Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Óli Björn vill umbylta skattkerfinu og taka upp flatan tekjuskatt

Formað­ur efna­hags- og við­skipta­nefnd­ar Al­þing­is vill að ís­lenska tekju­skatt­s­kerf­ið verði áþekk­ara því fyr­ir­komu­lagi sem tíðk­ast í ríkj­um Aust­ur-Evr­ópu.

Óli Björn vill umbylta skattkerfinu og taka upp flatan tekjuskatt
Óli Björn Kárason Vill ekki skattþrep, þar sem einstaklingar borga mismikinn tekjuskatt, heldur hugsanlega mismikinn persónuafslátt eftir tekjum. Mynd: xd.is

Óli Björn Kárason, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, vill að gerðar verði grundvallarbreytingar á skattkerfinu.

Tekinn verði upp flatur tekjuskattur eins og tíðkaðist á árunum fyrir hrun en einungis persónuafslátturinn verði nýttur til tekjujöfnunar, þ.e. með því að fara stiglækkandi eftir tekjum. Þetta kom fram í viðtali við Óla Björn í sjónvarpsfréttum RÚV í gærkvöldi. 

„Ég hef lengi talað fyrir því að við eigum að innleiða hér og taka upp eitt þrep tekjuskatts og síðan getum við verið með persónuafslátt sem fari þá hugsanlega stiglækkandi eftir tekjum,“ sagði hann.

Hugmyndir Óla Björns um stiglækkandi persónuafslátt eru í anda sjónarmiða sem Flokkur fólksins hefur sett fram. „Í kosningabaráttunni, ef ég má leyfa mér að vísa til hennar, lagði Flokkur fólksins fram hugmyndir um að hægt væri að framkvæma aðgerðir til umbóta í þessu efni með því að taka upp stiglækkandi persónuafslátt þannig að hann félli niður við tekjur kannski kringum 1,5 milljónir króna, eitthvað slíkt,“ sagði Ólafur Ísleifsson, þingmaður Flokks fólksins, í umræðum um fyrsta fjárlagafrumvarp sitjandi ríkisstjórnar. 

Flatur tekjuskattur heyrir til undantekninga meðal þróaðra ríkja en hefur tíðkast í Austur-Evrópuríkjum. Slíkt fyrirkomulag var við lýði á Íslandi fyrir hrun og kynti undir þróun þar sem bilið milli ríkra og fátækra breikkaði miklu meira en í öðrum Evrópuríkjum.

„Skattkerfið sem við Íslendingar höfum búið við undanfarin ár hefur verið það hægrisinnaðasta af skattkerfum allra efnaðra ríkja innan OECD,“ skrifaði Jón Steinsson, lektor í hagfræði við Columbia-háskóla í Bandaríkjunum, þegar hann fjallaði um íslenska tekjuskattskerfið í pistli árið 2010.

Þetta breytist þegar þrepaskipt skattkerfi, stighækkandi þrískiptur tekjuskattur, var tekinn upp í tíð vinstristjórnarinnar. Síðan hefur verið dregið talsvert úr stígandi í skattlagningu, meðal annars með fækkun skattþrepa, raunrýrnun persónuafsláttar og veikingu tekjutilfærslukerfa. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Ríkisfjármál

Mest lesið

Indriði Þorláksson
3
Aðsent

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld­in og lands­byggð­in

Eng­in vit­ræn rök eru fyr­ir því að hækk­un veiði­gjalds­ins leiði til þess­ara ham­fara, skrif­ar Indriði Þor­láks­son um mál­flutn­ing Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi vegna fyr­ir­hug­aðr­ar breyt­ing­ar á út­reikn­ingi veiði­gjalda. „Að sumu leyti minn­ir þessi púka­blíst­ur­her­ferð á ástand­ið vest­an­hafs þar sem fals­upp­lýs­ing­um er dreift til að kæfa vit­ræna um­ræðu,“ skrif­ar hann.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
1
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár