Í nýrri könnun MMR á fylgi stjórnmálaflokka er talsverð breyting á fylgi flestra flokka frá nýafstöðnum kosningum. Mestu tapa Píratar sem fengu 14,5% í kosningunum en fá aðeins 11,9% í könnuninni. Sjálfstæðisflokkurinn tapar einnig fylgi, fer úr 29% niður í 26%.
Sá flokkur sem mestu bætir við sig er hinsvegar Vinstrihreyfingin - grænt framboð, sem fer úr 15,9% í 20,7%. Björt framtíð bætir einnig við sig, fékk 7,2% í kosningunum en fer í 9,6%. Viðreisn heldur sig á svipuðum slóðum, var með 10,5% í kosningunum en mælist nú með 10,6%, sem og Samfylkingin sem fékk 5,7% í kosningunum en mælist nú með 5,6%.
Aðrir flokkar mældum um og undir 3%. Könnunin var framkvæmd dagana 7. til 14. nóvember 2016 og var heildarfjöldi svarenda 904 einstaklingar, 18 ára og eldri.
Athugasemdir