Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Fjármálaeftirlitið leit á þingmenn sem innherja

Bjarni Bene­dikts­son, nú­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra, var í hópi þeirra sem Fjár­mála­eft­ir­lit­ið skil­greindi sem inn­herja sam­kvæmt skýrslu sem KP­MG vann fyr­ir skila­nefnd Glitn­is í lok árs­ins 2008.

Fjármálaeftirlitið leit á þingmenn sem innherja
Metinn innherji Strangar reglur gilda um innherjaviðskipti. Mynd: Johannes Jansson

Bjarni Benediktsson, núverandi forsætisráðherra, var í hópi þeirra sem Fjármálaeftirlitið skilgreindi sem innherja samkvæmt skýrslu sem KPMG vann fyrir skilanefnd Glitnis í lok ársins 2008. RÚV greindi frá þessu í gærkvöldi, en Stundin hafði fjallað ítarlega um viðskipti Bjarna Benediktssonar og skyldmenna hans á grundvelli gagna úr Glitni banka áður en Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu samþykkti lögbannsbeiðni á frekari fréttaflutning byggðan á umræddum gögnum í síðustu viku. 

Í frétt RÚV kemur fram að FME hafi skilgreint þá sem komu að undirbúningi þjóðnýtingar Glitnis sem innherja, meðal annars þingmenn, embættismenn og ýmsa ráðgjafa. Í lögum um verðbréfaviðskipti er innherji skilgreindur sem aðili sem hefur að jafnaði aðgang að innherjaupplýsingum, svo sem vegna aðildar að stjórn, rekstri eða eftirliti eða vegna annarra starfa á vegum útgefanda fjármálagerninga, eða býr yfir innherjaupplýsingum af öðrum ástæðum.

Bjarni Benediktsson var viðstaddur neyðarfund um framtíð Glitnis í höfuðstöðvum Stoða, stærsta hluthafa Glitnis, nóttina áður en íslenska ríkið fékk bankann í fangið þann 29. september 2008. Frá þessari aðkomu Bjarna var greint í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis, en á fundinum kom fram að staða Glitnis væri „gríðarlega alvarleg“ eins og haft er eftir einum fundarmanni í skýrslunni. 

Stundin, Reykjavik Media og The Guardian greindu frá því þann 6. október síðastliðinn að Bjarni Benediktsson hefði selt allar eignir sínar í Sjóði 9 hjá Glitni dagana 2. til 6. október árið 2008.

Í kjölfarið steig Bjarni fram í fjölmiðlaviðtölum, meðal annars RÚV, Stöð 2 og í Morgunblaðinu, og þvertók fyrir að hafa á þeim tíma búið yfir innherjaupplýsingum eða trúnaðarupplýsingum af neinu tagi um Glitni. 

Engu að síður voru Bjarni og aðrir þingmenn á lista Fjármálaeftirlitsins yfir innherja hjá Glitni. Í því felst að litið var svo á að vegna stöðu sinnar hefðu þeir aðgang að innherjaupplýsingum eða byggju yfir vitneskju sem teldist til innherjaupplýsinga.

Áður hefur Stundin greint frá því að svo virðist sem Bjarni hafi miðlað upplýsingum um starfsemi Fjármálaeftirlitsins til Glitnismanna, en Bjarni hefur vísað því alfarið á bug að hafa búið yfir trúnaðarupplýsingum um það sem fram fór hjá FME þessa daga. 

Stundin hefur áður fjallað um það hvernig Bjarni Benediktsson var losaður undan skuldbindingum vegna 50 milljóna kúluláns sem hann hafði tekið persónulega hjá Glitni og skuldin færð yfir á eignarhaldsfélag föður hans, Hafsilfur ehf, sem síðar var slitið eftir að skuldir þess höfðu rokið upp úr öllu valdi.

Slitastjórn bankans tók málið til sérstakrar skoðunar eftir hrun og taldi að með skuldskeytingunni hefði bankinn gefið eftir kröfur sem ellegar hefðu verið meiri líkur á að greiddust. Var sérstaklega bent á að hvergi væri fjallað um gjörninginn í fundargerðum bankans og enga bókun væri að finna um málið. Slitastjórnin taldi sig ekki geta farið fram á að skuldskeytingunni yrði rift í ljósi þess að of langt var liðið frá því að gjörningurinn átti sér stað. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Viðskipti Bjarna Benediktssonar

Öll hneykslismálin sem Bjarni stóð af sér
Greining

Öll hneykslis­mál­in sem Bjarni stóð af sér

Bjarni Bene­dikts­son, formað­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins og fyrr­ver­andi fjár­mála­ráð­herra, tengd­ist ýms­um hneykslis­mál­um sem komu upp á Ís­landi í kjöl­far efna­hags­hruns­ins ár­ið 2008. Hann stóð þau öll af sér og var fyr­ir vik­ið oft kennd­ur við efn­ið teflon vegna þess að hann náði alltaf að hrista af sér erf­ið mál á með­an aðr­ir stjórn­mála­menn gátu það ekki.
Selur bankann sem fjölskyldan átti
Úttekt

Sel­ur bank­ann sem fjöl­skyld­an átti

Bjarni Bene­dikts­son upp­lýsti ekki um að­komu sína að fjár­fest­ing­um Eng­ey­inga á með­an hann sat á þingi í að­drag­anda hruns. Fjöl­skylda hans átti ráð­andi hlut í Ís­lands­banka sem lán­aði fé­lög­um þeirra tugi millj­arða króna og einnig Bjarna per­sónu­lega. Nú mæl­ir hann fyr­ir sölu rík­is­ins á hlut í bank­an­um. For­sag­an skað­ar traust, að mati sam­taka gegn spill­ingu.
Atburðarásin í aðdraganda hruns: Hvað vissum við og hvað vissu þeir?
Rannsókn

At­burða­rás­in í að­drag­anda hruns: Hvað viss­um við og hvað vissu þeir?

Þeg­ar erf­ið­leik­ar komu upp hjá Glitni og stór­um hlut­höf­um, fyrst í fe­brú­ar 2008 og svo í sept­em­ber, skipt­ist Bjarni Bene­dikts­son á upp­lýs­ing­um við stjórn­end­ur Glitn­is og sat fundi um stöðu bank­anna með­an hann sjálf­ur, fað­ir hans og föð­ur­bróð­ir komu gríð­ar­leg­um fjár­mun­um í var. Hér er far­ið yf­ir at­burða­rás­ina í máli og mynd­um.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár