Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Samtök atvinnulífsins gefa ekki upp forsendurnar að baki fullyrðingum sínum

Tveir þing­menn stjórn­ar­and­stöð­unn­ar halda á lofti órök­studd­um full­yrð­ing­um frá hags­muna­sam­tök­um fyr­ir­tækja í gagn­rýni sinni á rík­is­stjórn­ina. Sam­tök at­vinnu­lífs­ins hafa ekki orð­ið við beiðni Stund­ar­inn­ar um að gefa upp á hvaða for­send­um mat á stjórn­arsátt­mál­an­um bygg­ir.

Samtök atvinnulífsins gefa ekki upp forsendurnar að baki fullyrðingum sínum
Halldór Benjamín Þorgeirsson Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins gagnrýnir stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar en gefur ekki upp forsendurnar að baki. Mynd: sa.is

Samtök atvinnulífsins gefa ekki upp hvaða forsendur liggja að baki fullyrðingum sínum um að stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar „myndi kosta um 90 milljarða á ári“. Samtökin fullyrða á vef sínum að málefnasamningur nýrrar ríkisstjórnar gefi fyrirheit um árlega útgjaldaaukningu ríkissjóðs og ríkisfyrirtækja upp á 87.860 milljónir króna á kjörtímabilinu og tekjusamdrátt um 15 milljarða en verða ekki við beiðni Stundarinnar um að gefa upp hvaða forsendur liggja að baki útreikningunum.

Flestir fjölmiðlar hafa birt fullyrðingar Samtaka atvinnulífsins (SA) án útskýringa. Vísað hefur verið til fullyrðinga hagsmunasamtakanna sem „úttektar“ og „greinargerðar“ og jafnframt talað um „útreikninga“ Samtaka atvinnulífsins.

Þá hafa tveir þingmenn, þeir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson úr Miðflokknum og Þorsteinn Víglundsson úr Viðreisn, notfært sér fullyrðingar SA í gagnrýni á ríkisstjórnina. 

Samtök atvinnulífsins birtu mat sitt á kostnaði stjórnarsáttmálans í nafnlausum pistli á fimmtudag. Til að geta fjallað um málið óskaði Stundin eftir því að fá yfirlit yfir forsendur matsins fyrir hvern útgjaldalið fyrir sig, enda er ekkert slíkt gefið upp í pistlinum né annars staðar á vef Samtaka atvinnulífsins. Við þeirri beiðni hafa samtökin ekki orðið þrátt fyrir ítrekun.

Mat Samtaka atvinnulífsins á tekjusamdrættinum sem boðaður er í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar virðist vanáætlað. SA fullyrðir að aðeins sé verið að gefa eftir 15 milljarða tekjur á ársgrundvelli þegar fyrirheit stjórnarsáttmálans eru komin til framkvæmda. 

Hins vegar má ætla, samkvæmt útreikningum fjármálaráðuneytisins, að lækkun tekjuskatts um eitt prósentustig kosti ríkissjóð ein og sér 13 til 14 milljarða. Hækkun frítekjumarks af atvinnutekjum eldri borgara kostar um 1,3 milljarða króna á ári samkvæmt mati Tryggingastofnunar og afnám virðisaukaskatts af bóksölu kostar að minnsta kosti 200 til 300 milljónir. Tryggingagjaldið er stór tekjustofn, á að skila um það bil 100 milljörðum á næsta fjárlagaári, og ef ríkisstjórnin hyggst lækka tryggingagjald í samræmi við fyrirheit sem gefin hafa verið aðilum vinnumarkaðarins verður tekjutapið af því verulegt, líklega vel á annan tug milljarða.

Þær skattahækkanir sem koma á móti þessu eru óverulegar; hækkun fjármagnstekjuskatts skilar 2,5 til 3 milljörðum í kassann. Komugjöld eru óútfærð en munu varla skila meira en 3 til 4 milljörðum. Allsendis óljóst er hve miklu hert skattaeftirlit og heildarendurskoðun á gjaldtöku í samgöngum og grænum sköttum mun skila. Ofan á þetta bætist að í stjórnarsáttmálanum er því slegið föstu að fallið verði frá hækkun virðisaukaskatts á ferðaþjónustu sem átti að skila 17,5 milljarða tekjum í ríkissjóð og að kolefnisgjald verði hækkað helmingi minna á næsta ári en áður stóð til. 

Ýkt fullyrðing um skatta

Af þessu má ráða að kostnaður vegna fyrirhugaðra skattalækkana ríkisstjórnarinnar sé nær 30 milljörðum en 15 milljörðum og að Samtök atvinnulífsins vanmeti tekjusamdráttinn. Þetta er í samræmi við þann skattalækkunarboðskap sem birtist í pistli SA, en þar er hvatt eindregið til skattalækkana þrátt fyrir að Ísland sé sagt vera á „toppi hagsveiflunnar“. 

Í pistli SA er fullyrt að „nánast hvergi meðal þróaðra ríkja [séu] skatttekjur hins opinbera sem hlutfall af vergri landsframleiðslu hærri en á Íslandi.“ Þetta er á skjön við samanburð Efnahags- og framfarastofnunar Evrópu á ríkjum að því er varðar hlutfall skatttekna af vergri landsframleiðslu, en samkvæmt viðmiðum OECD eru skattar hærri en á Íslandi í 12 ríkjum í þessum skilningi. Sjá hér:

„Óljóst“ hver kostnaðurinn sé vegna loftslagsmála

Samtök atvinnulífsins telja að stjórnarsáttmálinn feli í sér fyrirheit um 50 milljóna útgjaldaaukningu til atvinnumála, 9,3 milljarða aukningu til mennta- og menningarmála, 15 milljarða aukningu til heilbrigðismála og 8,5 milljarða aukningu til húsnæðismála. Þá er því spáð að 9,6 milljarða viðbótarútgjöld fari til velferðarmála, 42,2 milljarða útgjöld til samgangna, fjarskipta og byggðamála, 2,9 milljarðar til alþjóðamála og 300 milljónir til eflingar Alþingis.

Svo virðist sem SA telji að árlegur kostnaður sem þessu nemur liggi nokkurn veginn ljós fyrir, enda er sérstaklega tekið fram að „óljóst“ sé hver kostnaðurinn verði af aðgerðum í loftslagsmálum. Að öðru leyti eru gefnar upp fremur nákvæmar tölur, t.d. 9.310 milljónir til menntamála.

Vísað er til hins meinta 87,86 milljarða útgjaldavaxtar sem „árlegs kostnaðar“. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, hefur þó dregið aðeins í land og sagt í viðtali við RÚV að það sé „mikilvægt að árétta að þetta er í raun tvískipt. Annars vegar er þetta viðvarandi kostnaðaraukning sem við metum á um 32 milljarða á ári. Hins vegar er þetta innviðafjárfesting sem eru einskiptisfjárfestingar í eðli sínu. Sem eru um 55 milljarðar sem samtals gerir um 90 milljarða króna“.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði í sömu frétt að mat SA væri ekki í samræmi við það sem gert væri ráð fyrir í fjárlagafrumvarpinu sem kynnt verður í vikunni.  Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði svo í viðtali við Mbl.is að hann vildi „sem minnst [...] segja um þetta plagg Sam­taka at­vinnu­lífs­ins að svo stöddu“.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Ríkisfjármál

Mest lesið

Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
2
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
5
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár