Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Guðmundur Andri telur ómaklega vegið að Alþingi í Landsréttarmálinu

„Ég held að Al­þingi hafi veitt dóms­mála­ráð­herra at­beina að ákvörð­un­um sín­um í góðri trú.“

Guðmundur Andri telur ómaklega vegið að Alþingi í Landsréttarmálinu

Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar, telur Alþingi hafa sætt ómaklegri gagnrýni vegna embættisfærslna dómsmálaráðherra í Landsréttarmálinu.

Í umræðum undir liðnum fundarstjórn forseta í dag tók hann upp hanskann fyrir fyrrverandi stjórnarmeirihluta Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar og sagðist telja Alþingi hafa staðfest tillögu dómsmálaráðherra um dómaraefni við Landsrétt í góðri trú. 

Guðmundur Andri vitnaði í pistil sem Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttarlögmaður birti nýlega á Kjarnanum. Þar segir Ragnar: „Alþingi brást skyldum sínum með alvarlegum hætti. Það gætti ekki að eftirlitshlutverki sínu með framkvæmdarvaldinu. Alþingi tempraði ekki vald framkvæmdarvaldsins heldur studdi ólögmætar ákvarðanir.“

Skrif Ragnars ríma vel við niðurstöðu Hæstaréttar í dómum sem kveðnir voru upp 19. desember, en þar kemur skýrt fram að „annmarki var á meðferð Alþingis á tillögu dómsmálaráðherra þar sem ekki var bætt úr annmörkum á málsmeðferð ráðherra þegar málið kom til atkvæðagreiðslu á Alþingi.“

Guðmundur telur Ragnar þó ganga fulllangt í ályktunum sínum. „Vegna þess að ég held að Alþingi hafi veitt dómsmálaráðherra atbeina að ákvörðunum sínum í góðri trú þrátt fyrir allt. Alþingi hafði einfaldlega ekki þær upplýsingar sem það þurfti að hafa í þessu máli til að taka vitlegar ákvarðanir um skipan dómara. Alþingi hafði ekki upplýsingar um þau miklu og eindregnu varnaðarorð sem embættismenn höfðu haft í frammi í þessu máli.“

Hér má sjá helstu upplýsingarnar sem lágu fyrir Alþingi þegar meirihluti þingmanna studdi tillögu dómsmálaráðherra um skipun Landsréttardómara síðasta sumar og felldu tillögu stjórnarandstöðunnar um að málinu yrði vísað aftur til ríkisstjórnar til frekari undirbúnings.

Við þinglega meðferð málsins komu fram ýmis varnaðarorð og gagnrýni á verklag ráðherra frá reyndum lögfræðingum. Einn þeirra, Jóhannes Karl Sveinsson, sagðist hafa fengið áfall við að lesa rökstuðning ráðherra. Í uppsiglingu væri réttarfarshneyksli sem yrði íslensku samfélagi dýrt, ekki aðeins vegna mögulegs bótaréttar umsækjenda heldur einnig vegna þess vantrausts og langvarandi vandamála í réttarkerfinu sem framganga ráðherra kynni að hafa í för með sér. 

Flestum sérfræðingum bar saman um að ef ráðherra ákvæði að víkja frá mati dómnefndar bæri henni, lögum samkvæmt, að framkvæma eigin rannsókn á hæfni umsækjenda þannig að enginn vafi léki á því að hæfustu einstaklingarnir væru skipaðir. Við meðferð málsins var vísað sérstaklega til dóms Hæstaréttar í máli nr. 412/2010, frá 14. apríl 2011, þar sem rétturinn komst að þeirri niðurstöðu að við skipun í embætti héraðsdómara hefði þáverandi ráðherra ekki uppfyllt rannsóknarskyldu sína, enda þyrfi til þess að liggja fyrir „fullnægjandi rökstuðningur fyrir því að þeir umsækjendur sem ráðherra leggur til séu a.m.k. jafnhæfir og þeir sem dómnefndin leggur til“. 

Þann 19. desember 2017 staðfesti Hæstiréttur Íslands að þau varnaðarorð sem fram komu við meðferð málsins á þinginu áttu sannarlega rétt á sér: málsmeðferð ráðherra við skipun Landsréttardómara stóðst ekki stjórnsýslulög, enda var rannsókn hennar á hæfni umsækjenda ófullnægjandi. Vísaði Hæstiréttur sérstaklega til dómafordæmisins frá 2011, rétt eins og sérfræðingar í lögum og þingmenn stjórnarandstöðunnar höfðu ítrekað gert í umfjöllun um málið. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Skipun dómara við Landsrétt

Saga Landsréttarmálsins: Hver ber ábyrgð?
ÚttektSkipun dómara við Landsrétt

Saga Lands­rétt­ar­máls­ins: Hver ber ábyrgð?

Yf­ir­deild MDE átel­ur Sig­ríði And­er­sen, fyrr­ver­andi dóms­mála­ráð­herra, fyr­ir þátt henn­ar í Lands­rétt­ar­mál­inu. Hæstirétt­ur og Al­þingi, þá und­ir meiri­hluta Sjálf­stæð­is­flokks, Við­reisn­ar og Bjartr­ar fram­tíð­ar, fá einnig gagn­rýni. Yf­ir­deild­in seg­ir gjörð­ir Sig­ríð­ar vekja rétt­mæt­ar áhyggj­ur af póli­tískri skip­un dóm­ara.
Fjölskylduvítið
Þóra Kristín Ásgeirsdóttir
PistillSkipun dómara við Landsrétt

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir

Fjöl­skyldu­vít­ið

Ís­lenska stjórn­mála­fjöl­skyld­an hef­ur öll meg­in­ein­kenni sjúkr­ar fjöl­skyldu út frá kenn­ing­um um með­virkni enda al­in upp við sjúk­leg­ar að­stæð­ur. Í því ljósi er for­vitni­legt að skoða „póli­tískt at og óvirð­ingu Mann­rétt­inda­dóm­stóls­ins í Strass­bourg við Al­þingi Ís­lend­inga“ sem „skipt­ir víst engu máli þeg­ar upp er stað­ið“.
Yfirlýstur andstæðingur Mannréttindadómstólsins flutti erindi á afmæli Hæstaréttar
FréttirSkipun dómara við Landsrétt

Yf­ir­lýst­ur and­stæð­ing­ur Mann­rétt­inda­dóm­stóls­ins flutti er­indi á af­mæli Hæsta­rétt­ar

Dansk­ur pró­fess­or sem er þekkt­ur fyr­ir að vilja að Dan­ir hætti að lúta dóm­um Mann­rétt­inda­dóm­stóls Evr­ópu flutti ávarp á af­mæl­is­sam­komu Hæsta­rétt­ar. Boð­ið vek­ur at­hygli þar sem máls­með­ferð Ís­lands vegna Lands­rétt­ar­máls­ins hjá yf­ir­deild MDE stend­ur nú yf­ir.

Mest lesið

Leitin að upprunanum
3
GagnrýniSilfurgengið

Leit­in að upp­run­an­um

ÁÁr­ið er 2022 og kór­óna­veirufar­ald­ur­inn er loks í rén­un. Sig­ríð­ur Lei, eða Sirrý­lei eins og hún er köll­uð, fær gamla silf­ur­nælu í 15 ára af­mæl­is­gjöf frá ömmu sinni. Á bak­hlið næl­unn­ar er nafn­ið Sig­ríð­ur áletr­að en Sirrý­lei heit­ir í höf­uð­ið á ömmu sinni, Dí­dí, sem heit­ir í höf­uð­ið á ömmu sinni, Siggu, sem hét í höf­uð­ið á ömmu sinni, Sig­ríði....
Af hvítum bjargvættum
6
GagnrýniMzungu

Af hvít­um bjarg­vætt­um

Mzungu eft­ir Þór­unni Rakel Gylfa­dótt­ur, höf­und bók­ar­inn­ar Akam, ég og Annika, og Simon Okoth Aora, kom eins og storm­sveip­ur inn í ís­lenska jóla­bóka­flóð­ið, klædd æp­andi, app­el­sínu­gulri kápu. Þar er fjall­að um Huldu, ís­lenska konu sem held­ur til Ken­ía til að starfa á mun­að­ar­leys­ingja­hæli hins ís­lenska Skúla, fyrr­um fíkils sem hef­ur snú­ið við blað­inu. Ásamt Huldu á ferða­lag­inu eru Dag­ur, 18...

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sif Sigmarsdóttir
1
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...
Átröskun á jólunum: „Ég borðaði mandarínu á aðfangadag“
6
Viðtal

Átrösk­un á jól­un­um: „Ég borð­aði manda­rínu á að­fanga­dag“

„Þetta er sjúk­dóm­ur sem fer ekki í jóla­frí,“ seg­ir El­ín Ósk Arn­ars­dótt­ir, sem hef­ur glímt við átrösk­un í þrett­án ár. Hún seg­ir jóla­há­tíð­ina einn erf­ið­asta tíma árs­ins fyr­ir fólk með sjúk­dóm­inn þar sem mat­ur spil­ar stórt hlut­verk og úr­ræð­um fækk­ar fyr­ir sjúk­linga. El­ín er nú á bata­vegi og hvet­ur fólk til að tala hlut­laust um mat og sleppa því að refsa sér.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár