Stjórnmálaflokkar fá 127% meira

Fjár­fram­lög til flokk­anna á Al­þingi hækk­uðu úr 286 millj­ón­um króna upp í 648 millj­ón­ir. Hækk­un­in var að beiðni allra flokka nema Pírata og Flokks fólks­ins.

Stjórnmálaflokkar fá 127% meira

Fjárframlög til stjórnmálaflokka á Alþingi árið 2018 verða 648 milljónir króna, en voru 286 milljónir króna árið 2017. Þetta er hækkun upp á 127 prósent. Fulltrúar sex stjórnmálaflokka fóru fram á hækkunina við vinnslu fjárlagafrumvarpsins og var gengið að óskum þeirra. Flokkur fólksins og Píratar stóðu ekki með að tillögunni. 

Alþingi barst sameiginlegt erindi stjórnmálaflokkanna 18. desember síðastliðinn, þar sem farið var fram á hækkunina. Framkvæmdastjórar Framsóknarflokks, Miðflokksins, Samfylkingar, Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Vinstri grænna skrifuðu undir erindið, sem bar yfirskriftina „Nauð­syn­leg hækkun opin­berra fram­laga til stjórn­mála­sam­taka“. Meirihluti fjárlaganefndar, skipaður fulltrúum Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna, lagði í kjölfarið fram tillögu þar sem gengið var að öllu leyti að kröfum flokkanna um fjárframlög.

Hæst framlög fá Sjálfstæðisflokkur og Vinstri græn í krafti atkvæðastyrks síns, 166 og 111 milljónir króna hvor flokkur fyrir sig. Flokkar þurfa að hljóta að lágmarki 2,5% atkvæða eða minnst einn mann kjörinn á þing til að eiga rétt til framlaga.

Þar sem þingstyrkur flokka breyttist vegna kosninga síðasta haust hafa töluverðar sveiflur orðið á framlögum til hvers flokks fyrir sig. Vinstri græn, til dæmis, fá 65,1 milljón króna hærra framlag en í fyrra og Samfylkingin 62,5 milljónir. Hástökkvararnir eru þó Sjálfstæðisflokkur, sem fær 81,2 milljón krónum meira en í fyrra, og Miðflokkurinn, sem fær í fyrsta skipti framlag í ár, alls 71,5 milljónir króna. Björt framtíð fékk hins vegar ekki nægan atkvæðafjölda til að eiga rétt á framlagi, en flokkurinn hlaut 20,9 milljónir króna í fyrra.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Stjórnmálaflokkar

Fóru í boðsferð til Krímskaga á Pútínráðstefnu
FréttirStjórnmálaflokkar

Fóru í boðs­ferð til Krímskaga á Pútín­ráð­stefnu

Birgitta Jóns­dótt­ir, stjórn­ar­formað­ur IMMI, og Sara Elísa Þórð­ar­dótt­ir, vara­þing­kona Pírata, fóru á áróð­urs­ráð­stefnu sem er fjár­mögn­uð af rúss­nesk­um yf­ir­völd­um. „Ég er ekki sér­stak­ur stuðn­ings­mað­ur Rússa, Kína, Banda­ríkj­anna né annarra stór­velda og gagn­rýni þau öll við hvert tæki­færi, líka þarna,“ seg­ir Birgitta.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
3
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.
Langþráður draumur um búskap rættist
6
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár