Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Grét mig í svefn, ein í Ástralíu á jólunum

Andrea Hauks­dótt­ir flaug yf­ir þver­an hnött­inn til að eyða jól­un­um með svik­ul­um kær­asta.

Grét mig í svefn, ein í Ástralíu á jólunum

 

„Einu sinni flaug ég til Ástralíu til að verja jólunum þar. Það var rosalega heitt, 42 stiga hiti. Jólin í Ástralíu eru bara dagdrykkja með stórfjölskyldunni. Fólk grillar og drekkur sig blindfullt. Það eru fáar hefðir, þetta er bara fjölskyldupartí. 

Þetta var mjög eftirminnilegt. Ég átti kærasta í Ástralíu og var búin að ferðast til hans til að vera hjá honum yfir jólin og hitta alla stórfjölskylduna hans. Svo annan í jólum komst ég að því að hann var að slá sér upp með annarri stelpu á meðan hann var að hitta mig. Ég grét mig í svefn annan í jólum, komin þvert yfir hnöttinn til að hitta hann. Ég vaknaði daginn eftir í 43 stiga hita og leið eins og ég væri í helvíti. 

Ég þraukaði í tvo mánuði úti í Ástralíu áður en ég sprakk. Sagði honum hvað ég vissi. Eftir það rakaði ég af mér hárið, sagði honum að éta skít og pantaði mér one way ticket til Taílands. Þar fór ég á fjögurra mánaða fyllirí. En ég er komin til Íslands og orðin edrú í dag.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Fólkið í borginni

Mest lesið

Íslendingar þurfi að ákveða hvar þeir staðsetja sig: „Þetta eru mjög válegir tímar“
3
ViðtalBandaríki Trumps

Ís­lend­ing­ar þurfi að ákveða hvar þeir stað­setja sig: „Þetta eru mjög vá­leg­ir tím­ar“

Pól­skipti hafa átt sér stað í vest­rænu varn­ar­sam­starfi með skyndi­legri stefnu­breyt­ingu Banda­ríkj­anna í ut­an­rík­is­mál­um, seg­ir Erl­ing­ur Erl­ings­son hern­að­ar­sagn­fræð­ing­ur. Hætta geti steðj­að að Ís­landi en Banda­rík­in hafi sýnt að þau séu óút­reikn­an­leg og beri ekki virð­ingu fyr­ir leik­regl­um al­þjóða­kerf­is­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
4
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár