Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Stjórnmálaflokkar fá 127% meira

Fjár­fram­lög til flokk­anna á Al­þingi hækk­uðu úr 286 millj­ón­um króna upp í 648 millj­ón­ir. Hækk­un­in var að beiðni allra flokka nema Pírata og Flokks fólks­ins.

Stjórnmálaflokkar fá 127% meira

Fjárframlög til stjórnmálaflokka á Alþingi árið 2018 verða 648 milljónir króna, en voru 286 milljónir króna árið 2017. Þetta er hækkun upp á 127 prósent. Fulltrúar sex stjórnmálaflokka fóru fram á hækkunina við vinnslu fjárlagafrumvarpsins og var gengið að óskum þeirra. Flokkur fólksins og Píratar stóðu ekki með að tillögunni. 

Alþingi barst sameiginlegt erindi stjórnmálaflokkanna 18. desember síðastliðinn, þar sem farið var fram á hækkunina. Framkvæmdastjórar Framsóknarflokks, Miðflokksins, Samfylkingar, Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Vinstri grænna skrifuðu undir erindið, sem bar yfirskriftina „Nauð­syn­leg hækkun opin­berra fram­laga til stjórn­mála­sam­taka“. Meirihluti fjárlaganefndar, skipaður fulltrúum Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna, lagði í kjölfarið fram tillögu þar sem gengið var að öllu leyti að kröfum flokkanna um fjárframlög.

Hæst framlög fá Sjálfstæðisflokkur og Vinstri græn í krafti atkvæðastyrks síns, 166 og 111 milljónir króna hvor flokkur fyrir sig. Flokkar þurfa að hljóta að lágmarki 2,5% atkvæða eða minnst einn mann kjörinn á þing til að eiga rétt til framlaga.

Þar sem þingstyrkur flokka breyttist vegna kosninga síðasta haust hafa töluverðar sveiflur orðið á framlögum til hvers flokks fyrir sig. Vinstri græn, til dæmis, fá 65,1 milljón króna hærra framlag en í fyrra og Samfylkingin 62,5 milljónir. Hástökkvararnir eru þó Sjálfstæðisflokkur, sem fær 81,2 milljón krónum meira en í fyrra, og Miðflokkurinn, sem fær í fyrsta skipti framlag í ár, alls 71,5 milljónir króna. Björt framtíð fékk hins vegar ekki nægan atkvæðafjölda til að eiga rétt á framlagi, en flokkurinn hlaut 20,9 milljónir króna í fyrra.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Stjórnmálaflokkar

Fóru í boðsferð til Krímskaga á Pútínráðstefnu
FréttirStjórnmálaflokkar

Fóru í boðs­ferð til Krímskaga á Pútín­ráð­stefnu

Birgitta Jóns­dótt­ir, stjórn­ar­formað­ur IMMI, og Sara Elísa Þórð­ar­dótt­ir, vara­þing­kona Pírata, fóru á áróð­urs­ráð­stefnu sem er fjár­mögn­uð af rúss­nesk­um yf­ir­völd­um. „Ég er ekki sér­stak­ur stuðn­ings­mað­ur Rússa, Kína, Banda­ríkj­anna né annarra stór­velda og gagn­rýni þau öll við hvert tæki­færi, líka þarna,“ seg­ir Birgitta.

Mest lesið

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
1
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
6
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár