Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Vilja nýtt breytingaákvæði: Þjóðaratkvæðagreiðslu í stað samþykkis tveggja þinga

Pírat­ar vilja grund­vall­ar­breyt­ingu á breyt­ing­ar­á­kvæði stjórn­ar­skrár­inn­ar en Vinstri græn lögðu fram mála­miðl­un­ar­til­lögu. Sjálf­stæð­is­menn leggj­ast gegn hvoru tveggja.

Vilja nýtt breytingaákvæði: Þjóðaratkvæðagreiðslu í stað samþykkis tveggja þinga

Píratar vilja að samþykkt verði breyting á breytingarákvæði stjórnarskrárinnar fyrir þinglok og tryggt að framvegis þurfi ekki að rjúfa þing og boða til kosninga að nýju til að stjórnarskrárbreytingar taki gildi. Í staðinn verði stjórnarskrárbreytingar bornar undir landsmenn í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Píratar ætla að leggja fram frumvarp um málið í dag og má svo búast við því að greidd verði atkvæði um hvort málið verði sett á dagskrá fyrir þinglok. 

Samkvæmt heimildum Stundarinnar felur tillaga Pírata í sér, að meginefni til, að núgildandi breytingarákvæði stjórnarskrárinnar falli brott og í staðinn komi ákvæði í anda þess sem stjórnlagaráð lagði til árið 2011. Tillaga stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá hlaut yfirgnæfandi stuðning í þjóðaratkvæðagreiðslu þann 20. október 2012. 

Fari svo að frumvarp Pírata verði ekki aðeins tekið á dagskrá heldur samþykkt, bæði á þessu þingi og á því næsta, verður breytingum á stjórnarskrá þannig háttað í framtíðinni að Alþingi samþykkir frumvarp til laga um breytingu á stjórnarskrá og ber það undir atkvæði allra kosningabærra manna til samþykktar eða synjunar. Sé frumvarpið samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu er það svo staðfest af forseta innan tveggja vikna og tekur þá gildi. 

Píratar og Samfylkingin hafa talað fyrir breytingu í þessum anda á breytingarákvæði stjórnarskrárinnar í viðræðum um þinglok undanfarna daga. Sjálfstæðismenn hafa lagst eindregið gegn tillögunni og jafnframt gegn málamiðlunartillögu Katrínar Jakobsdóttur, formanns Vinstri grænna, um að sett verði sams konar bráðabirgðaákvæði í stjórnarskrá og var í gildi á tímabilinu 2013 til 2017. Það ákvæði fól í sér að heimilt væri, á afmörkuðu tímabili, að breyta stjórnarskránni án þingrofs ef yfirgnæfandi stuðningur væri við breytingarnar á Alþingi og í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Stjórnarskrármálið

„Ég er oft á milli steins og sleggju þegar kemur að viðkvæmum málum“
FréttirStjórnarskrármálið

„Ég er oft á milli steins og sleggju þeg­ar kem­ur að við­kvæm­um mál­um“

Þor­steinn Pálm­ars­son, eig­andi Allt-af ehf, fyr­ir­tæk­is­ins sem fjar­lægði veggl­ista­verk­ið „Hvar er nýja stjórn­ar­skrá­in?“ seg­ist oft upp­lifa sig á milli steins og sleggju í deilu­mál­um milli þeirra sem mála á veggi og þeirra sem biðja um að verk­in verði fjar­lægð. Hann vann við að hreinsa til eft­ir mót­mæli í Búsáhalda­bylt­ing­unni.

Mest lesið

Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
1
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Júlía Margrét Alexandersdóttir
1
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
3
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár