Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Hver drap nýju stjórnarskrána?

Gríð­ar­legt púð­ur fór í heild­ar­end­ur­skoð­un stjórn­ar­skrár­inn­ar á síð­asta kjör­tíma­bili. Al­menn­ing­ur var kall­að­ur til þátt­töku á Þjóð­fundi, í stjórn­laga­þings­kosn­ing­um og þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu. Í dag rífst flokk­spóli­tísk nefnd um til­tek­in stjórn­ar­skrárá­kvæði á lok­uð­um fund­um.

Hver drap nýju stjórnarskrána?

Enn er óljóst hvort samstaða náist um stjórnarskrárbreytingar á yfirstandandi kjörtímabili. Sú stjórnarskrárnefnd sem Sigmundur Davíð skipaði eftir þingkosningar hefur fundað 34 sinnum og lagt drög að tillögum um tilteknar breytingar á stjórnarskrá sem ganga mun skemur en þær sem kosið var um í þjóðaratkvæðagreiðslu þann 20. október 2012. Samkvæmt heimildum Stundarinnar hefur verið harkalega deilt um útfærslu þjóðaratkvæðagreiðsluákvæðisins og er hætt við því að ferlið allt strandi á þessu.

Sú staða sem nú er upp komin á sér langa forsögu. Árið 2009 kusu 75 prósent kjósenda stjórnmálaflokka sem höfðu heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar á stefnuskrá sinni. Í kjölfarið fór af stað atburðarás sem vakið hefur heimsathygli, lýðræðistilraun sem er fordæmalaus á Íslandi. Á sex árum hefur mikið vatn runnið til sjávar; boðað var til 1000 manna þjóðfundar og stjórnlaganefnd sett á fót, kosið var til stjórnlagaþings sem strandaði á ákvörðun Hæstaréttar, stjórnlagaráð var skipað þess í stað og blásið til þjóðaratkvæðagreiðslu um mál sem verið hafa þrætuepli í áratugi.

Í dag mætti hins vegar halda að ekkert af þessu hafi gerst. Ferlið var stöðvað í lok síðasta kjörtímabils og í dag spjalla fulltrúar stjórnmálaflokkanna um stjórnarskrárbreytingar á lokuðum samkundum eins og svo oft áður í lýðveldissögunni.

Hvað gerðist? Hvers vegna vildi fólk nýja stjórnarskrá og hvers vegna runnu stjórnar­skrárumbæturnar út í sandinn? Hverjir börðust gegn ferlinu, hverjir reyndu að bjarga því og hverjir drógu lappirnar? Stundin leitaði svara við þessum spurningum og ræddi við fjölda manns sem kom að málinu með mismunandi hætti.

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Stjórnarskrármálið

„Ég er oft á milli steins og sleggju þegar kemur að viðkvæmum málum“
FréttirStjórnarskrármálið

„Ég er oft á milli steins og sleggju þeg­ar kem­ur að við­kvæm­um mál­um“

Þor­steinn Pálm­ars­son, eig­andi Allt-af ehf, fyr­ir­tæk­is­ins sem fjar­lægði veggl­ista­verk­ið „Hvar er nýja stjórn­ar­skrá­in?“ seg­ist oft upp­lifa sig á milli steins og sleggju í deilu­mál­um milli þeirra sem mála á veggi og þeirra sem biðja um að verk­in verði fjar­lægð. Hann vann við að hreinsa til eft­ir mót­mæli í Búsáhalda­bylt­ing­unni.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár