„Mér finnst þessi bók vera auðveldari en Týnd í paradís sem kom út árið 2015 enda fjallaði sú bók um miklu sársaukafyllri tíma í mínu lífi og sneri að miklu leyti að æsku minni og frumbernsku Mikaels,“ segir Hulda Fríða Berndsen, móðir Mikaels Torfasonar rithöfundar, sem hefur skráð sögu fjölskyldu sinnar og sérstaklega foreldra af fullkominni hreinskilni í tveimur bókum, sú seinni er Syndafallið.
Jólabók og geðdeild
Í bókunum er fátt dregið undan og fjallað um lífshlaup Huldu, Torfa Geirmundssonar, barna þeirra, og fjölskyldna. Hulda Fríða er sátt við báðar bækurnar. Hún aðstoðaði Mikael við að skrá fjölskyldusöguna líkt og Torfi, sem lést í vor. En það var ekki einfalt fyrir Huldu að rifja upp lífshlaup sitt. Eftir að fyrri bókin kom út í aðdraganda jóla árið 2015 fékk hún áfall og lenti inni á geðdeild áður en henni tókst að rífa sig upp úr svartnættinu.
Hulda býr í Smáíbúðahverfinu …
Athugasemdir