Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Vilja nýtt breytingaákvæði: Þjóðaratkvæðagreiðslu í stað samþykkis tveggja þinga

Pírat­ar vilja grund­vall­ar­breyt­ingu á breyt­ing­ar­á­kvæði stjórn­ar­skrár­inn­ar en Vinstri græn lögðu fram mála­miðl­un­ar­til­lögu. Sjálf­stæð­is­menn leggj­ast gegn hvoru tveggja.

Vilja nýtt breytingaákvæði: Þjóðaratkvæðagreiðslu í stað samþykkis tveggja þinga

Píratar vilja að samþykkt verði breyting á breytingarákvæði stjórnarskrárinnar fyrir þinglok og tryggt að framvegis þurfi ekki að rjúfa þing og boða til kosninga að nýju til að stjórnarskrárbreytingar taki gildi. Í staðinn verði stjórnarskrárbreytingar bornar undir landsmenn í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Píratar ætla að leggja fram frumvarp um málið í dag og má svo búast við því að greidd verði atkvæði um hvort málið verði sett á dagskrá fyrir þinglok. 

Samkvæmt heimildum Stundarinnar felur tillaga Pírata í sér, að meginefni til, að núgildandi breytingarákvæði stjórnarskrárinnar falli brott og í staðinn komi ákvæði í anda þess sem stjórnlagaráð lagði til árið 2011. Tillaga stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá hlaut yfirgnæfandi stuðning í þjóðaratkvæðagreiðslu þann 20. október 2012. 

Fari svo að frumvarp Pírata verði ekki aðeins tekið á dagskrá heldur samþykkt, bæði á þessu þingi og á því næsta, verður breytingum á stjórnarskrá þannig háttað í framtíðinni að Alþingi samþykkir frumvarp til laga um breytingu á stjórnarskrá og ber það undir atkvæði allra kosningabærra manna til samþykktar eða synjunar. Sé frumvarpið samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu er það svo staðfest af forseta innan tveggja vikna og tekur þá gildi. 

Píratar og Samfylkingin hafa talað fyrir breytingu í þessum anda á breytingarákvæði stjórnarskrárinnar í viðræðum um þinglok undanfarna daga. Sjálfstæðismenn hafa lagst eindregið gegn tillögunni og jafnframt gegn málamiðlunartillögu Katrínar Jakobsdóttur, formanns Vinstri grænna, um að sett verði sams konar bráðabirgðaákvæði í stjórnarskrá og var í gildi á tímabilinu 2013 til 2017. Það ákvæði fól í sér að heimilt væri, á afmörkuðu tímabili, að breyta stjórnarskránni án þingrofs ef yfirgnæfandi stuðningur væri við breytingarnar á Alþingi og í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Stjórnarskrármálið

„Ég er oft á milli steins og sleggju þegar kemur að viðkvæmum málum“
FréttirStjórnarskrármálið

„Ég er oft á milli steins og sleggju þeg­ar kem­ur að við­kvæm­um mál­um“

Þor­steinn Pálm­ars­son, eig­andi Allt-af ehf, fyr­ir­tæk­is­ins sem fjar­lægði veggl­ista­verk­ið „Hvar er nýja stjórn­ar­skrá­in?“ seg­ist oft upp­lifa sig á milli steins og sleggju í deilu­mál­um milli þeirra sem mála á veggi og þeirra sem biðja um að verk­in verði fjar­lægð. Hann vann við að hreinsa til eft­ir mót­mæli í Búsáhalda­bylt­ing­unni.

Mest lesið

Gætu allt eins verið á hálendinu
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Gætu allt eins ver­ið á há­lend­inu

Lydía Angelíka Guð­munds­dótt­ir, hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur, sjúkra­flutn­inga­mað­ur og fé­lagi í björg­un­ar­sveit­inni Kára, seg­ir sjúkra­við­bragð í Ör­æf­um ekki í sam­ræmi við mann­fjölda. Ferða­þjón­usta þar hef­ur stór­auk­ist und­an­far­in ár. Hún seg­ir að það hægi á tím­an­um á með­an hún bíði eft­ir að­stoð. En sjúkra­bíll er í það minnsta 45 mín­út­ur á leið­inni. Færð­in geti orð­ið slík að sjúkra­bíl­ar kom­ist ekki í Ör­æf­in.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár