Tryggvi Þór Herbertsson, ráðgjafi fjárfestingarfélagsins GAMMA og fyrrverandi þingmaður og efnahagsráðgjafi ríkisstjórnar Geirs H. Haarde, fór um sveitir Dalabyggðar í gær og skoðaði aðstæður og fundaði með sveitarstjórninni út af áhuga fyrirtækisins á rafmagnsframleiðslu með vindorku í sveitinni. Með í för var franskt samstarfsfyrirtæki GAMMA, orkufyrirtæki sem ekki liggur fyrir hvað heitir. Þetta segir Sveinn Pálsson, sveitarstjóri í Dalabyggð, aðspurður um fundahöldin með GAMMA.
Tryggvi Þór, sem var einnig forstjóri fjárfestingarbanka Milestone sem kallaðist Askar Capital, er annar af starfsmönnum GAMMA sem var með í heimsókninni en hinn er Friðjón Þórðarson sem meðal annars starfaði hjá verðbréfafyrirtækinu Virðingu á árum áður. Friðjón stýrir verkefninu samkvæmt Sveini.
Heimildir Stundarinnar herma að GAMMA hafi augastað á jörðinni Dönustöðum í Dölum, sem er eyðjörð sem liggur að jörðinni Lambeyrum. Dönustaðir eru í eigu ættingja Ásmundar Einars Daðasonar, félags- og jafnréttismálaráðherra og þingmanns Framsóknarflokksins. Faðir þingmannsins, Daði Einarsson, á rúmlega tveggja prósenta hlut í …
Athugasemdir