Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Leggja til nýjan starfshóp gegn upplýsingaóreiðu

Þing­menn kalla eft­ir að­gerð­um og laga­breyt­ing­um gegn fals­frétt­um, sem geti ógn­að kosn­ing­um, þjóðarör­yggi og eitr­að sam­fé­lagsum­ræðu. Fólk eldra en 65 ára er sagt lík­leg­ast til að dreifa fals­frétt­um.

Leggja til nýjan starfshóp gegn upplýsingaóreiðu
Silja Dögg Gunnarsdóttir Þingmaður Framsóknarflokks er forseti Norðurlandaráðs. Mynd: framsokn.is

Lagt er til að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra skipi starfshóp um upplýsingaóreiðu, sem hefði það hlutverk að leggja til lagabreytingar og aðgerðir til að hindra útbreiðslu falsfrétta og miðla fræðslu til almennings og fjölmiðla. Þingmenn sem skipa meirihluta Íslandsdeildar Norðurlandaráðs hafa lagt fram þingsályktunartillögu þess efnis á Alþingi.

Nokkur umræða skapaðist í apríl þegar þjóðaröryggisráð stofnaði vinnuhóp til að sporna gegn upplýsingaóreiðu vegna COVID-19 faraldursins. Var honum falið að „kortleggja birtingarmyndir og umfang upplýsingaóreiðu í tengslum við COVID-19 hér á landi og gera tillögur um aðgerðir til þess að sporna gegn henni“. Í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu kom fram að íslensk stjórnvöld væru nú í samstarfi við önnur EES-ríki um að sporna gegn upplýsingaóreiðu og rangfærslum í tengslum við faraldurinn.

Sá starfshópur sem nú er lagður til hefur víðara verksvið en sá fyrri, sem fjallaði eingöngu um faraldurinn. Starfshópnum er falið að leggja til leiðir til að kortleggja dreifingu upplýsingaóreiðu hér á landi, skilgreina ábyrgðarsvið stofnana hérlendis og hvaða aðili skuli sjá um samþættingu verkefna á þessu sviði, gera úttekt á lagaumhverfinu og leggja til nauðsynlegar lagabreytingar og leggja til aðgerðir og skipulag á sviði miðla- og upplýsingalæsis sem nái til allra aldurshópa.

Starfshópnum væri falið að skila skýrslu með tillögum til forsætisráðherra eigi síðar en 1. mars 2022. Ráðherra mundi þá kynna stefnu byggða á tillögum starfshópsins fyrir Alþingi eigi síðar en 1. nóvember 2022.

Eldri en 65 ára líklegust til að dreifa falsfréttum

Ísland fer nú með forsæti í Norðurlandaráði og er Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, forseti þess og fyrsti flutningsmaður tillögunnar. Hefur Ísland beitt sér í þessum málaflokki innan ráðsins.

„Undanfarin ár hefur borið meira á því að villandi og fölskum upplýsingum, svokölluðum falsfréttum, sé dreift og með tilkomu samfélagsmiðla og aukinni notkun þeirra fer vandinn ört vaxandi,“ segir í þingsályktunartillögunni. „Eftir því sem tækninni fleygir fram reynist sífellt erfiðara að greina á milli raunverulegra frétta og falsfrétta. Mikilvægi miðlalæsis hefur því aldrei verið meira, en í hugtakinu felst að einstaklingur geti aðgreint falsfréttir frá raunverulegum fréttum.“

„Hætta er á að notendur samfélagsmiðla festist í vítahring“

Bent er á að falsfréttir geti haft áhrif á kosningaúrslit og lýðræði og dæmi nefnd um forsetakosningarnar í Bandaríkjunum 2016 og þjóðaratkvæðagreiðsluna um Brexit í Stóra-Bretlandi. „Rannsóknir hafa leitt í ljós að erlendir aðilar hafa reynt að hafa áhrif á kosningar með ýmsum aðferðum, þar á meðal með því að dreifa falsfréttum,“ segir í tillögunni. „Megináherslan hér á landi hefur verið lögð á það að efla upplýsinga- og tæknilæsi barna og ungmenna. Erlendar rannsóknir hafa þó sýnt að fólk 65 ára og eldra er líklegast til að deila falsfréttum á samfélagsmiðlum. Hætta er á að notendur samfélagsmiðla festist í vítahring þar sem margvíslegum upplýsingum um notendur miðlanna er safnað og sérsniðnum falsfréttum og áróðri beint að þeim.“

Talið ógna þjóðaröryggi

Upplýsingaóreiða („disinformation“ á ensku) varðar helst umdeild samfélags málefni, að því er segir í tillögunni. „Markmiðið er að dreifa áróðri eða hafa villandi áhrif á samfélagslega umræðu. Upplýsingaóreiða hefur áhrif á getu almennings til að afla sér réttra upplýsinga um stefnu og ákvarðanir stjórnvalda og annað sem varðar hagsmuni hans. Hún eitrar samfélagslega umræðu, eykur spennu á milli ólíkra þjóðfélagshópa og grefur undan kosningakerfum, sem haft getur alvarleg áhrif á þjóðaröryggi.“

„Markmiðið er að dreifa áróðri eða hafa villandi áhrif á samfélagslega umræðu“

Starfshópnum yrði því falið að líta til miðla- og upplýsingalæsis, efla fræðslu fyrir fjölmiðlafólk, opinbera starfsmenn og upplýsingafulltrúa stofnana og skoða skyldur fjölmiðla og samfélagsmiðla í aðdraganda kosninga, meðal annars hvað varðar auglýsingar og birtingu niðurstaðna skoðanakannana. Þá eru nefndar lagabreytingar sem snerta „undirróðursstarfsemi og nafnlausan áróður“, kerfisbundnar rannsóknir á dreifingu falsfrétta og samstarf við nágrannaríki um tæknilausnir til að finna og uppræta upplýsingaröskun á netinu, meðal annars efni sem framleitt er og hlaðið upp með notkun gervigreindar.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Draumurinn um Grænland: „Make Greenland great again“
5
Erlent

Draum­ur­inn um Græn­land: „Make Green­land great again“

Fátt hef­ur vak­ið meiri at­hygli að und­an­förnu en yf­ir­lýs­ing­ar Don­alds Trump um Græn­land og áhuga hans á því að kom­ast þar til áhrifa, jafn­vel með hervaldi. „Make Green­land great again”, sagði for­set­inn til­von­andi í ræðu með stuðn­ings­fólki sínu. Trump er ekki fyrsti for­seti Banda­ríkj­anna sem hef­ur lýst áhuga á að ná yf­ir­ráð­um á Græn­landi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
1
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
3
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.
Læknamistök og handleggsbrot hafa markað ævi Ingu
4
Nærmynd

Læknamis­tök og hand­leggs­brot hafa mark­að ævi Ingu

Ingu Sæ­land fé­lags- og hús­næð­is­mála­ráð­herra var ekki hug­að líf vegna skæðr­ar heila­himnu­bólgu þeg­ar hún var smá­barn. Hún lifði en sjón henn­ar tap­að­ist að miklu leyti. Inga þekk­ir bæði fá­tækt og sár­an missi, gift­ist sama mann­in­um tvisvar með 44 ára milli­bili og komst í úr­slit í X-Factor í milli­tíð­inni. Hand­leggs­brot eig­in­manns­ins og ít­rek­uð læknamis­tök á tí­unda ára­tugn­um steyptu fjöl­skyld­unni í vand­ræði.

Mest lesið í mánuðinum

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
2
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
3
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár