Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra vill breyta lögum til að auka aðgengi almennings að upplýsingum um starfsemi Alþingis og þingmanna. Þetta segir hún aðspurð um þá staðreynd að upplýsingalög nái ekki til þingmanna á Alþingi og hvort hún hafi hug á að beita sér fyrir því að þessu verði breytt. Stundin spurði alla þingmenn á Alþingi að þessum tveimur spurningum en einungis lítill hluti þingmanna svaraði spurningunum, sjö þingmenn Vinstri grænna og þingflokkur Samfylkingarinnar.
Oft hefur gengið erfiðlega fyrir fjölmiðla að fá aðgang að gögnum og upplýsingum um starfsemi Alþingis þar sem þessir aðilar eru undanþegnir upplýsingalögum. Þannig má til dæmis nefna að Stundin reyndi á síðasta ári að fá svör frá þingmönnum og Alþingi um innheimtan aksturskostnað einstaka þingmanna – þingmenn sem þurfa að ferðast mikið innanlands vegna starfa sinna geta fengið endurgreiddan kostnað vegna afnota sinna af einkabílum sem notaðir eru til þessara ferðalaga – en varð ekki ágengt í …
Athugasemdir