Morgunblaðið fullyrðir að helsta baráttumál Pírata snúi að niðurhali af internetinu og veltir því upp hvort Smári McCarthy, einn af stofnendum flokksins, geti „halað þjóðina á hærra plan”.
Staksteinar blaðsins í dag fjalla um Pírata sem notið hafa gríðarlegra vinsælda á liðnu ári samkvæmt skoðanakönnunum. Er spjótunum nú beint að Smára, forritara sem býr í Sarajevó og vinnur við rannsóknir á skipulagðri glæpastarfsemi og spillingu. Tilefnið er pistill eftir hann á Stundinni þar sem fjallað er um Pírataspjallið og fréttaflutning af umræðum sem farið hafa fram á þeim vettvangi.
Athugasemdir