Studdi tillögu gegn falsfréttum erlendis en ekki hér heima
Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmaður Miðflokksins, stendur ekki að þingsályktunartillögu um baráttu gegn upplýsingaóreiðu, en samþykkti þó sams konar tillögu í nefnd Norðurlandaráðs í september. Hún segir ekki tilefni til að breyta umhverfinu á grundvelli falsfrétta sem dreift var í Brexit-kosningunum og þegar Trump var kjörinn 2016.
Fréttir
Leggja til nýjan starfshóp gegn upplýsingaóreiðu
Þingmenn kalla eftir aðgerðum og lagabreytingum gegn falsfréttum, sem geti ógnað kosningum, þjóðaröryggi og eitrað samfélagsumræðu. Fólk eldra en 65 ára er sagt líklegast til að dreifa falsfréttum.
Fréttir
Silja Dögg hefur áhyggjur af framferði pólskra stjórnvalda
Forseti Norðurlandaráðs segir aðgerðir yfirvalda í Póllandi á skjön við hugsjónir norrænna stjórnmálamanna. Valdhafar breyti dómskerfinu, skipti sér af starfi fjölmiðla og séu fordómafullir í garð hinsegin fólks.
Silja Dögg Gunnarsdóttir þingkona sagði rithöfundinn Jonas Eika hafa misnotað aðstöðu sína þegar hann gagnrýndi danska forsætisráðherrann við afhendingu bókmenntaverðlauna Noðurlandaráðs. Eika stendur við gagnrýni sína og hafnar orðum Silju Daggar.
Fréttir
„Fólk sem faldi peninga í Panama, laug ítrekað að þjóðinni, mætti ekki til vinnu í heilt ár en þáði samt laun“
Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingkona Framsóknarflokksins, fer hörðum orðum um þingmenn Miðflokksins og segir þá skíthrædda við erlent samstarf.
FréttirKlausturmálið
„Mér finnst þetta dapurt“
Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, er furðulostinn yfir ummælum þingmanna Flokks fólksins og Miðflokksins. Framkvæmdastjórn og stjórn flokksins kemur saman vegna málsins seinna í dag.
Fréttir
„Ég get ekki séð fyrir mér að þessir menn sitji áfram á Alþingi Íslendinga“
Oddný Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi formaður flokksins, segir þingmenn hafa stigið yfir „línuna stóru“ með ummælum sínum. Hún segir þeim ekki lengur sætt á Alþingi.
FréttirKlausturmálið
Þingmenn úthúðuðu stjórnmálakonum: „Hún er miklu minna hot í ár“
Þingmenn Miðflokksins létu gróf orð falla um kvenkyns stjórnmálamenn og sögðu eðlilegt að kona yrði látin gjalda fyrir það í prófkjörum að vera ekki jafn „hot“ og áður. „Það fellur hratt á hana“.
Fréttir
Þingkona Framsóknar líkir aðferðum Sigmundar við aðferðir einræðisherra
Silja Dögg Gunnarsdóttir segir fyrrverandi formann sinn hvorki hugrakkan né kjarkmikinn. Sigmundur Davíð hafi í heilt ár vart mætt til vinnu en nýtt tímann á þingfararkaupi við að stofna flokk utan um sig á bak við félaga sína.
Rannsókn
Ásmundur fékk nærri fjórum sinnum meira í akstursgjöld en ökuglaðasti norski þingmaðurinn
Noregur og Svíþjóð veittu Stundinni ítarlegt yfirlit yfir akstursgjöld þingmanna sinna. Danmörk, eins og Ísland, veitir ekki þessar upplýsingar en þar eru greiðslur lægri og reglur skýrari. Ásmundur Friðriksson er að öllum líkindum Norðurlandameistari í akstri á eigin bifreið í vinnunni. Endurgreiðslur til íslenskra þingmanna á hvern keyrðan kílómetra eru miklu hærri á Íslandi en í Svíþjóð og Noregi.
FréttirUmskurður barna
Varar við harkalegum viðbrögðum múslima verði umskurður bannaður
Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins telur hættu á harkalegum viðbrögðum múslima ef frumvarp um umskurð drengja verður að lögum. Brynjar Níelsson spyr hvort hefðir réttlæti það að fjarlægja líkamsparta af börnum.
FréttirHvalveiðar
Eiginmaður þingmanns hefur veitt tíu hrefnur
Hrefnuveiðin í ár verður miklu meiri en í fyrra þegar 29 hrefnur voru veiddar. Þröstur Sigmundsson hóf hrefnuveiðar í vor og eru nú rekin tvö hrefnuveiðifyrirtæki á Íslandi en Gunnar Bergmann Jónsson rekur hitt. Leyfið fyrir veiðunum fylgdi hvalveiðiskipinu sem Þröstur keypti.
Lýsir andlegu ofbeldi fyrrverandi sem hótaði að dreifa nektarmyndum
Edda Pétursdóttir greinir frá andlegu ofbeldi í kjölfar sambandsslita þar sem hún sætti stöðugu áreiti frá fyrrverandi kærasta sínum. Á fyrsta árinu eftir sambandsslitin bárust henni fjölda tölvupósta og smáskilaboða frá manninum þar sem hann ýmist lofaði hana eða rakkaði niður, krafðist viðurkenningar á því að hún hefði ekki verið heiðarleg í sambandinu og hótaði að birta kynferðislegar myndir og myndbönd af henni ef hún færi ekki að vilja hans. Edda ræðir um reynslu sína í hlaðvarpsþættinum Eigin Konur í umsjón Eddu Falak og í samtali við Stundina. Hlaðvarpsþættirnir Eigin Konur verða framvegis birtir á vef Stundarinnar og lokaðir þættir verða opnir áskrifendum Stundarinnar.
2
Rannsókn
8
Jón Baldvin við nemanda: „Viltu hitta mig eftir næsta tíma“
Fimmtán ára stúlka í Hagaskóla hélt dagbók vorið 1970 þar sem hún lýsir kynferðislegum samskiptum við Jón Baldvin Hannibalsson sem þá var 31 árs gamall kennari hennar. Í bréfi sem hann sendi stúlkunni segist hann vilja stinga af frá öllu og liggja í kjöltu hennar.
3
Fréttir
4
Óttaðist fyrrverandi kærasta í tæpan áratug
Edda Pétursdóttir segist í rúm níu ár hafa lifað við stöðugan ótta um að fyrrverandi kærasti hennar myndi láta verða af ítrekuðum hótunum um að dreifa kynferðislegum myndböndum af henni, sem hann hafi tekið upp án hennar vitundar meðan þau voru enn saman. Maðurinn sem hún segir að sé þekktur á Íslandi hafi auk þess áreitt hana með stöðugum tölvupóstsendingum og smáskilaboðum. Hún segir lögreglu hafa latt hana frá því að tilkynna málið.
4
Eigin Konur#75
1
Fylgdi móður sinni í einkaflugvél
Ragnheiður er aðeins 15 ára gömul en hún fór með mömmu sinni til Noregs með einkaflugvél að sækja bræður sína. Samfélagsmiðlar gera börnum kleift að tjá sig opinberlega og hefur Ragnheiður verið að segja sína sögu á miðlinum TikTok. Hún talar opinskátt um málið sitt eftir að barnavernd og sálfræðingur brugðust henni. Hvenær leyfum við rödd barna að heyrast? Í þessu viðtali segir Ragnheiður stuttlega frá því sem hún er nú þegar að tala um á TikTok og hver hennar upplifun á ferðalaginu til Noregs var.
5
Eigin Konur#82
Fjölskyldan flakkaði milli hjólhýsa og hótela: Gagnrýnir að barnavernd skyldi ekki grípa fyrr inn í
„Ég byrjaði alla morgna á að spyrja hvert ég ætti að koma eftir skóla, því maður vissi aldrei hvar maður myndi vera næstu nótt,“ segir Guðrún Dís sem er 19 ára. Í viðtali við Eigin Konur segir hún frá upplifun sinni af því að alast upp hjá móður með áfengisvanda. Hún segir að lífið hafa breyst mjög til hins verra þegar hún var 12 ára því þá hafi mamma hennar byrjað að drekka. Þá hafi fjölskyldan misst heimilið og eftir það flakkað milli hjólhýsa og hótela. Guðrún Dís vildi segja frá sinni hlið mála eftir að móðir hennar opinberaði sögu sína á YouTube. Guðrún Dís hefur lokað á öll samskipti við hana. Guðrún segir að þó mamma hennar glími við veikindi eigi hún ekki að bera ábyrgð á henni. Hún gagnrýnir starfsfólk barnaverndar fyrir að hafa ekki gripið inn í miklu fyrr. Ábyrgðarmaður og ritstjóri Eigin kvenna er Edda Falak.
6
Viðtal
1
Þar sem ósýnilega fólkið býr í borginni
„Þetta var öruggasti staðurinn minn,“ segir Alma Lind Smáradóttir þegar hún opnar inn í ruslageymslu í bílakjallara í Reykjavík. Þarna bjó hún hluta þeirra þriggja ára sem hún þvældist um götur bæjarins. Borgin sést í öðru ljósi þegar hún er séð með augum heimilislausra, ósýnilega fólksins, þeirra sem flestir líta fram hjá eða hrekja burt. Ítarlegt og einlgæt viðtal við Ölmu Lind birtist í 162. tölublaði Stundarinnar og má lesa í heild á slóðinni: https://stundin.is/grein/16051/
7
Viðtal
9
Lifði af þrjú ár á götunni
Alma Lind Smáradóttir endaði á götunni eftir að hún missti son sinn frá sér. Þar þvældist hún um í þrjú ár með sár sem náðu aldrei að gróa. Þegar hún varð barnshafandi á ný mætti barnavernd á fæðingardeildina og fór fram á að hún myndi afsala sér barninu.
8
Fréttir
14
„Hann hefur ekki beðist afsökunar“
Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, sem kallar sig Auður, hefur viðurkennt að hafa farið „yfir mörk“ í samskiptum við konur. Konur lýsa ágengni og meiðandi framkomu sem hann hafi aldrei axlað ábyrgð á.
9
Eigin Konur#80
Helga Sif og Gabríela Bryndís
Helga Sif stígur nú fram í viðtali við Eigin konur eftir að barnsfaðir hennar birti gerðardóm í forsjárdeilu þeirra og nafngreindi hana og börnin á Facebook. Helga Sif og börnin hafa lýst andlegu og kynferðislegu ofbeldi föðurins og börnin segjast hrædd við hann. Sálfræðingar telja hann engu að síður hæfan fyrir dómi. Nú stendur til að færa 10 ára gamalt langveikt barn þeirra til föðurins með lögregluvaldi. Gabríela Bryndís er sálfræðingur og einn af stofnendum Lífs án ofbeldis og hefur verið Helgu til aðstoðar í málinu. Ábyrgðarmaður og ritstjóri Eigin kvenna er Edda Falak.
10
Fréttir
5
Kári svarar færslu Eddu um vændiskaupanda: „Ekki verið að tala um mig“
Kári Stefánsson segist ekki vera maðurinn sem Edda Falak vísar til sem vændiskaupanda, en segist vera með tárum yfir því hvernig komið sé fyrir SÁÁ. Hann hafi ákveðið að hætta í stjórn samtakanna vegna aðdróttana í sinn garð. Edda segist hafa svarað SÁÁ í hálfkæringi, enda skuldi hún engum svör.
Þín áskrift hefur áhrif
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni og Kjarnanum með áskriftum og styrkjum síðan 2013. Með því að kaupa áskrift að Heimildinni styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.