Anna Pétursdóttir var lítill krakki þegar hún heyrði talað um Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur í fyrsta skipti.
„Ég man að ég stóð fyrir framan Rafha-eldavél og var að hlusta á útvarpið með mömmu sem var að búa til matinn. Þá kom frétt um mæðrastyrksnefnd og ég sagði við mömmu að þetta ætlaði ég að gera þegar ég yrði stór.“
Þetta átti eftir að rætast. En ekki fyrr en eftir að hún hafði þurft að ganga í gegnum mikla erfiðleika á lífsleiðinni.
Anna bjó í Þýskalandi í sex ár og í Bandaríkjunum í sjö ár og fluttu hún og fjölskylda hennar aftur til Íslands haustið 1996 eftir nám og störf ytra. „Ég þrímjaðmagrindarbrotnaði stuttu eftir að ég flutti heim en ég varð undir hesti.“
Fékk heilablæðingu í ræktinni
Ári eftir slysið fékk Anna heilablæðingu. „Ég var í líkamsrækt og fékk rosalegan höfuðverk. Ég er dálítið þrjósk og ætlaði ekki að gefa mig; …
Athugasemdir