Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Ris og fall þýskra Pírata

Pírat­ar uxu á tíma­bili hrað­ar en nokk­ur stjórn­mála­hreyf­ing Þýska­lands en þeir voru líka fljót­ir að missa flug­ið. Mart­in Delius, fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóri þing­flokks þýskra Pírata, út­skýr­ir hvað fór af­vega hjá flokkn­um og miðl­ar af reynslu sinni til ís­lenskra Pírata.

Þýska Píratapartýið var stofnað árið 2006, um einu og hálfu ári eftir að slík stjórnmálahreyfing varð fyrst til í Svíþjóð. Í fyrstu var um litla grasrótarhreyfingu að ræða sem barðist fyrir auknu upplýsingafrelsi og gegn hvers kyns ritskoðun á veraldarvefnum. Segja má að flokkurinn hafi fyrst komist á blað árið 2009 þegar hann náði þrjú prósent fylgi í almennum kosningum til þings. Það var svo tveimur árum síðar, eða árið 2011, sem Píratar í Þýskalandi unnu stórsigur þegar þeir fengu fimmtán manneskjur kjörnar inn á þing með 8,9 prósent kosningu í höfuðborg landsins, Berlín. Ári seinna vann flokkurinn enn frekari sigra víðar í Þýskalandi. Þessi öri vöxtur hins nýja stjórnmálaafls var algjört einsdæmi í seinni tíma stjórnmálasögu Þýskalands og framtíðin virtist björt.

Það fór hins vegar fljótlega að fjara undan hjá þýskum Pírötum. Innanflokksdeilur birtust fyrir allra augum á spjallborðum flokksins og fjölmiðlar tóku til við að fjalla um hver átökin á fætur öðrum. Oftar en ekki var verið að takast á um persónur frekar en pólitík og skítkast flokksmeðlima í garð hver annars gat verið gróft og rætið. Hreyfingin klofnaði smám saman í smærri einingar þar sem hver höndin var upp á móti annarri. Árið 2014 var Píratapartýið, sem hafði birst mörgum Þjóðverjum sem ferskur vindur inn í þýska pólitík, ekki svipur hjá sjón og fjölmargir þingmenn flokksins höfðu til að mynda sagt sig úr flokknum.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Fylgi stjórnmálaflokka

Píratar í herkví
Úttekt

Pírat­ar í herkví

Víð­tækr­ar óánægju gæt­ir inn­an raða Pírata með vinnu­brögð og fram­göngu Birgittu Jóns­dótt­ur, þing­manns flokks­ins. Flokks­menn segja hana snið­ganga innri verk­ferla með ólýð­ræð­is­leg­um hætti. Þá taki hún sér leið­toga­hlut­verk í flokki sem gangi út á leið­toga­leysi. Ástand­ið inn­an hreyf­ing­ar­inn­ar er eld­fim­ara en marg­ir vilja vera láta. Stund­in ræddi við á ann­an tug Pírata sem gegna trún­að­ar­störf­um fyr­ir flokk­inn.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár