Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Skynsamlegra að nota einskiptistekjur til að greiða niður skuldir

Hag­deild ASÍ tel­ur lof­orð Sjálf­stæð­is­flokks­ins um 100 millj­arða út­gjalda­aukn­ingu sam­hliða skatta­lækk­un­um stang­ast á við markmið laga um op­in­ber fjár­mál. Ás­dís Kristjáns­dótt­ir hjá Sam­tök­um at­vinnu­lífs­ins er einnig þeirr­ar skoð­un­ar að nota beri arð­greiðsl­ur úr bönk­un­um til að greiða nið­ur skuld­ir hins op­in­bera.

Skynsamlegra að nota einskiptistekjur til að greiða niður skuldir
Sammála um niðurgreiðslu skulda Henný Hinz deildarstjóri hagdeildar ASÍ og Ásdís Kristjánsdóttir hjá Samtökum atvinnulífsins.

Hagdeild ASÍ telur að 100 milljarða útgjaldaloforð Sjálfstæðisflokksins samhliða fyrirheitum um skattalækkanir stangist á við sjálfbærnimarkmið laga um opinber fjármál. Hagfræðingar hjá Samtökum atvinnulífsins og ASÍ eru sammála um að æskilegast sé að nota einskiptistekjur hins opinbera, svo sem arðgreiðslur til ríkisins vegna lækkunar eiginfjár viðskiptabankanna, til að greiða niður skuldir frekar en til að stórauka útgjöld til innviðauppbyggingar.

Þetta kemur fram í ítarlegri umfjöllun Stundarinnar um kosningaloforð stjórnmálaflokka sem birtist í síðasta blaði. 

Sjálfstæðisflokkurinn, Vinstri græn og Samfylkingin hafa talað fyrir því að arðgreiðslur til ríkisins úr viðskiptabönkunum verði notaðar til uppbyggingar innviða. 

VG og Samfylking hafa ekki nefnt tölur í þessu samhengi, en fram kemur á vef Sjálfstæðisflokksins að flokkurinn vilji að bankarnir greiði allt að 100 milljarða króna í sérstakar arðgreiðslur á næstu árum og að fjármagninu verði varið beint til innviðafjárfestinga, meðal annars „til að bæta vegina, og styrkja samgöngur um allt land, en einnig aðra innviði svo sem í heilbrigðiskerfinu og menntakerfinu“.

Ekki var gert ráð fyrir þessari gríðarlegu útgjaldaaukningu í fjármálaáætlun Benedikts Jóhannessonar sem samþykkt var í sumar né í fjármálaáætlun Bjarna Benediktssonar sem samþykkt var í fyrra. 

Mikilvægt að sporna gegn hærri verðbólgu og vöxtum

Að mati hagdeildar ASÍ er skynsamlegast að nota fjármuni úr bankakerfinu vegna lækkunar eiginfjár til að greiða niður skuldir ríkissjóðs og lækka þannig vaxtakostnað hins opinbera. Þannig megi skapa svigrúm til aukinna rekstrarútgjalda til lengri tíma.

Í umsögn hagdeildarinnar um loforð flokka, sem unnin var að beiðni Stundarinnar og byggir á útdrætti á kosningaloforðum sem tekin voru saman, kemur fram að tillögur Sjálfstæðisflokksins samræmist ekki sjálfbærnimarkmiðum laga um opinber fjármál. 

„Flokkurinn boðar mikilvæga og umfangsmikla útgjaldaaukningu og frekari skattalækkanir. Rekstur ríkissjóðs er nú þegar í járnum þegar leiðrétt er fyrir hagsveiflunni og tillögurnar eru því ekki í samræmi við sjálfbærnimarkmið laga um opinber fjármál,“ segir í umsögninni. 

„Fara þarf varlega í að draga úr afgangi eða nýta einskiptistekjur svo ríkisreksturinn verði ekki þensluhvetjandi sem eykur þrýsting á peningamálastjórnina og líkurnar á hærri verðbólgu og vöxtum.“

Ríkið haldi áfram að greiða niður skuldir

Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins, er einnig þeirrar skoðunar að mikilvægt sé að nota arðgreiðslur úr bönkunum til að greiða niður skuldir. 

„Ríkið hefur verið að greiða niður skuldir og mikilvægt að halda þeirri vegferð áfram enda eru vaxtagreiðslur ríkisins enn mjög háar, voru á árinu 2017 um 90 milljarða króna. Samfara skuldaniðurgreiðslum minnkar vaxtakostnaður ríkisins sem um leið losar fjármuni sem unnt er að nýta til annarra mikilvægra verkefna,“ segir hún.

Ásdís telur að ef ráðast eigi í stóraukin útgjöld til málaflokka á borð við heilbrigðis- og menntamál sé eðlilegast að gera það með því að lækka fjárframlög til annarra útgjaldaliða.

Hún bendir á að ráðstafanir á borð við auðlegðar- og hátekjuskatt, sem vinstriflokkarnir hafa sett á oddinn, muni ekki duga til að fjármagna nema brot af þeim stórauknu útgjöldum sem stjórnmálaflokkar tala fyrir nú í aðdraganda kosninga. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Ríkisfjármál

Mest lesið

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
1
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
2
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
3
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
4
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.
Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
5
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
6
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu