Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Píratar í herkví

Víð­tækr­ar óánægju gæt­ir inn­an raða Pírata með vinnu­brögð og fram­göngu Birgittu Jóns­dótt­ur, þing­manns flokks­ins. Flokks­menn segja hana snið­ganga innri verk­ferla með ólýð­ræð­is­leg­um hætti. Þá taki hún sér leið­toga­hlut­verk í flokki sem gangi út á leið­toga­leysi. Ástand­ið inn­an hreyf­ing­ar­inn­ar er eld­fim­ara en marg­ir vilja vera láta. Stund­in ræddi við á ann­an tug Pírata sem gegna trún­að­ar­störf­um fyr­ir flokk­inn.

Átök og orðahnippingar forystufólks Pírata síðustu daga hafa varla farið fram hjá lesendum. Deilur þessar, sem hafa samkvæmt heimildum Stundarinnar kraumað undir niðri með einum eða öðrum hætti mánuðum saman, sprungu fyrst út fyrir allra augum í umræðum á Pírataspjallinu í síðustu viku. Þar gagnrýndi Erna Ýr Öldudóttir, formaður framkvæmdaráðs Pírata, Birgittu Jónsdóttur harkalega með eftirfarandi orðum: „Það er gjörsamlega óþolandi að þingmaður láti endurtekið titla sig sem leiðtoga eða formann eða kaptein flokksins án þess að vera það. Koma svo með yfirlýsingar í fjölmiðlum um hitt eða þetta án þess að hafa til þess umboð frá félagsmönnum. Svona sólóplay og röng framsetning á sannleikanum er óheiðarleg, bæði gagnvart flokknum, félagsmönnum, kjósendum og þeim reglum og ferlum sem Píratar notast við.“  

Stundin hefur rætt við á annan tug einstaklinga sem gegna trúnaðarstörfum fyrir Pírata. Þeir sammælast margir hverjir um það að Erna Ýr hafi haft nokkuð til síns máls, þó að hún hefði mátt setja gagnrýni sína fram með mildari hætti. Samkvæmt hugmyndafræði Pírata á að ríkja flatt skipulag í flokknum þar sem enginn er formaður. Lög kveða hins vegar á um að flokkurinn sé með formann, varaformann og ritara og hafa þingmennirnir látið þessi hlutverk ganga á milli sín. Heimildir Stundarinnar herma að það 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Fylgi stjórnmálaflokka

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár