Ítalskur barón, Felix Von Longo-Liebenstein, er einn af eigendum kísilmálmfyrirtækisins umdeilda United Silicon í Helguvík, auk þess sem hann er sá sem seldi vatnsréttindi fyrir Hvalárvirkjun á Ströndum til fyrirtækisins HS Orku. Baróninn á ættir sínar að rekja til Suður-Tíról í norðausturhluta Ítalíu og er fjölskylda hans þekkt fyrir vínframleiðslu undir merkinu Baron Longo.
Baróninn er mikill huldumaður á internetinu og gengur til dæmis ekki að finna af honum neina mynd, auk þess sem hann sjálfur er ekki skráður fyrir hlut sínum í kísilfyrirtækinu í gegnum fyrirtækið Kastalabrekku ehf. heldur lögmannsstofa sem heitir Veritas slhf. Stjórnendur Kastalabrekku ehf. eru lögmenn á stofunni sem heita Friðbjörn Garðarsson og Þórhallur Þorvaldsson.
„Það er engin dulúð yfir þessu“
Segist ekki eiga Kastalabrekku
Í samtali við Stundina vill Þórhallur ekki svara því hver eigi félagið Kastalabrekku ehf. „Við erum ekki hluthafar félagsins. Það er ekki þannig. Ég er bara lögmaður félagsins. Ég hef svo …
Athugasemdir