Starfsmaður ráðgjafarfyrirtækis sem er í eigu stjórnarformanns og hluthafa stærsta laxeldisfyrirtækis Íslands, Kjartans Ólafssonar, vann fyrir atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið að stefnumótunarvinnu um laxeldi á Íslandi. Vinnu mannsins, Jóns Þrándar Stefánssonar, fyrir ráðuneytið lauk þann 15. desember síðastliðinn en hann var starfsmaður nefndarinnar um stefnumótun í laxeldi sem skilaði af sér skýrslu síðasta haust. Í svari frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu segir um þetta: „Jón Þrándur starfaði hér sem verktaki á síðasta ári og kom að vinnu vegna laxeldismála.“
Jón Þrándur segir að ráðuneytið hafi leitað til sín og að hann hafi unnið þar sem verktaki og ráðuneytið þurfi því að svara fyrir ráðninguna. Á þessum tíma var Jón Þrándur fastráðinn starfsmaður ráðgjafarfyrirtækis stjórnarformanns Arnarlax, Markó Partners ehf., sem stjórnarformaðurinn, Kjartan Ólafsson, stýrir sem framkvæmdastjóri og á 50 prósenta hlut í. Jón Þrándur starfar enn hjá Markó Partners ehf.
Kjartan Ólafsson var sjálfur nefndarmaður í stefnumótunarnefndinni um framtíð laxeldis á Íslandi en …
Athugasemdir