Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Skynsamlegra að nota einskiptistekjur til að greiða niður skuldir

Hag­deild ASÍ tel­ur lof­orð Sjálf­stæð­is­flokks­ins um 100 millj­arða út­gjalda­aukn­ingu sam­hliða skatta­lækk­un­um stang­ast á við markmið laga um op­in­ber fjár­mál. Ás­dís Kristjáns­dótt­ir hjá Sam­tök­um at­vinnu­lífs­ins er einnig þeirr­ar skoð­un­ar að nota beri arð­greiðsl­ur úr bönk­un­um til að greiða nið­ur skuld­ir hins op­in­bera.

Skynsamlegra að nota einskiptistekjur til að greiða niður skuldir
Sammála um niðurgreiðslu skulda Henný Hinz deildarstjóri hagdeildar ASÍ og Ásdís Kristjánsdóttir hjá Samtökum atvinnulífsins.

Hagdeild ASÍ telur að 100 milljarða útgjaldaloforð Sjálfstæðisflokksins samhliða fyrirheitum um skattalækkanir stangist á við sjálfbærnimarkmið laga um opinber fjármál. Hagfræðingar hjá Samtökum atvinnulífsins og ASÍ eru sammála um að æskilegast sé að nota einskiptistekjur hins opinbera, svo sem arðgreiðslur til ríkisins vegna lækkunar eiginfjár viðskiptabankanna, til að greiða niður skuldir frekar en til að stórauka útgjöld til innviðauppbyggingar.

Þetta kemur fram í ítarlegri umfjöllun Stundarinnar um kosningaloforð stjórnmálaflokka sem birtist í síðasta blaði. 

Sjálfstæðisflokkurinn, Vinstri græn og Samfylkingin hafa talað fyrir því að arðgreiðslur til ríkisins úr viðskiptabönkunum verði notaðar til uppbyggingar innviða. 

VG og Samfylking hafa ekki nefnt tölur í þessu samhengi, en fram kemur á vef Sjálfstæðisflokksins að flokkurinn vilji að bankarnir greiði allt að 100 milljarða króna í sérstakar arðgreiðslur á næstu árum og að fjármagninu verði varið beint til innviðafjárfestinga, meðal annars „til að bæta vegina, og styrkja samgöngur um allt land, en einnig aðra innviði svo sem í heilbrigðiskerfinu og menntakerfinu“.

Ekki var gert ráð fyrir þessari gríðarlegu útgjaldaaukningu í fjármálaáætlun Benedikts Jóhannessonar sem samþykkt var í sumar né í fjármálaáætlun Bjarna Benediktssonar sem samþykkt var í fyrra. 

Mikilvægt að sporna gegn hærri verðbólgu og vöxtum

Að mati hagdeildar ASÍ er skynsamlegast að nota fjármuni úr bankakerfinu vegna lækkunar eiginfjár til að greiða niður skuldir ríkissjóðs og lækka þannig vaxtakostnað hins opinbera. Þannig megi skapa svigrúm til aukinna rekstrarútgjalda til lengri tíma.

Í umsögn hagdeildarinnar um loforð flokka, sem unnin var að beiðni Stundarinnar og byggir á útdrætti á kosningaloforðum sem tekin voru saman, kemur fram að tillögur Sjálfstæðisflokksins samræmist ekki sjálfbærnimarkmiðum laga um opinber fjármál. 

„Flokkurinn boðar mikilvæga og umfangsmikla útgjaldaaukningu og frekari skattalækkanir. Rekstur ríkissjóðs er nú þegar í járnum þegar leiðrétt er fyrir hagsveiflunni og tillögurnar eru því ekki í samræmi við sjálfbærnimarkmið laga um opinber fjármál,“ segir í umsögninni. 

„Fara þarf varlega í að draga úr afgangi eða nýta einskiptistekjur svo ríkisreksturinn verði ekki þensluhvetjandi sem eykur þrýsting á peningamálastjórnina og líkurnar á hærri verðbólgu og vöxtum.“

Ríkið haldi áfram að greiða niður skuldir

Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins, er einnig þeirrar skoðunar að mikilvægt sé að nota arðgreiðslur úr bönkunum til að greiða niður skuldir. 

„Ríkið hefur verið að greiða niður skuldir og mikilvægt að halda þeirri vegferð áfram enda eru vaxtagreiðslur ríkisins enn mjög háar, voru á árinu 2017 um 90 milljarða króna. Samfara skuldaniðurgreiðslum minnkar vaxtakostnaður ríkisins sem um leið losar fjármuni sem unnt er að nýta til annarra mikilvægra verkefna,“ segir hún.

Ásdís telur að ef ráðast eigi í stóraukin útgjöld til málaflokka á borð við heilbrigðis- og menntamál sé eðlilegast að gera það með því að lækka fjárframlög til annarra útgjaldaliða.

Hún bendir á að ráðstafanir á borð við auðlegðar- og hátekjuskatt, sem vinstriflokkarnir hafa sett á oddinn, muni ekki duga til að fjármagna nema brot af þeim stórauknu útgjöldum sem stjórnmálaflokkar tala fyrir nú í aðdraganda kosninga. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Ríkisfjármál

Mest lesið

Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
1
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
6
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár