Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Ekki gefið upp hvort ráðherra hafði réttarstöðu rannsóknarþola

Þór­hild­ur Sunna Æv­ars­dótt­ir, þing­kona Pírata, setti fram al­var­leg­ar ásak­an­ir á hend­ur Bjarna Bene­dikts­syni fjár­mála­ráð­herra í Silfr­inu síð­ustu helgi. Skatt­rann­sókn­ar­stjóri tel­ur sér ekki heim­ilt að svara því hvort Bjarni hafi feng­ið rétt­ar­stöðu rann­sókn­ar­þola eft­ir kaup á gögn­um um af­l­ands­fé­lög Ís­lend­inga og upp­ljóstran­ir Pana­maskjal­anna.

Ekki gefið upp hvort ráðherra hafði réttarstöðu rannsóknarþola

Skattrannsóknarstjóri telur sér ekki heimilt að gefa upp hvort Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hafi fengið réttarstöðu rannsóknarþola hjá embættinu. 

Þórhildur Sunnasagði „rökstuddan grun“ um að ráðherra hefði framið skattalagabrot.

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingkona Pírata, hélt því fram í Silfrinu síðustu helgi að „rökstuddur grunur“ væri um að Bjarni hefði framið skattalagabrot. 

Í ljósi þessarar alvarlegu ásökunar beindi Stundin þeirri spurningu til Bryndísar Kristjánsdóttur skattrannsóknarstjóra hvort Bjarni hefði á einhverjum tímapunkti, meðan hann hefur gegnt embætti ráðherra, haft réttarstöðu rannsóknarþola hjá embættinu

„Ég get ekki tjáð mig um það hvort tilteknir aðilar séu eða hafi verið undir rannsókn eða ekki,“ segir í svari Bryndísar við tölvupósti Stundarinnar. Sjálfur hefur Bjarni Benediktsson ekki svarað fyrirspurn Stundarinnar um málið. 

Bryndís Kristjánsdóttirskattrannsóknarstjóri

Sem kunnugt er tók skattrannsóknarstjóri mál tuga Íslendinga til rannsóknar eftir að embættið keypti gögn um eignir Íslendinga á aflandssvæðum árið 2015 og fjallað var um Panamaskjölin í fjölmiðlum árið 2016.

Bjarni Benediktsson, faðir hans, Benedikt Sveinsson og félög tengd þeim komu fyrir í umræddum gögnum, en embætti skattrannsóknarstjóra heyrir undir fjármála- og efnahagsráðuneytið. 

Stundin vísaði sérstaklega til þess í tölvupóstssamskiptum við Bryndísi Kristjánsdóttur að þingmaður hefði sett fram alvarlegar ásakanir um að rökstuddur grunur væri um refsivert athæfi tiltekins einstaklings, fjármálaráðherra.

Bryndís segir að þrátt fyrir þetta geti hún ekki gefið upp hvort Bjarni hafi verið til rannsóknar. Vísar hún til þagnarskylduákvæðis 117. gr. laga um tekjuskatt í þessu samhengi. Þar segir að skattstjórum, umboðsmönnum skattstjóra, ríkisskattstjóra, skattrannsóknarstjóra ríkisins og yfirskattanefnd sé bannað, að viðlagðri ábyrgð eftir ákvæðum almennra hegningarlaga um brot í opinberu starfi, að skýra óviðkomandi frá því sem þeir komast að í sýslan sinni um tekjur og efnahag skattaðila. 

Skilyrði ráðuneytisins olli töfum

Árið 2016 rakti Stundin í ítarlegum fréttaskýringum hvernig skilyrði sem fjármálaráðuneytið setti skattrannsóknarstjóra til kaupa á gögnum um aflandsfélög Íslendinga urðu til þess að dráttur varð á kaupum gagnanna. Ekki liggur fyrir hvort eða hve mörg skattalagabrot fyrndust vegna þessa.

Bjarni Benediktsson var fjármálaráðherra á þessum tíma, en þegar hann fundaði með skattrannsóknarstjóra um kaup á gögnum um aflandseignir árið 2014 lá ekki fyrir að Bjarni hefði átt aflandsfélag á Seychelles-eyjum en gefið skattayfirvöldum þær röngu upplýsingar að félagið væri skráð í Lúxemborg, né var vitað að upplýsingar um félagið, Falson & Co, kæmu fyrir í gögnunum sem skattrannsóknarstjóra bauðst að kaupa. Þá hafði heldur ekki komið fram opinberlega að faðir ráðherra hefði átt félag á Tortólu og notfært sér þjónustu lögmannsstofunnar Mossack Fonseca og væri því einnig líklegur að koma fyrir í gögnunum. 

Þann 4. febrúar 2015 gagnrýndi Bjarni Benediktsson embætti skattrannsóknarstjóra harðlega og sagði að kaup á gögnum um aflandseignir Íslendinga hefðu „þvælst fyrir“ embættinu alltof lengi og að málið „strandaði svo sannarlega ekki á fjármálaráðuneytinu“. Skömmu síðar kom í ljós að á þeim tíma sem Bjarni lét þessi orð falla var skattrannsóknarstjóri í biðstöðu vegna skilyrða sem ráðuneyti Bjarna hafði sett embættinu og reyndist torvelt að uppfylla. Skattrannsóknarstjóri hafði þá nýverið sent ráðuneytinu bréf sem ekki hafði verið svarað. 

Gögn sem Stundin fékk aðgang að á grundvelli upplýsingalaga sýndu að skattrannsóknarstjóri hafði sent fjármálaráðuneytinu tölvupóst í desember 2014 þar sem fram kom að svo virtist sem fjölmiðlaumræða væri að fara af stað á þá lund að tafir á kaupum gagnanna væru embættinu að kenna. Með ummælum sínum nokkrum vikum síðar, þann 4. febrúar 2015, ýtti Bjarni undir að dregin væri upp slík villandi mynd af stöðu málsins. Í kjölfarið fann skattrannsóknarstjóri sig knúna til að leiðrétta orð hans. Haft var eftir henni í fréttum RÚV ða hún væri slegin yfir ummælum ráðherra.

Aðkoma ráðherra gagnrýnd

Eftir að samskipti ráðherra við skattrannsóknarstjóra höfðu vakið fjölmiðlaathygli fékk skattrannsóknarstjóri loks vilyrði fyrir því að kaupa gögnin. Kaupin gengu í gegn um sumarið, en þá var liðið um ár síðan embættinu var tjáð að gögnin stæðu til boða. 

Sérfræðingum í stjórnsýslurétti, sem Stundin ræddi við þegar fjallað var um málið, bar saman um að aðkoma fjármálaráðherra kynni að hafa verið á gráu svæði með tilliti til óskráðra meginreglna stjórnsýsluréttar um hæfi.

Þá vöknuðu fleiri og almennari spurningar vegna skilyrðanna sem fjármálaráðuneytið setti skattrannsóknarstjóra. Indriði H. Þorláksson, fyrrverandi ríkisskattstjóri, skrifaði um stöðu ráðuneytisins og skattyfirvalda í málinu þann 27. september 2014, löngu áður en upplýst var um aðkomu Bjarna og föður hans að viðskiptum í gegnum aflandsfélög, og lagði áherslu á að framkvæmd skattalaga yrði að vera óháð pólitísku valdi og afskipti ráðherra sem allra minnst. „Aðkoma fjármálaráðherra eða annarra pólitískra stjórnvalda að þessu máli á ekki að vera á neinum öðrum grundvelli en þeim að tryggja skattyfirvöldum nægilegt fé til að sinna verkefnum sem þeim er falið lögum samkvæmt,“ skrifaði Indriði. 

Í ljósi fullyrðinga Þórhildar Sunnu um að rökstuddur grunur sé um að Bjarni Benediktsson hafi framið skattalagabrot sendi Stundin honum fyrirspurn og spurði hvort hann hefði einhvern tímann á ráðherra- og þingmannsferli sínum haft réttarstöðu rannsóknarþola hjá embætti skattrannsóknarstjóra eða réttarstöðu grunaðs manns hjá ákæruvaldinu. Bjarni hefur ekki svarað fyrirspurninni, en hann svarar yfirleitt ekki fyrirspurnum Stundarinnar. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Stjórnmálamenn í skattaskjólum

Forsætisráðherra fór með rangt mál um efni skýrslunnar
Fréttir

For­sæt­is­ráð­herra fór með rangt mál um efni skýrsl­unn­ar

Bjarni Bene­dikts­son full­yrð­ir að það sé „ekk­ert sér­stakt sem skýrsl­an bend­ir á að stjórn­völd hafi lát­ið und­ir höf­uð leggj­ast að gera“. Hið rétta er að starfs­hóp­ur­inn gagn­rýn­ir sér­stak­lega hve seint CFC-regl­ur voru lög­fest­ar á Ís­landi og tel­ur að „stjórn­völd hafi að þessu leyti byrgt brunn­inn þeg­ar barn­ið var dott­ið of­an í“.

Mest lesið

Tugir sjúklinga dvöldu á bráðamóttökunni lengur en í 100 klukkustundir
2
FréttirÁ vettvangi

Tug­ir sjúk­linga dvöldu á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir

Vegna pláss­leys­is á legu­deild­um Land­spít­al­ans er bráða­mót­tak­an oft yf­ir­full og því þurftu 69 sjúk­ling­ar að dvelja á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir í sept­em­ber og októ­ber. Þetta kem­ur fram í þáttar­öð­inni Á vett­vangi sem Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son vinn­ur fyr­ir Heim­ild­ina. Í fjóra mán­uði hef­ur hann ver­ið á vett­vangi bráða­mótt­tök­unn­ar og þar öðl­ast ein­staka inn­sýni í starf­sem­ina, þar sem líf og heilsa fólks er und­ir.
Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
3
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár