Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Jonas Eika hafnar orðum þingkonu Framsóknarflokksins

Silja Dögg Gunn­ars­dótt­ir þing­kona sagði rit­höf­und­inn Jon­as Eika hafa mis­not­að að­stöðu sína þeg­ar hann gagn­rýndi danska for­sæt­is­ráð­herr­ann við af­hend­ingu bók­mennta­verð­launa Noð­ur­landa­ráðs. Eika stend­ur við gagn­rýni sína og hafn­ar orð­um Silju Dagg­ar.

Jonas Eika hafnar orðum þingkonu Framsóknarflokksins
Vísar orðum Silju Daggar á bug Jonas Eika, handhafi bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs, hafnar þeim orðum Silju Daggar Gunnarsdóttur, þingkonu Framsóknarflokksins, að hann hafi misnotað aðstöðu sína þegar hann gagnrýndi danska forsætisráðherrann Metta Frederiksen fyrir rasíska stefnu, við afhendingu verðlaunanna.

Handahafi bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs, danski rithöfundurinn Jonas Eika, segir engan íbúa Danmerkur hafa viðlíka tækifæri eins og forsætisráðherrann Metta Frederiksen til að komast að í fjölmiðlum og verja skoðanir sínar, stefnu og verk. Í því ljósi hafnar Eika því algjörlega, í samtali við Stundina, að hann hafi með einhverjum hætti misnotað aðstöðu sína við verðlaunaafhendingu Norðurlandaráðs en Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingkona Framsóknarflokksins og einn forseta Norðurlandaráðs, gagnrýndi Eika fyrir ræðu hans. Sagði hún hann hafa misnotað aðstöðu sína og ráðist persónulega að Frederiksen án þess að hún gæri varið sig. Eika segir aftur á móti að Frederiksen hafi ekki gert nokkra tilraun til að svara röksemdafærslu sinni og það segi sína sögu.

„Það er líklega enginn annar sem hefur viðlíka stöðu og tækifæri eins og Mette Frederiksen til að lýsa skoðunum sínum“

Jonas Eika hlaut bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs 29. október við athöfn í Stokkhólmi. Í ræðu sinni við verðlaunaathöfnina gagnrýndi Eika stefnu danskra stjórnvalda í innflytjendamálum harðlega. Sagði hann að Metta Frederiksen forsætisráðherra hefði leitt ríkisstjórn til valda meða því að halda á lofti rasískri orðræðu og rasískri stefnu fyrirrennara hennar. „Mette Frederiksen, sem kallar sig forsætisráðherra barnanna, en rekur stefnu í málum útlendinga sem sundrar fjölskyldum, sem leiðir til fátæktar þeirra og veldur því að bæði börn og fullorðnir verða fyrir langdregnu og niðurbrjótandi ofbeldi í hinum svokölluð „brottvísunarmiðstöðvum“ landsins.“ Hann sagði enn fremur að í Danmörku væri rasisminn bæði menningarlegur og lagalegur. „Í Danmörk er rekinn „ríkisrasismi“.“

Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingkona Framsóknarflokksins, sem kosin var einn forseta Norðurlandaráðs í síðustu viku, gagnrýndi á Morgunvakt Rásar 1 Eika fyrir að hafa gengið yfir strikið þegar hann gagnrýndi Frederiksen og stefnu ríkisstjórnar hennar. „Mér fannst hann misnota aðstöðu sína. Mér fannst ekki rétt af honum að taka einn þingmann Mette Fredriksen fyrir. Hann réðst að henni persónulega og hún gat ekki varið sig úti í salnum. Hann fór yfir strikið að mínu mati,“ sagði Silja Dögg.

„Þrátt fyrir þetta hefur hún, og raunar ekki nokkur einasti annar danskur sósíaldemókrati gert minnstu tilraun til að svara röksemdafærslu minni og sanna með því að stefna þeirra og stefnumál séu ekki rasísk“

Stundin bar þessa gagnrýni Silju Daggar undir Jonas Eika sem hafnaði málflutningi hennar alfarið. Sagði hann danska forsætisráðherrann vera í stöðu til að svara fyrir alla gagnrýni sem sett væri fram á hendur henni en hún hefði kosið að gera það ekki. „Forsætisráðherran hefur heila kynningar- og fjölmiðladeild við höndina og hefur í ofanálag beint aðgengi að fjölmiðlum því sem næst hvenær sem er. Það er líklega enginn annar sem hefur viðlíka stöðu og tækifæri eins og Mette Frederiksen til að lýsa skoðunum sínum, koma þeim á framfæri við fjölmiðla og verja sig þar með. Þrátt fyrir þetta hefur hún, og raunar ekki nokkur einasti annar danskur sósíaldemókrati gert minnstu tilraun til að svara röksemdafærslu minni og sanna með því að stefna þeirra og stefnumál séu ekki rasísk. Að mínu viti segir það sína sögu.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Draumurinn um Grænland: „Make Greenland great again“
5
Erlent

Draum­ur­inn um Græn­land: „Make Green­land great again“

Fátt hef­ur vak­ið meiri at­hygli að und­an­förnu en yf­ir­lýs­ing­ar Don­alds Trump um Græn­land og áhuga hans á því að kom­ast þar til áhrifa, jafn­vel með hervaldi. „Make Green­land great again”, sagði for­set­inn til­von­andi í ræðu með stuðn­ings­fólki sínu. Trump er ekki fyrsti for­seti Banda­ríkj­anna sem hef­ur lýst áhuga á að ná yf­ir­ráð­um á Græn­landi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
1
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
3
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.
Læknamistök og handleggsbrot hafa markað ævi Ingu
4
Nærmynd

Læknamis­tök og hand­leggs­brot hafa mark­að ævi Ingu

Ingu Sæ­land fé­lags- og hús­næð­is­mála­ráð­herra var ekki hug­að líf vegna skæðr­ar heila­himnu­bólgu þeg­ar hún var smá­barn. Hún lifði en sjón henn­ar tap­að­ist að miklu leyti. Inga þekk­ir bæði fá­tækt og sár­an missi, gift­ist sama mann­in­um tvisvar með 44 ára milli­bili og komst í úr­slit í X-Factor í milli­tíð­inni. Hand­leggs­brot eig­in­manns­ins og ít­rek­uð læknamis­tök á tí­unda ára­tugn­um steyptu fjöl­skyld­unni í vand­ræði.

Mest lesið í mánuðinum

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
2
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
3
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár