Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Lét æskudrauminn rætast og hjálpar þúsund manns að eiga góð jól

Anna Pét­urs­dótt­ir hef­ur kynnst áskor­un­um lífs­ins. Hún fékk heila­blæð­ingu í rækt­inni rúm­lega fer­tug sem hafði mik­il áhrif á hana. Nú er hún í for­mennsku fyr­ir stjórn Mæðra­styrksnefnd­ar Reykja­vík­ur sem að­stoð­ar rúm­lega þús­und manns fyr­ir jól­in.

Lét æskudrauminn rætast og hjálpar þúsund manns að eiga góð jól
Dreymdi um að hjálpa Eftir allt saman átti Anna Pétursdóttir eftir að vinna fyrir mæðrastyrksnefnd þegar hún varð fullorðin, eins og hana dreymdi um í barnæsku. Mynd: Heiða Helgadóttir

Anna Pétursdóttir var lítill krakki þegar hún heyrði talað um Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur í fyrsta skipti.

„Ég man að ég stóð fyrir framan Rafha-eldavél og var að hlusta á útvarpið með mömmu sem var að búa til matinn. Þá kom frétt um mæðrastyrksnefnd og ég sagði við mömmu að þetta ætlaði ég að gera þegar ég yrði stór.“

Þetta átti eftir að rætast. En ekki fyrr en eftir að hún hafði þurft að ganga í gegnum mikla erfiðleika á lífsleiðinni.

Anna bjó í Þýskalandi í sex ár og í Bandaríkjunum í sjö ár og fluttu hún og fjölskylda hennar aftur til Íslands haustið 1996 eftir nám og störf ytra. „Ég þrímjaðmagrindarbrotnaði stuttu eftir að ég flutti heim en ég varð undir hesti.“

Fékk heilablæðingu í ræktinni

Ári eftir slysið fékk Anna heilablæðingu. „Ég var í líkamsrækt og fékk rosalegan höfuðverk. Ég er dálítið þrjósk og ætlaði ekki að gefa mig; …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Lofar stöðugleika til að ná niður 125 milljarða vaxtabyrði
5
Fréttir

Lof­ar stöð­ug­leika til að ná nið­ur 125 millj­arða vaxta­byrði

Rík­is­stjórn­in ætl­ar að ná halla­laus­um rekstri strax ár­ið 2027 en halli næsta árs verð­ur 15 millj­arð­ar, sam­kvæmt nýkynntu fjár­laga­frum­varpi. Það er um 11 millj­örð­um minni halli en gert hafði ver­ið ráð fyr­ir. Vaxta­gjöld rík­is­sjóðs nema nú 125 millj­örð­um króna á ári, sem jafn­gild­ir um 314 þús­und krón­um á hvern íbúa – hærri fjár­hæð en rekst­ur allra fram­halds­skóla og há­skóla lands­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
4
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár