Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Samtök atvinnulífsins gefa ekki upp forsendurnar að baki fullyrðingum sínum

Tveir þing­menn stjórn­ar­and­stöð­unn­ar halda á lofti órök­studd­um full­yrð­ing­um frá hags­muna­sam­tök­um fyr­ir­tækja í gagn­rýni sinni á rík­is­stjórn­ina. Sam­tök at­vinnu­lífs­ins hafa ekki orð­ið við beiðni Stund­ar­inn­ar um að gefa upp á hvaða for­send­um mat á stjórn­arsátt­mál­an­um bygg­ir.

Samtök atvinnulífsins gefa ekki upp forsendurnar að baki fullyrðingum sínum
Halldór Benjamín Þorgeirsson Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins gagnrýnir stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar en gefur ekki upp forsendurnar að baki. Mynd: sa.is

Samtök atvinnulífsins gefa ekki upp hvaða forsendur liggja að baki fullyrðingum sínum um að stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar „myndi kosta um 90 milljarða á ári“. Samtökin fullyrða á vef sínum að málefnasamningur nýrrar ríkisstjórnar gefi fyrirheit um árlega útgjaldaaukningu ríkissjóðs og ríkisfyrirtækja upp á 87.860 milljónir króna á kjörtímabilinu og tekjusamdrátt um 15 milljarða en verða ekki við beiðni Stundarinnar um að gefa upp hvaða forsendur liggja að baki útreikningunum.

Flestir fjölmiðlar hafa birt fullyrðingar Samtaka atvinnulífsins (SA) án útskýringa. Vísað hefur verið til fullyrðinga hagsmunasamtakanna sem „úttektar“ og „greinargerðar“ og jafnframt talað um „útreikninga“ Samtaka atvinnulífsins.

Þá hafa tveir þingmenn, þeir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson úr Miðflokknum og Þorsteinn Víglundsson úr Viðreisn, notfært sér fullyrðingar SA í gagnrýni á ríkisstjórnina. 

Samtök atvinnulífsins birtu mat sitt á kostnaði stjórnarsáttmálans í nafnlausum pistli á fimmtudag. Til að geta fjallað um málið óskaði Stundin eftir því að fá yfirlit yfir forsendur matsins fyrir hvern útgjaldalið fyrir sig, enda er ekkert slíkt gefið upp í pistlinum né annars staðar á vef Samtaka atvinnulífsins. Við þeirri beiðni hafa samtökin ekki orðið þrátt fyrir ítrekun.

Mat Samtaka atvinnulífsins á tekjusamdrættinum sem boðaður er í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar virðist vanáætlað. SA fullyrðir að aðeins sé verið að gefa eftir 15 milljarða tekjur á ársgrundvelli þegar fyrirheit stjórnarsáttmálans eru komin til framkvæmda. 

Hins vegar má ætla, samkvæmt útreikningum fjármálaráðuneytisins, að lækkun tekjuskatts um eitt prósentustig kosti ríkissjóð ein og sér 13 til 14 milljarða. Hækkun frítekjumarks af atvinnutekjum eldri borgara kostar um 1,3 milljarða króna á ári samkvæmt mati Tryggingastofnunar og afnám virðisaukaskatts af bóksölu kostar að minnsta kosti 200 til 300 milljónir. Tryggingagjaldið er stór tekjustofn, á að skila um það bil 100 milljörðum á næsta fjárlagaári, og ef ríkisstjórnin hyggst lækka tryggingagjald í samræmi við fyrirheit sem gefin hafa verið aðilum vinnumarkaðarins verður tekjutapið af því verulegt, líklega vel á annan tug milljarða.

Þær skattahækkanir sem koma á móti þessu eru óverulegar; hækkun fjármagnstekjuskatts skilar 2,5 til 3 milljörðum í kassann. Komugjöld eru óútfærð en munu varla skila meira en 3 til 4 milljörðum. Allsendis óljóst er hve miklu hert skattaeftirlit og heildarendurskoðun á gjaldtöku í samgöngum og grænum sköttum mun skila. Ofan á þetta bætist að í stjórnarsáttmálanum er því slegið föstu að fallið verði frá hækkun virðisaukaskatts á ferðaþjónustu sem átti að skila 17,5 milljarða tekjum í ríkissjóð og að kolefnisgjald verði hækkað helmingi minna á næsta ári en áður stóð til. 

Ýkt fullyrðing um skatta

Af þessu má ráða að kostnaður vegna fyrirhugaðra skattalækkana ríkisstjórnarinnar sé nær 30 milljörðum en 15 milljörðum og að Samtök atvinnulífsins vanmeti tekjusamdráttinn. Þetta er í samræmi við þann skattalækkunarboðskap sem birtist í pistli SA, en þar er hvatt eindregið til skattalækkana þrátt fyrir að Ísland sé sagt vera á „toppi hagsveiflunnar“. 

Í pistli SA er fullyrt að „nánast hvergi meðal þróaðra ríkja [séu] skatttekjur hins opinbera sem hlutfall af vergri landsframleiðslu hærri en á Íslandi.“ Þetta er á skjön við samanburð Efnahags- og framfarastofnunar Evrópu á ríkjum að því er varðar hlutfall skatttekna af vergri landsframleiðslu, en samkvæmt viðmiðum OECD eru skattar hærri en á Íslandi í 12 ríkjum í þessum skilningi. Sjá hér:

„Óljóst“ hver kostnaðurinn sé vegna loftslagsmála

Samtök atvinnulífsins telja að stjórnarsáttmálinn feli í sér fyrirheit um 50 milljóna útgjaldaaukningu til atvinnumála, 9,3 milljarða aukningu til mennta- og menningarmála, 15 milljarða aukningu til heilbrigðismála og 8,5 milljarða aukningu til húsnæðismála. Þá er því spáð að 9,6 milljarða viðbótarútgjöld fari til velferðarmála, 42,2 milljarða útgjöld til samgangna, fjarskipta og byggðamála, 2,9 milljarðar til alþjóðamála og 300 milljónir til eflingar Alþingis.

Svo virðist sem SA telji að árlegur kostnaður sem þessu nemur liggi nokkurn veginn ljós fyrir, enda er sérstaklega tekið fram að „óljóst“ sé hver kostnaðurinn verði af aðgerðum í loftslagsmálum. Að öðru leyti eru gefnar upp fremur nákvæmar tölur, t.d. 9.310 milljónir til menntamála.

Vísað er til hins meinta 87,86 milljarða útgjaldavaxtar sem „árlegs kostnaðar“. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, hefur þó dregið aðeins í land og sagt í viðtali við RÚV að það sé „mikilvægt að árétta að þetta er í raun tvískipt. Annars vegar er þetta viðvarandi kostnaðaraukning sem við metum á um 32 milljarða á ári. Hins vegar er þetta innviðafjárfesting sem eru einskiptisfjárfestingar í eðli sínu. Sem eru um 55 milljarðar sem samtals gerir um 90 milljarða króna“.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði í sömu frétt að mat SA væri ekki í samræmi við það sem gert væri ráð fyrir í fjárlagafrumvarpinu sem kynnt verður í vikunni.  Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði svo í viðtali við Mbl.is að hann vildi „sem minnst [...] segja um þetta plagg Sam­taka at­vinnu­lífs­ins að svo stöddu“.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Ríkisfjármál

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Presturinn þurft að ýta ferðamönnum út úr kirkjunni
5
FréttirFerðamannalandið Ísland

Prest­ur­inn þurft að ýta ferða­mönn­um út úr kirkj­unni

Jó­hanna Magnús­dótt­ir, prest­ur í Vík­ur­kirkju, seg­ir dæmi um að er­lend­ir ferða­menn reyni að kom­ast inn í kirkj­una til að taka mynd­ir skömmu áð­ur en kistu­lagn­ing fer fram. Hún hafi þurft að breyta sér í dyra­vörð íklædd­an hempu til að ýta þeim ágeng­ustu út úr kirkj­unni. Björg­un­ar­sveit­in í Vík hef­ur um þriggja ára skeið séð um að loka veg­in­um upp að kirkj­unni með­an út­far­ir fara þar fram.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
6
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár