„Einu sinni flaug ég til Ástralíu til að verja jólunum þar. Það var rosalega heitt, 42 stiga hiti. Jólin í Ástralíu eru bara dagdrykkja með stórfjölskyldunni. Fólk grillar og drekkur sig blindfullt. Það eru fáar hefðir, þetta er bara fjölskyldupartí.
Þetta var mjög eftirminnilegt. Ég átti kærasta í Ástralíu og var búin að ferðast til hans til að vera hjá honum yfir jólin og hitta alla stórfjölskylduna hans. Svo annan í jólum komst ég að því að hann var að slá sér upp með annarri stelpu á meðan hann var að hitta mig. Ég grét mig í svefn annan í jólum, komin þvert yfir hnöttinn til að hitta hann. Ég vaknaði daginn eftir í 43 stiga hita og leið eins og ég væri í helvíti.
Ég þraukaði í tvo mánuði úti í Ástralíu áður en ég sprakk. Sagði honum hvað ég vissi. Eftir það rakaði ég af mér hárið, sagði honum að éta skít og pantaði mér one way ticket til Taílands. Þar fór ég á fjögurra mánaða fyllirí. En ég er komin til Íslands og orðin edrú í dag.“
Athugasemdir