Sveitarfélagið Skagafjörður mun lána óþekktum fjárfestahópi húsnæði á Sauðarárkróki undir sýndarveruleikasafn um víkingatímann endurgjaldslaust í fimmtán ár og með 50 prósent afslætti í fimmtán ár til viðbótar auk þess sem sveitarfélagið greiðir kostnað við tvo starfsmenn safnsins í tíu ár. Þetta er meðal þess sem kemur fram í samningi sveitarfélagsins Skagafjarðar við fyrirtæki sem er til heimilis í Bankastræti í Reykjavík og heitir Sýndarveruleiki ehf. Í safninu mun verða fjallað um víkingatímann á Íslandi og mun það byggja á „sýndarveruleikaupplifun“ um sögulega atburði í Skagafirði, meðal annars Örlygsstaðabardaga sem háður var í Skagafirði árið 1238.
Tilgangurinn með opnun safnsins er aðallega að auka veg Skagafjarðar sem ferðaþjónustusvæðis. Eins og segir í samningnum. „Markmið samstarfsins er að auka veg Skagafjarðar í ferðaþjónustu með því að ná forskoti í tæknilegri miðlun sögulegra viðburða sem og að stofna arðbært fyrirtæki sem eflir atvinnukosti á svæðinu.“
Athugasemdir