsins, sem er embættismannakerfið.“

Boð um heiðurssæti afturkallað

Frægt varð að mikil átök geysuðu innan þingflokks Pírata árið 2016, svo miklar raunar að leitað var til vinnustaðasálfræðings til að reyna að leysa deilurnar. Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, líkti samstarfinu við ofbeldissamband og ákvað hann að gefa ekki kost á sér fyrir kosningarnar árið 2016. Hann hafði raunar gagnrýnt Birgittu fyrir að standa ekki við yfirlýsingu sína sem hún gaf fyrir kosningarnar 2013, um að næsta kjörtímabil yrði hennar síðasta. Hún skipti hins vegar um skoðun og gaf áfram kost á sér. Spurð hvort ákvörðun hennar nú, um að ganga úr flokknum, hafi eitthvað með persónulegan ágreining hennar við aðra í forystu Pírata að gera, svarar Birgitta því til að hún nenni einfaldlega ekki að troða sér upp á fólk sem vilji ekkert hafa með hana að gera. „Auðvitað er ég hundfúl yfir því að mér finnst þingflokkurinn ekki hafa gert neitt til að nýta sér mína þekkingu og reynslu. Eftir að ég ákvað að gefa ekki kost á mér áfram var mér markvisst haldið utan við alla kosningabaráttu flokksins. Mér var boðið heiðurssæti á lista en svo var allt í einu hætt við það því það gæti haft vond áhrif á Sjálfstæðisflokkinn. Ég bara nenni þessu ekki. Ég var svona krakki sem hinir krakkarnir voru að stinga af, skilja út undan, og ég er bara orðin of gömul til að eltast við að fá fólk til að vinna með mér eða líka við mig. Þau hafa auðvitað fullan rétt til þess en ég nenni ekki að vera að troða mér upp á það fólk. Það eru ábyggilega fullt af ástæðum fyrir því, ég er bara eins og ég er, hvatvís og passa ekki inn í venjuleg stjórnmál. Þetta er ekki af því ég er í fýlu við einhvern, ég nenni bara ekki að troða mér upp á fólk.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
2
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
6
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu