Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Treysta Bjarna til að gegna embætti forsætisráðherra þrátt fyrir „ámælisverð“ vinnubrögð

Pawel Bartoszek er óánægð­ur með með­höndl­un Bjarna Bene­dikts­son­ar á skýrslu um af­l­and­seign­ir og finnst óá­sætt­an­legt að hann hafi greint rangt frá röð at­burða. Jón Stein­dór tel­ur að rík­is­stjórn und­ir for­sæti Bjarna geti auk­ið traust og til­trú al­menn­ings á ís­lensk­um stjórn­mál­um.

Treysta Bjarna til að gegna embætti forsætisráðherra þrátt fyrir „ámælisverð“ vinnubrögð

Tveir af sjö þingmönnum Viðreisnar hafa svarað fyrirspurn Stundarinnar þar sem óskað er eftir afstöðu þeirra til ákvörðunar Bjarna Benediktssonar, forsætisráðherra og fyrrum fjármálaráðherra, um að fresta birtingu skýrslu um eignir Íslendinga á aflandssvæðum fram yfir þingkosningar.

Pawel Bartoszek telur að meðhöndlun Bjarna á skýrslunni sé „ámælisverð“ og að það sé ekki í lagi að ráðherrann hafi ekki greint rétt frá í viðtali um málið. Þrátt fyrir þetta sé Bjarna treystandi til að vera í forsvari fyrir nýja ríkisstjórn. Jón Steindór Valdimarsson vill að fólk og ráðherrar segi satt og bendir á að Viðreisn hafi það að markmiði að ástunda góða stjórnsýsluhætti og vönduð vinnubrögð.

Eins og Stundin greindi frá í vikunni fjallar skýrsla starfshóps um aflandseignir Íslendinga með gagnrýnum hætti um þá stefnu sem rekin var á sviði skattalöggjafar og skattaeftirlits á útrásarárunum þegar Sjálfstæðisflokkurinn fór með fjármálaráðuneytið.

Bjarni Benediktsson, þá fjármála- og efnahagsráðherra, fullyrti ranglega í viðtali við RÚV síðustu helgi að skýrslunni hefði ekki verið skilað í ráðuneyti sitt fyrr en eftir þingslit í október, en hið rétta er að skýrslan barst ráðuneytinu þann 13. september. Hann hefur nú viðurkennt að hafa ákveðið að birta hvorki almenningi né Alþingi skýrsluna, enda hafi hann ekki viljað að efni hennar yrði „sett í kosningasamhengi“. 

Stundin sendi öllum þingmönnum Viðreisnar og Bjartrar framtíðar fyrirspurn á mánudaginn og óskaði eftir afstöðu þeirra til málsins, þ.e. hvort ákvörðun, vinnubrögð og skýringar Bjarna standist kröfur þeirra um gott stjórnmálasiðferði og vandaða stjórnsýsluhætti. Þá óskaði Stundin eftir afstöðu þingmannanna til aðkomu Bjarna að ákvörðunum um kaup skattrannsóknarstjóra á gögnum sem höfðu meðal annars að geyma aflandsfélag sem Bjarni átti sjálfur hlut í. 

Aðeins fjórir þingmenn hafa svarað fyrirspurn Stundarinnar, þar af Pawel Bartoszek og Jón Steindór Valdimarsson, þingmenn Viðreisnar. Báðir telja að ný ríkisstjórn muni, þrátt fyrir vinnubrögð Bjarna Benediktssonar sem nú verður forsætisráðherra, geta aukið traust og tiltrú almennings á íslenskum stjórnmálum. 

Spurningar Stundarinnar:

1. Telurðu að það samrýmist góðum stjórnsýsluháttum og stjórnmálasiðferði að ráðherra eigi beina aðkomu að ákvörðunum um kaup skattrannsóknarstjóra á gögnum sem hafa að geyma upplýsingar um hans eigin aflandsfélag?

2. Finnst þér réttlætanlegt að ráðherra, sem sjálfur hefur geymt peninga í aflandsfélagi, ákveði að fresta birtingu á skýrslu um umfang aflandseigna Íslendinga fram yfir þingkosningar sem var efnt sérstaklega til vegna afhjúpana á aflandsstarfsemi? 

3. Finnst þér í lagi að ráðherra segi almenningi ósatt um málið? 

4. Sé svarið við einhverri af þessum spurningum nei, hvers vegna finnst þér þá réttlætanlegt að þinn flokkur taki þátt í að gera viðkomandi stjórnmálamann að forsætisráðherra? 

5. Hvers vegna telurðu að ríkisstjórn undir forsæti þessa stjórnmálamanns geti, í samræmi við markmið þíns eigin flokks, aukið traust og tiltrú almennings á íslenskum stjórnmálum og unnið að almannahagsmunum í stað sérhagsmuna?

Pawel Bartoszek svaraði:


Sæll og takk fyrir fyrirspurnina,

Svo ég setji mig ekki á hærri siðferðisstall en ég á skilið þá sagði ég mig ekki úr Sjálfstæðisflokknum vegna Pananalekans, heldur vegna hugmyndafræðilegs ágreinings um nokkur lykilmál. Né hef ég viljað útiloka samstarf við Sjálfstæðisflokkinn.  Að því má, réttilega, draga þá ályktun að mér finnst aðkoma Bjarna Benediktssonar að þeim málum ekki með þeim hætti að ég vilji útiloka samstarf við hann.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ACD-ríkisstjórnin

Unnu náið með hæsta­réttar­dómurunum meðan þeir dæmdu Arn­fríðar­mál
Fréttir

Unnu ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an þeir dæmdu Arn­fríð­ar­mál

Arn­fríð­ur Ein­ars­dótt­ir lands­rétt­ar­dóm­ari starf­aði sjálf sem vara­dóm­ari með tveim­ur þeirra hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem tóku af­stöðu um hæfi henn­ar og bærni til að kveða upp dóma á sama tíma og mál­ið var til með­ferð­ar. Hinir þrír sem vald­ir voru í Lands­rétt í trássi við stjórn­sýslu­lög störf­uðu einnig ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an Hæstirétt­ur tók fyr­ir mál sem hefði getað sett dóm­ara­störf fjór­menn­ing­anna í upp­nám.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
2
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár