Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Stjórn Tindastóls segir skömmina gerandans

Stjórn­ir Tinda­stóls og UMSS sendu frá sér yf­ir­lýs­ing­ar til stuðn­ings þo­lend­um eft­ir um­fjöll­un Stund­ar­inn­ar. Rætt var við tólf kon­ur sem lýstu af­leið­ing­um af fram­ferði vin­sæls knatt­spyrnu­manns, sem var í tvígang kærð­ur fyr­ir nauðg­un en boð­in þjálf­arastaða hjá fé­lag­inu. Eng­in við­brögð feng­ust fyr­ir út­gáfu blaðs­ins.

Stjórn Tindastóls segir skömmina gerandans
Upplifðu sig einar Agnes Bára Aradóttir og Elísabet Ásmundsdóttir sögðust hafa fundið fyrir reiði og sársauka þegar þær sáu frétt í bæjarblaðinu þess efnis að Tindastóll hefði boðið manni sem þær kærðu báðar fyrir nauðgun þjálfarastöðu með það að marki að lyfta vörumerki knattspyrnudeildarinnar upp. Mynd: Heiða Helgadóttir

Stjórn Tindastóls segist standa með þolendum og taka ábyrgð sína alvarlega í yfirlýsingu sem birt var á heimasíðu íþróttafélagsins á sunnudag. Á föstudag birti Stundin umfjöllun þar sem rætt var við tólf konur sem lýstu afleiðingum af framgöngu vinsæls knattspyrnumanns hjá félaginu sem var í tvígang kærður fyrir nauðgun. Stúlkurnar sögðust hafa verið dæmdar af samfélaginu, en kærum á hendur manninum var vísað frá.

Forsvarsmenn Tindastóls urðu ekki við ósk Stundarinnar um viðtal fyrir útgáfu blaðsins síðasta föstudag, en Bergmann Guðmundsson, formaður knattspyrnudeildarinnar hafnaði viðtali með SMS-i. Um leið sagði hann að Tindastóll myndi ekki gefa út nein viðbrögð fyrr en áætlun frá KSÍ eða ÍSÍ væri komin. Aðalstjórn félagsins sendi frá sér yfirlýsingu í gær í kjölfar umfjöllunar Stundarinnar. 

„Það er okkar von að umræðan um þetta alvarlega mál hafi þær breytingar í för með sér að þolendur treysti sér frekar til að stíga fram og að þeim sé trúað. Að við sem íþróttafélag stöndum okkur betur.“

„Það er mikilvægt að íþróttahreyfingin í heild sinni hlusti á þessar raddir þolenda og aðstandenda þeirra, læri af þeim og bregðist við af fullum þunga,“ segir í yfirlýsingu stjórnarinnar. „Ábyrgð stjórnenda, formanna, forsvarsmanna og þjálfara er þar mikil. Stjórnendur Ungmennafélagsins Tindastóls vilja því sérstaklega taka fram að félagið stendur með þolendum. Við tökum ábyrgð okkar alvarlega og við tökum málstað þolenda alvarlega. Kynferðislegt ofbeldi, kynferðisleg áreitni, einelti eða annað ofbeldi verður ekki undir neinum kringumstæðum liðið í starfi Ungmennafélagsins Tindastóls.“

Í yfirlýsingunni segir að kynferðislegt ofbeldi, kynferðisleg áreitni, einelti eða annað ofbeldi verði ekki undir neinum kringumstæðum liðið í starfi Ungmennafélagsins Tindastóls. „Það er okkar von að umræðan um þetta alvarlega mál hafi þær breytingar í för með sér að þolendur treysti sér frekar til að stíga fram og að þeim sé trúað. Að við sem íþróttafélag stöndum okkur betur þegar þessi erfiðu mál koma upp. Að við sem samfélag tökum betur á þessum málum. Að þegar við sjáum eitthvað, þá segjum við eitthvað og styðjum þá sem á þurfa að halda. Þær ungu konur sem stigu fram og sögðu sína sögu eiga skilið þakklæti fyrir mikinn styrk. Skömmin er gerandans.“

Stjórn knattspyrnudeildar Tindastóls sendi frá sér yfirlýsingu í maí 2017 vegna frétta af því að annar leikmaður félagsins, Ragnar Þór Gunnarsson, hlaut dóm fyrir kynferðisbrot gegn stúlku sem var undir lögaldri. Í yfirlýsingunni sagði meðal annars að hann nyti trausts félagsins, sem ætlaði að gera allt til þess að aðstoða hann. Talað var um „mistök sem gerð voru“ og að hann hafi verið að stíga sín fyrstu spor sem fullorðinn einstaklingur, þá 22 ára, og gerst „sekur um dómgreindarbrest“.

Yfirlýsing UMSS tilbúin fyrir útgáfu Stundarinnar

Þá sendi Ungmennasamband Skagafjarðar (UMSS) frá sér yfirlýsingu á föstudag eftir útgáfu Stundarinnar, sem samþykkt hafði verið á fundi stjórnarinnar tveimur dögum áður. UMSS er samband íþróttafélaga í Skagafirði og er Tindarstóll eitt aðildarfélaga. Stjórn UMSS ákvað að „lýsa yfir vilja félagsins, sem eins elsta íþrótta- og ungmennasambands landsins, til að eiga samstarf við ÍSÍ, UMFÍ og ráðuneyti íþróttamála um að tryggja sem best ofbeldislausa íþróttaiðkun fyrir alla.“

Í ályktuninni segir að aðalstjórn UMSS fagni þeirri umræðu og viðbrögðum sem #MeToo umræðan hefur leitt af sér og dáist af hugrekki þeirra einstaklinga sem stigið hafa fram fyrir skjöldu til að opinbera svo alvarleg vandamál. Að sama skapi vottar stjórnin öllum þolendum ofbeldis samúð sína.

„Í ljósi þessa verður lagt fyrir 98.Ársþing UMSS til samþykktar, siðareglur, jafnréttisstefna, fræðslu-og forvarnastefna og viðbragsáætlun vegna aga-eða ofbeldisbrota, eineltis, kynferðislegrar og kynbundinnar áreitni sem mun ná til allra aðildarfélaga sambandsins,“ segir í yfirlýsingunni. „Með því mun UMSS og aðildarfélög þess ekki einungis marka skýra stefnu gegn kynbundnu-og kynferðisofbeldi heldur draga skýrar línur í hegðunarviðmiðum sem ná til allra þeirra sem að starfinu koma, iðkenda, þjálfara, foreldra, stuðningsmanna og stjórnarmanna. Stjórn UMSS leggur mikla áherslu á að öllum aðildarfélögum verði kynntar þessar reglur, stefnur og áætlun og þeim verði fylgt eftir.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Kynferðisbrot

Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“
„Strákar sem mér hefði aldrei dottið í hug að væru að stunda þetta“
Viðtal

„Strák­ar sem mér hefði aldrei dott­ið í hug að væru að stunda þetta“

Krist­björg Mekkín Helga­dótt­ir varð fyr­ir sta­f­rænu kyn­ferð­isof­beldi ný­byrj­uð í mennta­skóla. Hún fékk ábend­ingu frá vini sín­um að mynd sem hún hafði að­eins ætl­að kær­asta sín­um væri kom­in í dreif­ingu. Frá þeirri stundu hef­ur Krist­björg fylgst með síð­um þar sem slík­ar mynd­ir fara í dreif­ingu, lát­ið þo­lend­ur vita og hvatt þá til að hafa sam­band við lög­regl­una, en þeir sem dreifi þeim séu bara „strák­ar úti í bæ“.

Mest lesið

Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
2
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.
Efaðist í átta ár um að hún gæti eignast börn
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Ef­að­ist í átta ár um að hún gæti eign­ast börn

Elísa Ósk Lína­dótt­ir var 19 ára þeg­ar kven­sjúk­dóma­lækn­ir greindi hana með PCOS og sagði henni að drífa í barneign­um. Eng­ar ráð­legg­ing­ar um henn­ar eig­in heilsu fylgdu og Elísa fór af stað í frjó­sem­is­með­ferð­ir með þá­ver­andi kær­ast­an­um sín­um. „Ég var ekk­ert til­bú­in í að verða mamma,“ seg­ir Elísa sem ef­að­ist í kjöl­far­ið um að hún myndi geta eign­ast börn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
3
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár