Fyrirhugaður stjórnmálaflokkur Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar mælist með stuðning 7,3 prósenta kjósenda og mælist þar með stærri en Viðreisn, Björt framtíð og Framsóknarflokkurinn. Þetta kemur fram í nýrri skoðanakönnun MMR.
Í dag var greint frá því að Björn Ingi Hrafnsson, fyrrverandi útgefandi og borgarfulltrúi, hefði gengið til liðs við nýtt framboð Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar.
Vinstri græn mælast enn með mest fylgi íslenskra stjórnmálaflokka, eða 24,7 prósent, samkvæmt könnuninni. Fylgi Sjálfstæðisflokksins hefur lækkað um tæp tvö prósentustig frá síðustu könnun MMR sem lauk 4. september 2017 og mældist nú 23,5 prósent fylgi. Fylgi Samfylkingarinnar hækkaði á milli mælinga og er nú 10,4 prósent og fylgi Pírata lækkaði milli mælinga.
Athugasemdir