Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Óli Björn vill umbylta skattkerfinu og taka upp flatan tekjuskatt

Formað­ur efna­hags- og við­skipta­nefnd­ar Al­þing­is vill að ís­lenska tekju­skatt­s­kerf­ið verði áþekk­ara því fyr­ir­komu­lagi sem tíðk­ast í ríkj­um Aust­ur-Evr­ópu.

Óli Björn vill umbylta skattkerfinu og taka upp flatan tekjuskatt
Óli Björn Kárason Vill ekki skattþrep, þar sem einstaklingar borga mismikinn tekjuskatt, heldur hugsanlega mismikinn persónuafslátt eftir tekjum. Mynd: xd.is

Óli Björn Kárason, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, vill að gerðar verði grundvallarbreytingar á skattkerfinu.

Tekinn verði upp flatur tekjuskattur eins og tíðkaðist á árunum fyrir hrun en einungis persónuafslátturinn verði nýttur til tekjujöfnunar, þ.e. með því að fara stiglækkandi eftir tekjum. Þetta kom fram í viðtali við Óla Björn í sjónvarpsfréttum RÚV í gærkvöldi. 

„Ég hef lengi talað fyrir því að við eigum að innleiða hér og taka upp eitt þrep tekjuskatts og síðan getum við verið með persónuafslátt sem fari þá hugsanlega stiglækkandi eftir tekjum,“ sagði hann.

Hugmyndir Óla Björns um stiglækkandi persónuafslátt eru í anda sjónarmiða sem Flokkur fólksins hefur sett fram. „Í kosningabaráttunni, ef ég má leyfa mér að vísa til hennar, lagði Flokkur fólksins fram hugmyndir um að hægt væri að framkvæma aðgerðir til umbóta í þessu efni með því að taka upp stiglækkandi persónuafslátt þannig að hann félli niður við tekjur kannski kringum 1,5 milljónir króna, eitthvað slíkt,“ sagði Ólafur Ísleifsson, þingmaður Flokks fólksins, í umræðum um fyrsta fjárlagafrumvarp sitjandi ríkisstjórnar. 

Flatur tekjuskattur heyrir til undantekninga meðal þróaðra ríkja en hefur tíðkast í Austur-Evrópuríkjum. Slíkt fyrirkomulag var við lýði á Íslandi fyrir hrun og kynti undir þróun þar sem bilið milli ríkra og fátækra breikkaði miklu meira en í öðrum Evrópuríkjum.

„Skattkerfið sem við Íslendingar höfum búið við undanfarin ár hefur verið það hægrisinnaðasta af skattkerfum allra efnaðra ríkja innan OECD,“ skrifaði Jón Steinsson, lektor í hagfræði við Columbia-háskóla í Bandaríkjunum, þegar hann fjallaði um íslenska tekjuskattskerfið í pistli árið 2010.

Þetta breytist þegar þrepaskipt skattkerfi, stighækkandi þrískiptur tekjuskattur, var tekinn upp í tíð vinstristjórnarinnar. Síðan hefur verið dregið talsvert úr stígandi í skattlagningu, meðal annars með fækkun skattþrepa, raunrýrnun persónuafsláttar og veikingu tekjutilfærslukerfa. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Ríkisfjármál

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár