Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Öllum gögnum í máli Roberts Downey eytt árið 2015

Mál Önnu Katrín­ar Snorra­dótt­ur gegn Roberti Dow­ney er nú í óvissu eft­ir að henni var til­kynnt að öll­um gögn­um, í mál­inu sem leiddi til fang­els­is­dóms yf­ir Roberti ár­ið 2009, hef­ur ver­ið eytt. Lög­mað­ur Önnu Katrín­ar mun krefjast skýr­inga á því hvers vegna gögn­un­um var eytt og hvaða heim­ild­ir liggja að baki.

Öllum gögnum í máli Roberts Downey eytt árið 2015
Robert Downey Var dæmdur í þriggja ára fangelsi árið 2009 fyrir að brjóta kynferðislega á fjórum unglingsstúlkum. Öllum gögnum í málinu hefur nú verið eytt.

Lögreglan á Suðurnesjum hefur eytt öllum gögnum sem gerð voru upptæk árið 2005 í máli Róberts Árna Hreiðarssonar, nú Roberts Downey. Þetta setur mál Önnu Katrínar Snorradóttur, sem kærði Robert fyrir kynferðisbrot í sumar, í óvissu, en hún treysti því að lögregla ætti enn afrit af myndum og tölvusamskiptum sem gerð voru upptæk við húsleit á heimili Roberts árið 2005. 

Anna Katrín fékk í gær símtal frá Árna Þór Sigmundssyni yfirmanni hjá kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu þar sem henni var tilkynnt að gögnunum hafi verið eytt. Eyðing gagnanna mun hafa verið bókfærð hjá Lögreglunni á Suðurnesjunum 24. febrúar 2015. Árni Þór staðfestir í samtali við Stundina að hafa rætt við Önnu Katrínu í gær um atriði málsins, en gat ekki tjáð sig að öðru leyti um rannsóknina.  

„Ég bara skelf og titra úr reiði,“ segir Anna Katrín. „Ég trúi þessu ekki.“

Hún segir að sér hafi meðal annars verið gefnar þær ástæður að langt værir liðið frá því málið kom upp á sínum tíma og að mögulega væri að finna viðkvæmar persónuupplýsingar um viðskiptavini Roberts frá þessum árum, en hann starfaði sem lögmaður þegar hann var handtekinn. „En þarna voru líklega enn viðkvæmari upplýsingar um mig og ég hefði haldið að það væri hægt að geyma þær með öruggum hætti,“ segir Anna Katrín.

Steinunn Guðbjartsdóttir, lögmaður Önnu Katrínar, fékk einnig þær fréttir í gær að gögnunum hafi verið eytt. Henni vitandi eru engin lagaákvæði um að gögnum skuli eytt eftir tiltekinn tíma. „Ég mun óska eftir skýringum á því hvers vegna þessum gögnum var eytt og hvaða heimild liggi þar að baki,“ segir Steinunn í samtali við Stundina. 

Óttast að málið verði látið falla niðurAnna Katrín Snorradóttir kærði Robert Downey fyrir kynferðisbrot í sumar. Hún treysti á að lögregla ætti enn gögnin sem leiddu til sakfellingar árið 2009, en hefur nú verið tilkynnt að þeim hefur verið eytt.

Var með nöfn 335 stúlkna í minnisbók

Í sumar voru sagðar fréttir af því að Robert Downey, áður Róbert Árni Hreiðarsson, hefði fengið lögmannsréttindi sín aftur eftir að hafa fengið uppreista æru í september 2016. Robert var árið 2009 dæmdur í Hæstarétti í þriggja ára fangelsi fyrir að brjóta kynferðislega á fjórum unglingsstúlkum. Árið 2010 var hann dæmdur fyrir brot gegn fimmtu stúlkunni, en ekki gerð nein refsing. 

Rannsókn lögreglu leiddi í ljós að Robert hefði með afar einbeittum og skipulögðum aðferðum tælt til sín unglingsstúlkum en við húsleit heima hjá honum fundust meðal annars tveir farsímar, fjögur símkort og minnisbók sem innihélt 335 kvenmannsnöfn með ýmist eða bæði símanúmerum eða netföngum. Athygli vakti að við umrædd kvenmannsnöfn mátti víða sjá skráðar tölur sem lögregla taldi vísa á aldur stúlknanna. Í tölvum Roberts fannst að auki töluvert magn af barnaklámi, alls 225 ljósmyndir sem lögregla flokkar sem barnaklám. Á heimili hans fundust einnig fimm myndbandsspólur sem sýna börn á kynferðislegan og klámfenginn hátt.  

„Þarna eru gögn sem hefðu getað stutt mína frásögn og nú hefur komið í ljós að öllum þeim gögnum hefur verið eytt.“

Eftir að Nína Rún Bergsdóttir, Glódís Tara og Halla Ólöf Jónsdóttir stigu fram í sumar sem brotaþolar Roberts lagði sjötta stúlkan, Anna Katrín Snorradóttir, fram kæru gegn Roberti. Hún treysti á að lögregla ætti enn gögnin sem voru gerð upptæk árið 2005, en hana grunar að þar sé meðal annars að finna myndir sem hún sendi Roberti þegar hún var einungis 15 ára gömul. 

Eins og Anna Katrín greindi frá í viðtali við Stundina í sumar var henni greint frá því í skýrslutökum að ekki væri víst að gögnin væru enn til, þau gætu verið skemmd eða týnd. Stundin reyndi í sumar að komast að því hver hefði verið yfir lögreglurannsókninni árið 2005 þegar lagt var hald á tölvur Róberts Árna, klámfengið efni og minnisbókina frægu í von um að komast að því hvernig lögreglurannsóknin fór fram, til dæmis hvort haft hafi verið samband við stúlkurnar í minnisbókinni og hvort samskiptasaga Róberts Árna á samskiptaforritinu MSN hafi fengist við rannsóknina. Engin svör fengust. 

Óttast að málið verði látið falla niður

Anna Katrín segir ótrúlegt að gögnum hafi verið eytt í máli sem þessu, þar sem augljóslega gætu leynst fleiri brotaþolar. „Þarna voru yfir þrjú hundruð nöfn, fullt af samtölum og fullt af myndum af unglingsstúlkum undir 18 ára aldri. Þarna eru gögn sem hefðu getað stutt mína frásögn og nú hefur komið í ljós að öllum þeim gögnum hefur verið eytt.“

Hún segist óttast að þetta verði til þess að málið hennar verði látið falla niður hjá lögreglunni og sé af þessum sökum ekki talið líklegt til sakfellingar.

„Ég vona að einhver taki opinberlega ábyrgð á því afhverju gögnunum var eytt og veiti mér eftirfarandi svör: Er yfir höfuð heimilt að farga sönnunargögnum í dómsmáli eftir x langan tíma? Bað einhver um eyðinguna gagnanna? Ef svo er hver gerði það og á hvaða forsendum og hver heimilaði það? Og ég vona að svörin komi sem fyrst svo að ég þurfi ekki að kalla eftir þeim í marga mánuði eins og með uppreist æru málið. Ég mun ekki gefast upp og ég mun hafa hátt þar til svörin berast mér. Og ef að baki eyðingum gagnanna liggja lagalega réttar ástæður þá mun ég berjast fyrir því að þeim reglum verði breytt svo að engin þurfi að lenda í því sama með mál á svona viðkvæmu stigi,“ segir Anna Katrín að lokum. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
4
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár