Vinstrihreyfingin grænt framboð mælist með 12,9 prósenta fylgi samkvæmt nýrri könnun MMR sem framkvæmd var dagana 15. til 22. júlí. Flokkurinn var hins vegar með 18 prósenta fylgi í síðustu könnun og 17,2 prósent þar áður.
Píratar mælast sem stærsti flokkurinn með 26,8 prósent borið saman við 24,3 prósent í síðustu könnun. Sjálfstæðisflokkurinn nýtur 24 prósenta fylgis en var með 25,3 prósent síðast. 9,4 prósent svarenda ætla að kjósa nýja flokkinn Viðreisn.
Þá eru Samfylkingin og Framsóknarflokkurinn með jafn mikið fylgi, eða 8,4 prósent. Björt framtíð nýtur 3,9 prósenta fylgis.
Athugasemdir