Heildarkostnaður danska þjóðþingsins, Folketinget, vegna aksturs 179 þingmanna þess á eigin bifreiðum nam tæplega 46 milljónum króna árið 2016 en kostnaður íslenska ríkisins vegna aksturs tíu þingmanna nam tæpum 38 milljónum króna á sama tímabili. Danska þingið neitar hins vegar að veita upplýsingar um akstursgreiðslur einstakra þingmanna með nöfnum þeirra. Raunar var það svo á Íslandi að þeir tíu þingmenn sem keyrðu mest árið 2016 – Alþingi hefur neitað að upplýsa nöfn þeirra – fengu alla þá fjármuni sem íslenska ríkið greiddi til þingmanna vegna aksturs þeirra á eigin bifreiðum, 37.791.690 krónur.
Norska þingið veitir hins vegar þessar upplýsingar, rétt eins og sænska þingið hefur gert, og sendi Stundinni yfirlit í rúmlega 5.000 þúsund bókhaldsfærslum um allar akstursgreiðslur til allra 169 norsku þingmannanna í fyrra auk samantekinna upplýsinga um árin 2015 og 2016. Skoðun Stundarinnar á yfirlitinu yfir akstur norskra þingmanna sýnir fram á að ökuglaðasti norski þingmaðurinn, Bård Hoksrud, …
Athugasemdir