Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

„Neita að eyða allri ævinni í að vinna fyrir einhvern steinkassa“

Jó­hann Jóns­son á Ak­ur­eyri hef­ur alltaf ver­ið draslasafn­ari en vinn­ur nú í því að ein­falda líf­ið með því að taka upp míni­malísk­an lífs­stíl. Jó­hann gekk í gegn­um ým­iss kon­ar missi síð­ustu miss­eri sem varð til þess að hann ákvað að breyta til og njóta lífs­ins á með­an hann get­ur. Jó­hann seg­ir uppá­tæk­ið hafa vak­ið mikla at­hygli og er þess full­viss að fleiri munu minnka við sig til þess að geta leyft sér meira.

„Neita að eyða allri ævinni í að vinna fyrir einhvern steinkassa“
Notalegur bústaður Jóhann átti lítið land í bökkum Hlíðarfjalls og hefur nú flutt bústað á landið. Nú vinnur hann hörðum höndum að því að selja mest allt sitt og í vor ætla hann og kærastan að flytja í bústaðinn. Mynd: Guðrún Þórs.

„Ég hef þroskast mikið á síðustu tíu árum, bæði í sambandi við lífið og dauðann. Eftir að hafa misst marga mér nákomna og gengið í gegnum skilnað og annan missi fann ég að það var kominn tími á breytingar. Ég vildi einfalda líf mitt því lífið er ekki endalaust og ég vil njóta þess á meðan það er,“ segir Jóhann Jónsson á Akureyri, sem tók þá ákvörðun fyrir stuttu að taka upp mínimalískan lífsstíl.

Draslasafnari á kafi í lífsgæðakapphlaupi

Jóhann segist alltaf hafa verið mikill draslasafnari sem hafi ávallt verið á kafi í lífsgæðakapphlaupinu. Þessa dagana er hann hins vegar að losa sig við sem mest af eigum sínum, borga upp bankaskuldir og gera upp bústað sem hann hefur flutt upp í bakka Hlíðarfjalls þar sem hann á lítið land. „Það getur verið erfitt að losa sig við sumt af dótinu en þetta er aðallega spurning um að taka til …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Unglingastarfið tvöfaldast í Hvítasunnukirkjunni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“
5
Viðtal

Ung­linga­starf­ið tvö­fald­ast í Hvíta­sunnu­kirkj­unni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“

Aukn­ing í kirkju­sókn ungs fólks hef­ur gert vart við sig í Hvíta­sunnu­kirkj­unni Fíla­delfíu líkt og inn­an þjóð­kirkj­unn­ar. For­stöðu­mað­ur safn­að­ar­ins seg­ir að það sem ein­kenni ung­menn­in sé sjálfsprott­in trú án þess að þau standi frammi fyr­ir erf­ið­leik­um í líf­inu. „Þau eign­uð­ust trú á Guð, fóru að biðja og stunda sitt trú­ar­líf í ein­rúmi. Svo finna þau hjá sér sterka þörf til að tengj­ast öðr­um.“

Mest lesið í mánuðinum

Sif Sigmarsdóttir
6
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár