Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Konur hvattar til að splæsa á maka og vini í nýrri herferð gegn kynjamisrétti

Her­ferð að norskri fyr­ir­mynd ýtt úr vör í kvöld. Myllu­merk­ið #húnsplæs­ir not­að til að vekja at­hygli á ómeð­vit­uðu kynjam­is­rétti í sam­fé­lag­inu.

Konur hvattar til að splæsa á maka og vini í nýrri herferð gegn kynjamisrétti
Kynbundið misrétti ekki bara kvennamál Fjóla Dögg Sigurðardóttir, sem er í forsvari fyrir herferðinni #húnsplæsir, segir að markmiðið sé að velti fyrir sér hvort það sjálft sé ómeðvitað að gera eitthvað sem næri staðalímyndir um hlutverk kynjanna. Mynd: Freyr Rögnvaldsson

„Kynbundið misrétti er ekki bara kvennamál, heldur mál sem varðar okkur öll. Markmiðið er að fá fólk til að gera sér grein fyrir því hvað kynbundið misrétti snertir marga, jafnvel litla, þætti í okkar daglega lífi.“ Þetta segir Fjóla Dögg Sigurðardóttir, læknir, sem er í forsvari fyrir #húnsplæsir herferðina sem hefst í kvöld með viðburði í Hannesarholti.

Herferðin er að norskri fyrirmynd og er markmið hennar að hefja umræðu um ómeðvitaða kynjamismunum í daglegu lífi og þau neikvæðu áhrif sem slík mismunum hefur á samfélagið. Fjóla hefur tekið þátt í herferðinni úti í Noregi og segir í samtali við Stundina að henni hafi þótt mikilvægt að sama umræða færi af stað hér á Íslandi. „Marie Louise Sunde, kollegi minn sem hóf herferðina úti í Noregi, gerði það vegna þess að hún tók eftir því að lítið mál var að fá konur til að taka þátt í jafnréttisumræðunni en að fá karlmenn inn í umræðuna var mun erfiðara. Hún vildi gera sitt til að breyta því enda er kynbundið misrétti mál sem varðar alla.“

Ójafnvægi í viðskiptalífinu

Samtökin sem standa að baki #húnsplæsir, sem í Noregi kallast #hunspanderer, hafa staðið fyrir tveimur herferðum sem hafa skilað miklu umtali og vitundarvakningu þar úti. Verkefnið hefur þá teygt sig víðar, meðal annars til Bretlands, Kanada, Ástralíu og Bandaríkjanna. Í ár var sjónum fyrst og fremst beint að viðskiptlífinu í Noregi. „Þó að þrjár valdamestu stöðurnar í norskri pólitík séu mannaðar konum þá er enn mikið ójafnvægi í viðskiptalífinu, ekki síst í fjármálageiranum, og dæmi um að fyrirtækjum sé eingöngu stýrt af karlmönnum. Því vildum við beina sjónum að því að jafnrétti er líka efnahagsmál. Rannsóknir hafa sýnt að fyrirtæki þar sem kynjahlutföll eru sem jöfnust, þeim vegnar betur,“ segir Fjóla.

„Markmiðið er að fólk horfi í spegilinn, í augu við sjálf sig, og velti því fyrir sér hvort við séum sjálf að gera eitthvað í hinu daglega lífi sem ómeðvitað stuðlar að því að næra þessar staðalímyndir um hlutverk kynjanna“

Fjóla segir að henni hafi þótt mikilvægt að þessi hugmyndafræði, þetta verkefni, yrði tekið upp á Íslandi og ákvað því sjálf að ýta því úr vör „Við erum sem betur fer komin langt á veg hér heima en ég sé það til dæmis bara á #karlmennskan átakinu sem er í gangi núna að það er þörf á að karlmenn komi með virkari hætti inn í kynjajafnréttisumræðuna. Ef við gerum okkur ekki grein fyrir þessu, þessari ómeðvituðu kynjamismunun, þá náum við ekki að færa okkur fram á við.“

Kyn á ekki að skipta máli þegar splæst er

„Þessir viðburðir ganga út á að fólk mæti, karlmenn og konur, og spjalli við okkur og fræðist. Við erum líka að hvetja til að fólk bjóði samstarfsfólki sínu, vinum eða fjölskyldu í mat eða drykk með það að markmiði að spjalla sérstaklega um þessi mál. Markmiðið er að fólk horfi í spegilinn, í augu við sjálf sig, og velti því fyrir sér hvort við séum sjálf að gera eitthvað í hinu daglega lífi sem ómeðvitað stuðlar að því að næra þessar staðalímyndir um hlutverk kynjanna,“ segir Fjóla og bendir á að það séu oft litlir hlutir sem fólk taki varla eftir í sínu daglega lífi sem hafi þessi áhrif. „Ég las til að mynda umfjöllun í norsku dagblaði þar sem fjallað var um konu, lögfræðing í stóru fyrirtæki, sem komin var til vinnu þremur eða fjórum dögum eftir að hafa fætt barnið sitt. Faðir barnsins var bara heima með ungabarnið og þetta því ekkert tiltökumál. Hins vegar varð einum kollega mínum, ljósmóður sem ég vinn með, svo um og ó að hún velti því fyrir sér að tilkynna málið til barnaverndar. Þetta sýnir okkur hvað þessi skekkja er inngróin, að meira að segja árið 2018 skuli fagfólk vera þeirrar skoðunar að börn séu betur sett hjá mæðrum sínum heldur en feðrum.“

En af hverju ættu konur að splæsa, í ljósi þess að enn mælist kynbundinn launamunur í samfélaginu? Fjóla segir að í því ljósi sé kannski enn mikilvægara að vekja umræðuna. „Ég held að það sé leiðin til að jafna laun kynjanna. Við viljum ekki að staðan sé sú að röksemdin sé að konur eigi ekki að splæsa af þessum sökum, heldur miklu frekar að eðlilegt sé að konur og karlar séu jafn sett launalega og þess vegna skipti kyn ekki máli þegar einhver splæsir í mat eða drykk.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Jafnréttismál

„Stelpur, horfið bálreiðar um öxl“
Allt af létta

„Stelp­ur, horf­ið bál­reið­ar um öxl“

Una Torfa­dótt­ir söng­kona lend­ir enn í því að fólki finn­ist hún biðja um of há­ar upp­hæð­ir fyr­ir að stíga á svið. „Svo heyr­ir mað­ur sög­ur af strák­um sem eru að spila og eru að taka miklu meira og það þyk­ir bara töff,“ seg­ir Una. Hún tel­ur þó þetta ójafn­rétti „smá­mál“ mið­að við það mis­rétti sem kon­ur og kvár í minni­hluta­hóp­um verða fyr­ir.
Ekki fræðilegur möguleiki að manna vaktina með karlmönnum
ViðtalJafnréttismál

Ekki fræði­leg­ur mögu­leiki að manna vakt­ina með karl­mönn­um

Jakobína Rut Daní­els­dótt­ir var að reyna að fá einn af fjór­um karl­kyns sam­starfs­mönn­um sín­um til að taka vakt­ina henn­ar í dag þeg­ar hún ræddi við Heim­ild­ina í síð­ustu viku. Hún sinn­ir starfi sem hún get­ur ekki geng­ið í burtu frá, jafn­vel þó að á í dag sé kvenna­verk­fall. Hún er ein af þeim fjöl­mörgu kon­um sem halda heil­brigðis­kerf­inu uppi.

Mest lesið

„Það er svo ótrúlega helvíti erfitt að fara frá honum“
2
Viðtal

„Það er svo ótrú­lega hel­víti erfitt að fara frá hon­um“

Krist­inn Hrafns­son ræð­ir stöð­una á mál­um Ju­li­an Assange en um­ræð­an byrj­aði að breyt­ast eft­ir að Nils Melzer, þá­ver­andi skýrslu­gjafi Sam­ein­uðu þjóð­anna, gaf út á bók ár­ið 2022 og lagði áherslu á að eng­inn hef­ur axl­að ábyrgð á stríðs­glæp­um þeim sem Wiki­Leaks af­hjúp­aði á með­an Ju­li­an sæt­ir pynt­ing­um og yf­ir­völd fjög­urra landa hafa marg­brot­ið á hon­um. Bók­in hef­ur haft áhrif, jafn­vel á Joe Biden og Olaf Sholz.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
3
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Segir íslenskt kórastarf geta stuðlað að aukinni inngildingu
4
FréttirForsetakosningar 2024

Seg­ir ís­lenskt kór­astarf geta stuðl­að að auk­inni inn­gild­ingu

Halla Hrund Loga­dótt­ir vill hvetja út­lend­inga til að „læra tungu­mál­ið okk­ar í gegn­um söng og ís­lensk­una.“ Halla Hrund seg­ir að við þurf­um að vera að­eins meira skap­andi í því hvernig við nálg­umst við­fangs­efni inn­flytj­enda. Hún var með­al for­setafram­bjóð­enda sem mættu í pall­borð­sum­ræð­ur í síð­asta þætti Pressu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
7
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Þórður Snær Júlíusson
8
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Elsku ráð­herr­ar, hætt­ið að gefa Ís­land

Nú stend­ur til að gefa norsk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um ís­lenska firði til eign­ar. Þeg­ar er bú­ið að gefa ör­fá­um út­gerð­ar­fjöl­skyld­um hundruð millj­arða króna hið minnsta af fé sem ætti að hafa far­ið í sam­fé­lags­lega upp­bygg­ingu. Vilji er til þess að gefa einka­að­il­um vindorku en eng­inn vilji til þess að rukka ferða­þjón­ustu fyr­ir nýt­ingu á al­manna­g­æð­um. Hvað geng­ur ís­lensk­um ráða­mönn­um eig­in­lega til?
Fyrirtækið sem Kvika keypti kom að lánum til félags konu Ármanns
9
ViðskiptiKvika og Ortus

Fyr­ir­tæk­ið sem Kvika keypti kom að lán­um til fé­lags konu Ár­manns

Breska fyr­ir­tæk­ið Ort­us Capital, sem Ár­mann Þor­valds­son, nú­ver­andi for­stjóri al­menn­ings­hluta­fé­lags­ins Kviku, var hlut­hafi í var einn af lán­veit­end­um breska kráar­fyr­ir­tæk­is­ins Red Oak Taverns, sem eig­in­kona Ár­manns á hlut í. Þetta fyr­ir­tæki varð síð­ar að Kviku Secu­rities í Bretlandi og keypti það breskt lána­fyr­ir­tæki af við­skipta­fé­lög­um fyr­ir tveim­ur ár­um fyr­ir millj­arða króna.
Umsækjandi hjá MAST vill rökstuðning: „Ég er vonsvikinn“
10
FréttirLaxeldi

Um­sækj­andi hjá MAST vill rök­stuðn­ing: „Ég er von­svik­inn“

Eg­ill Stein­gríms­son dýra­lækn­ir var ann­ar af um­sækj­end­un­um um sviðs­stjórastarf hjá Mat­væla­stofn­un sem með­al ann­ars snýst um eft­ir­lit með lax­eldi. Fiska­líf­eðl­is­fræð­ing­ur­inn Þor­leif­ur Ág­ústs­son var ráð­inn fram yf­ir hann og vakti ráðn­ing­in at­hygli inn­an MAST vegna já­kvæðra skrifa hans um lax­eldi hér á landi.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
4
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Ráðning stjórnanda til MAST vekur athygli: „Ég er fagmaður"
10
FréttirLaxeldi

Ráðn­ing stjórn­anda til MAST vek­ur at­hygli: „Ég er fag­mað­ur"

MAST til­kynnti starfs­mönn­um sín­um um það á mið­viku­dag­inn að bú­ið væri að ráða Þor­leif Ág­ústs­son sem nýj­an sviðs­stjóra yf­ir með­al ann­ars fisk­eld­is­deild­ina hjá stofn­un­ina. Þor­leif­ur hef­ur skrif­að grein­ar þar sem hann tal­ar fyr­ir lax­eldi í sjókví­um. Þor­leif­ur seg­ist vera vís­inda­mað­ur og að hann taki ekki af­stöðu. For­stjóri MAST, Hrönn Jó­hann­es­dótt­ir vill ekki ræða um ráðn­ing­una þeg­ar eft­ir því er leit­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár