Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Sjálfstæðismenn óánægðir með að fundurinn hafi verið lokaður

„Vissu þau hver nið­ur­staða um­boðs­manns Al­þing­is er?“ spyr sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráð­herra um fund stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar. Eng­in ósk barst um að fund­ur­inn yrði op­inn.

Sjálfstæðismenn óánægðir með að fundurinn hafi verið lokaður
Njáll Trausti Friðbertsson og Jón Gunnarsson líta svo á að fundurinn með umboðsmanni Alþingis hafi varpað nýju ljósi á Hjaltamálið. Mynd: Alþingi

Þingmenn Sjálfstæðisflokksins eru óánægðir með að fundur stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar með umboðsmanni Alþingis í síðustu viku hafi ekki verið opinn og sjónvarpað á þingvefnum. Jón Steindór Valdimarsson, sem tók við af Brynjari Níelssyni sem formaður nefndarinnar í síðustu viku, var gagnrýndur af nefndarmanni Sjálfstæðisflokksins undir lok fundar og spurður hvort honum eða meirihluta nefndarinnar hefði verið kunnugt um afstöðu umboðsmanns í málinu fyrirfram.

Sami tónn er í Facebook-færslu Jóns Gunnarssonar, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, sem spyr: „Hvernig stendur á því að nýr meirihluti í stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd Alþingis kaus að láta þennan fund vera lokaðan fjölmiðlamönnum? Vissu þau hver niðurstaða umboðsmanns Alþingis er í þessu máli?“ Raunin er þó sú að enginn nefndarmaður, hvorki úr Sjálfstæðisflokknum né öðrum þingflokkum, óskaði eftir því að fundurinn yrði opinn almenningi. 

Ekki ástæða til frumkvæðisathugunar

Á umræddum fundi, sem haldinn var á fimmtudag, kom fram að umboðsmaður teldi ekki tilefni til að hefja frumkvæðisathugun á embættisfærslum Sigríðar Andersen dómsmálaráðherra og Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra í málinu sem varð til þess að ríkisstjórnin sprakk.

Afstaða umboðsmanns byggir á því að hann sér ekki ástæðu til að ætla annað en að Sigríður Andersen dómsmálaráðherra hafi sagt satt um efni og ástæður samtals síns við Bjarna Benediktsson þegar hún greindi Bjarna frá því að nafn Benedikts Sveinssonar, föður hans, væri að finna í gögnum um uppreist æru kynferðisbrotamannsins Hjalta Sigurjóns Haukssonar. Samskiptin munu hafa átt sér stað 21. júlí, sama dag og ráðuneytisstjóri benti Sigríði á nafn Benedikts Sveinssonar. 

Tryggvi Gunnarssonumboðsmaður Alþingis

Framáfólk í Sjálfstæðisflokknum hefur túlkað afstöðu umboðsmanns sem eins konar heilbrigðisvottorð fyrir verklag ráðherranna í umræddu máli, eða staðfestingu á því að uppþotið vegna Hjaltamálsins og samskipta ráðherra um það, hafi verið „allt tómur misskilningur“ eins og Jón Gunnarsson orðar það með deilingu sinni á frétt um málið.

„Við erum komin fram með þær upplýsingar að það er óþarfi fyrir samfélagið að vera í einhverjum ótta og óöryggi gagnvart því að þarna hafi ráðamenn gert eitthvað rangt. Svo er ekki,“ skrifar Hildur Sverrisdóttir, þingkona og einn af fulltrúum Sjálfstæðisflokksins í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd, af sama tilefni.

„Má reikna með Umboðsmanni Alþingis í Kastljósinu í kvöld eftir fréttir dagsins?“ spyr Njáll Trausti Friðbertsson, annar nefndarmaður flokksins á Facebook.

Ekki tilefni til að véfengja orð Sigríðar Andersen

Sigríður Andersen greindi Bjarna Benediktssyni frá því þann 21. júlí, að eigin sögn, að faðir Bjarna hefði undirritað meðmæli fyrir Hjalta Sigurjón Hauksson.

Sigríður Andersendómsmálaráðherra

Á þeim tíma hafði dómsmálaráðuneytið neitað brotaþolum, fjölmiðlum og almenningi um sams konar upplýsingar undir þeim formerkjum að um viðkvæm trúnaðargögn væri að ræða.

Úrskurðarnefnd um upplýsingamál komst síðar að þeirri niðurstöðu að upplýsingarnar væru ekki undanþegnar upplýsingarétti almennings, þvert á lagatúlkun ráðuneytisins.

Í bókun sem stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd samþykkti samhljóða á fimmtudag er greint frá þeirri afstöðu umboðsmanns Alþingis, sem fram kom á fundinum, að það kunni að hafa verið „málefnaleg ástæða fyrir því að upplýsa forsætisráðherra um trúnaðargögn úr stjórnsýslumáli sem tengdust aðila nákomnum honum þar sem tilefnið hafi verið að þá hafi verið uppi vangaveltur um að forsætisráðherra hefði komið að afgreiðslu þessa tiltekna máls“. 

Fram kom í máli Tryggva Gunnarssonar, umboðsmanns Alþingis, fyrir nefndinni að hann sæi ekki ástæðu til að véfengja þá skýringu dómsmálaráðherra að hún hefði verið að sinna rannsóknarskyldu sinni þegar hún hafði samband við forsætisráðherra, eða þá skýringu að tilgangur samtalsins hafi verið að skoða meinta aðkomu Bjarna að málinu og hvort honum hefði verið kunnugt um meðmæli föður síns. Umboðsmaður Alþingis tók einnig fram á fundinum að það væri ekki hlutverk hans að skipta sér af því hvort Alþingi aðhefðist frekar í málinu. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ACD-ríkisstjórnin

Unnu náið með hæsta­réttar­dómurunum meðan þeir dæmdu Arn­fríðar­mál
Fréttir

Unnu ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an þeir dæmdu Arn­fríð­ar­mál

Arn­fríð­ur Ein­ars­dótt­ir lands­rétt­ar­dóm­ari starf­aði sjálf sem vara­dóm­ari með tveim­ur þeirra hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem tóku af­stöðu um hæfi henn­ar og bærni til að kveða upp dóma á sama tíma og mál­ið var til með­ferð­ar. Hinir þrír sem vald­ir voru í Lands­rétt í trássi við stjórn­sýslu­lög störf­uðu einnig ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an Hæstirétt­ur tók fyr­ir mál sem hefði getað sett dóm­ara­störf fjór­menn­ing­anna í upp­nám.

Mest lesið

Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
2
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár