„Nei, ég get ekki talað við þig. Ég get ekki tjáð mig um þetta fyrr en eftir helgi,“ segir Tómas Guðbjartsson, brjóstholsskurðlæknir á Landspítala – háskólasjúkrahúsi, í samtali við Stundina. Í lok október komst sænska vísindasiðanefndin CEPN að því að ítalski skurðlæknirinn Paulo Macchiarini hefði gerst sekur um vísindalegt misferli í rannsóknum sínum og skrifum um svokallaðar plastbarkaaðgerðir.
„Hópurinn álítur að gefnar hafi verið villandi upplýsingar“
Meðhöfundar samsekir
Tómas var meðhöfundur að einni grein Paulos Macchiarinis, ásamt lungnalækninum Óskari Einarssyni, sem sænska vísindasiðanefndin telur að hafi falið í sér vísindalegt misferli. Nefndin telur að meðhöfundar Macchiarinis séu allir samsekir í málinu, þar með taldir þeir Tómas og Óskar.
Bendir vísindasiðanefndin á það í niðurstöðu sinni að vísindatímaritin sem birtu greinarnar sem um ræðir eigi að taka greinarnar úr birtingu. Greinin sem Tómas og Óskar voru meðhöfundar að birtist í The Lancet í lok árs 2011. Tómas vill hins vegar …
Athugasemdir