Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Logi: „Er ekki allt í lagi þótt eitthvað af útgerðarfyrirtækjum fari á hausinn?“

Loga Ein­ars­syni, for­manni Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, finnst skjóta skökku við að Óli Björn Kára­son, þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins, boði frjáls­hyggju en vilji um leið hlífa út­gerð­ar­fyr­ir­tækj­um við járnaga mark­að­ar­ins.

Logi: „Er ekki allt í lagi þótt eitthvað af útgerðarfyrirtækjum fari á hausinn?“

Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segir lykilatriði í umræðum um veiðigjöld og fiskveiðistjórnunarkerfið á Íslandi að þjóðin fái aukna hlutdeild í arðinum af sameiginlegum auðlindum og að byggðunum í landinu blæði ekki. 

Í stjórnmálaumræðum á Alþingi rétt í þessu gagnrýndi hann Óla Björn Kárason, þingmann Sjálfstæðisflokksins, fyrir að að vera frjálshyggjumaður í orði en tala um leið fyrir því að útgerðarfyrirtækjum væri hlíft við aga markaðarins. 

„Með veiðigjöldin þá viljum við fyrst og fremst að þjóðin fái hærri afgjöld af sameiginlegum auðlindum sínum, hvort sem um er að ræða í sjó eða orku eða annað slíkt. Auðvitað getur slíkt kerfi leitt til mikillar samþjöppunar, en það eru líka til aðrar leiðir til að halda uppi byggðum í landinu en að þvinga menn til að standa í útgerð og atvinnuháttum sem í rauninni kannski bera sig ekki lengur,“ sagði Logi og spurði: „Af hverju bjóðum við ekki út eitthvað af þessum kvóta, af hverju tökum við ekki byggðakvótann og látum byggðirnar fá peningana í staðinn fyrir að vera með þetta kerfi sem við erum með í dag og gera þeim kannski kleift að byggja upp á nýjum atvinnuvegum, ferðaþjónustu, nýsköpun og öðru slíku?“

„Aðalatriðið er að byggðunum blæði ekki“

Þá sagði hann ótrúlegt að hlusta á málflutning Óla Björns Kárasonar, „fulltrúa frjálshyggjunnar“, í umræðum um útgerðina. „Á hún að lúta allt öðrum lögmálum, öðrum en verkfræðistofur, rakarastofur eða nuddstofur? Er ekki allt í lagi þótt eitthvað af útgerðarfyrirtækjum fari á hausinn og við leitum í hagkvæmasta reksturinn, þannig að þjóðin fái á endanum afgjaldið? Aðalatriðið er að byggðunum blæði ekki, en ef að háttvirtur þingmaður getur fullvissað mig um að í núverandi kerfi hafi byggðunum ekki blætt, þá skal ég bara biðjast afsökunar.“

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Fiskveiðar

Mest lesið

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
1
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
3
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu