Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Sveitarfélagið Skagafjörður fjármagnar víkingasafn í 30 ár fyrir óþekkta fjárfesta

Opn­að verð­ur sýnd­ar­veru­leika­safn með vík­inga­þema á Sauð­ár­króki. Fjár­fest­ar munu eiga 90 pró­sent í því á móti 10 pró­senta hlut sveit­ar­fé­lags­ins Skaga­fjarð­ar. Sveit­ar­fé­lag­ið fjár­magn­ar safn­ið hins veg­ar að stóru leyti, með­al ann­ars með fram­kvæmd­um við safn­ið, end­ur­gjalds­laus­um af­not­um af því og með því að greiða fyr­ir tvö stöðu­gildi starfs­manna.

Sveitarfélagið Skagafjörður fjármagnar víkingasafn í 30 ár fyrir óþekkta fjárfesta
Góður samningur fyrir fjárfestahópinn Samningurinn um víkingasafnið á Sauðárkróki verður að teljast hagstæður fyrir fjárfestana í verkefninu. Á safninu verður meðal annars fjallað um Örlygsstaðabardaga sem fram fór í Skagafirði 1238. Málverk eftir Jóhannes Geir frá 1983 sýnir kappa, gráa fyrir járnum, á Miklabæ í aðdraganda bardagans.

Sveitarfélagið Skagafjörður mun lána óþekktum fjárfestahópi húsnæði á Sauðarárkróki undir sýndarveruleikasafn um víkingatímann endurgjaldslaust í fimmtán ár og með 50 prósent afslætti í fimmtán ár til viðbótar auk þess sem sveitarfélagið greiðir kostnað við tvo starfsmenn safnsins í tíu ár. Þetta er meðal þess sem kemur fram í samningi sveitarfélagsins Skagafjarðar við fyrirtæki sem er til heimilis í Bankastræti í Reykjavík og heitir Sýndarveruleiki ehf. Í safninu mun verða fjallað um víkingatímann á Íslandi og mun það byggja á „sýndarveruleikaupplifun“ um sögulega atburði í Skagafirði, meðal annars Örlygsstaðabardaga sem háður var í Skagafirði árið 1238. 

Tilgangurinn með opnun safnsins er aðallega að auka veg Skagafjarðar sem ferðaþjónustusvæðis.  Eins og segir í samningnum. „Markmið samstarfsins er að auka veg Skagafjarðar í ferðaþjónustu með því að ná forskoti í tæknilegri miðlun sögulegra viðburða sem og að stofna arðbært fyrirtæki sem eflir atvinnukosti á svæðinu.“

Hafa ekki gefið upp efni samningsins

Fjárfesting sveitarfélagsins …
Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Sveitastjórnarmál

Sveitarstjórnarmenn og hættan á hagsmunaárekstrum í íslensku laxeldi
Úttekt

Sveit­ar­stjórn­ar­menn og hætt­an á hags­muna­árekstr­um í ís­lensku lax­eldi

Fjög­ur dæmi eru um það að ís­lensk­ir sveit­ar­stjórn­ar­menn hafi ver­ið starf­andi hjá lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um á Vest­fjörð­um og Aust­ur­landi á sama tíma og þeir voru kjörn­ir full­trú­ar. Fjög­ur slík dæmi er hægt að finna frá síð­asta kjör­tíma­bili sveit­ar­stjórna en í dag er að­eins einn starfs­mað­ur lax­eld­is­fyr­ir­tæk­is starf­andi í sveit­ar­stjórn. Þetta fólk seg­ir að ekki sé rétt­læt­an­legt að skerða at­vinnu­mögu­leika fólks í litl­um bæj­um þar sem ekki sé mik­ið um fjöl­breytta at­vinnu.
Eyþór Arnalds í dulbúnu hverfisblaði Sjálfstæðismanna: „Ég myndi vilja snúa til baka og rýmka vegakerfið“
FréttirSveitastjórnarmál

Ey­þór Arn­alds í dul­búnu hverf­is­blaði Sjálf­stæð­is­manna: „Ég myndi vilja snúa til baka og rýmka vega­kerf­ið“

Odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks­ins vill „rýmka vega­kerf­ið“ á helstu um­ferð­ar­göt­um borg­ar­inn­ar og draga úr þétt­ingu byggð­ar, þvert á stefnu flokks­ins í ný­af­stöðn­um kosn­ing­um. Þetta kem­ur fram í nýju hverf­is­blaði sem er rit­stýrt af fé­lagi Sjálf­stæð­is­manna, en ekk­ert stend­ur um tengsl­in á vef­síðu þess.

Mest lesið

Til Grænlands á gamalli eikarskútu
6
Vettvangur

Til Græn­lands á gam­alli eik­ar­skútu

Ittoqqortoormiit á aust­ur­strönd Græn­lands er eitt af­skekkt­asta þorp í heimi. Þang­að liggja eng­ir veg­ir og til að kom­ast í þorp­ið þarf að fljúga með þyrlu eða fara á snjó- eða hunda­sleð­um frá flug­vell­in­um sem er í 60 kíló­metra fjar­lægð. Yf­ir há­sumar­ið er hægt að sigla þang­að en Ittoqqortoormiit er við mynni Scor­es­bysunds sem er stærsta fjarða­kerfi í heim­in­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
5
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár