Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Sjálfstæðismenn óánægðir með að fundurinn hafi verið lokaður

„Vissu þau hver nið­ur­staða um­boðs­manns Al­þing­is er?“ spyr sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráð­herra um fund stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar. Eng­in ósk barst um að fund­ur­inn yrði op­inn.

Sjálfstæðismenn óánægðir með að fundurinn hafi verið lokaður
Njáll Trausti Friðbertsson og Jón Gunnarsson líta svo á að fundurinn með umboðsmanni Alþingis hafi varpað nýju ljósi á Hjaltamálið. Mynd: Alþingi

Þingmenn Sjálfstæðisflokksins eru óánægðir með að fundur stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar með umboðsmanni Alþingis í síðustu viku hafi ekki verið opinn og sjónvarpað á þingvefnum. Jón Steindór Valdimarsson, sem tók við af Brynjari Níelssyni sem formaður nefndarinnar í síðustu viku, var gagnrýndur af nefndarmanni Sjálfstæðisflokksins undir lok fundar og spurður hvort honum eða meirihluta nefndarinnar hefði verið kunnugt um afstöðu umboðsmanns í málinu fyrirfram.

Sami tónn er í Facebook-færslu Jóns Gunnarssonar, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, sem spyr: „Hvernig stendur á því að nýr meirihluti í stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd Alþingis kaus að láta þennan fund vera lokaðan fjölmiðlamönnum? Vissu þau hver niðurstaða umboðsmanns Alþingis er í þessu máli?“ Raunin er þó sú að enginn nefndarmaður, hvorki úr Sjálfstæðisflokknum né öðrum þingflokkum, óskaði eftir því að fundurinn yrði opinn almenningi. 

Ekki ástæða til frumkvæðisathugunar

Á umræddum fundi, sem haldinn var á fimmtudag, kom fram að umboðsmaður teldi ekki tilefni til að hefja frumkvæðisathugun á embættisfærslum Sigríðar Andersen dómsmálaráðherra og Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra í málinu sem varð til þess að ríkisstjórnin sprakk.

Afstaða umboðsmanns byggir á því að hann sér ekki ástæðu til að ætla annað en að Sigríður Andersen dómsmálaráðherra hafi sagt satt um efni og ástæður samtals síns við Bjarna Benediktsson þegar hún greindi Bjarna frá því að nafn Benedikts Sveinssonar, föður hans, væri að finna í gögnum um uppreist æru kynferðisbrotamannsins Hjalta Sigurjóns Haukssonar. Samskiptin munu hafa átt sér stað 21. júlí, sama dag og ráðuneytisstjóri benti Sigríði á nafn Benedikts Sveinssonar. 

Tryggvi Gunnarssonumboðsmaður Alþingis

Framáfólk í Sjálfstæðisflokknum hefur túlkað afstöðu umboðsmanns sem eins konar heilbrigðisvottorð fyrir verklag ráðherranna í umræddu máli, eða staðfestingu á því að uppþotið vegna Hjaltamálsins og samskipta ráðherra um það, hafi verið „allt tómur misskilningur“ eins og Jón Gunnarsson orðar það með deilingu sinni á frétt um málið.

„Við erum komin fram með þær upplýsingar að það er óþarfi fyrir samfélagið að vera í einhverjum ótta og óöryggi gagnvart því að þarna hafi ráðamenn gert eitthvað rangt. Svo er ekki,“ skrifar Hildur Sverrisdóttir, þingkona og einn af fulltrúum Sjálfstæðisflokksins í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd, af sama tilefni.

„Má reikna með Umboðsmanni Alþingis í Kastljósinu í kvöld eftir fréttir dagsins?“ spyr Njáll Trausti Friðbertsson, annar nefndarmaður flokksins á Facebook.

Ekki tilefni til að véfengja orð Sigríðar Andersen

Sigríður Andersen greindi Bjarna Benediktssyni frá því þann 21. júlí, að eigin sögn, að faðir Bjarna hefði undirritað meðmæli fyrir Hjalta Sigurjón Hauksson.

Sigríður Andersendómsmálaráðherra

Á þeim tíma hafði dómsmálaráðuneytið neitað brotaþolum, fjölmiðlum og almenningi um sams konar upplýsingar undir þeim formerkjum að um viðkvæm trúnaðargögn væri að ræða.

Úrskurðarnefnd um upplýsingamál komst síðar að þeirri niðurstöðu að upplýsingarnar væru ekki undanþegnar upplýsingarétti almennings, þvert á lagatúlkun ráðuneytisins.

Í bókun sem stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd samþykkti samhljóða á fimmtudag er greint frá þeirri afstöðu umboðsmanns Alþingis, sem fram kom á fundinum, að það kunni að hafa verið „málefnaleg ástæða fyrir því að upplýsa forsætisráðherra um trúnaðargögn úr stjórnsýslumáli sem tengdust aðila nákomnum honum þar sem tilefnið hafi verið að þá hafi verið uppi vangaveltur um að forsætisráðherra hefði komið að afgreiðslu þessa tiltekna máls“. 

Fram kom í máli Tryggva Gunnarssonar, umboðsmanns Alþingis, fyrir nefndinni að hann sæi ekki ástæðu til að véfengja þá skýringu dómsmálaráðherra að hún hefði verið að sinna rannsóknarskyldu sinni þegar hún hafði samband við forsætisráðherra, eða þá skýringu að tilgangur samtalsins hafi verið að skoða meinta aðkomu Bjarna að málinu og hvort honum hefði verið kunnugt um meðmæli föður síns. Umboðsmaður Alþingis tók einnig fram á fundinum að það væri ekki hlutverk hans að skipta sér af því hvort Alþingi aðhefðist frekar í málinu. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ACD-ríkisstjórnin

Unnu náið með hæsta­réttar­dómurunum meðan þeir dæmdu Arn­fríðar­mál
Fréttir

Unnu ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an þeir dæmdu Arn­fríð­ar­mál

Arn­fríð­ur Ein­ars­dótt­ir lands­rétt­ar­dóm­ari starf­aði sjálf sem vara­dóm­ari með tveim­ur þeirra hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem tóku af­stöðu um hæfi henn­ar og bærni til að kveða upp dóma á sama tíma og mál­ið var til með­ferð­ar. Hinir þrír sem vald­ir voru í Lands­rétt í trássi við stjórn­sýslu­lög störf­uðu einnig ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an Hæstirétt­ur tók fyr­ir mál sem hefði getað sett dóm­ara­störf fjór­menn­ing­anna í upp­nám.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hann var búinn að öskra á hjálp
1
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
3
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Hann var búinn að öskra á hjálp
4
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Innflytjendur á Íslandi
Samtal við samfélagið#15

Inn­flytj­end­ur á Ís­landi

Ís­land hef­ur tek­ið um­tals­verð­um breyt­ing­um und­an­farna ára­tugi. Eft­ir að hafa löng­um ver­ið eitt eins­leit­asta sam­fé­lag í heimi er nú svo kom­ið að nær fimmti hver lands­mað­ur er af er­lendu bergi brot­inn. Inn­flytj­end­ur hafa auðg­að ís­lenskt sam­fé­lag á marg­vís­leg­an hátt og mik­il­vægt er að búa þannig um hnút­ana að all­ir sem hing­að flytja geti ver­ið virk­ir þátt­tak­end­ur á öll­um svið­um mann­lífs­ins. Til að fræð­ast nán­ar um inn­flytj­enda hér­lend­is er í þess­um þætti rætt við Dr. Löru Wil­helm­ine Hoff­mann, nýdoktor við Menntavís­inda­svið Há­skóla Ís­lands, þar sem hún tek­ur þátt í verk­efn­inu “Sam­an eða sundr­uð? Mennt­un og fé­lags­leg þátt­taka flótta­barna og -ung­menna á Ís­landi.” Hún starfar einnig sem stunda­kenn­ari við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri og Há­skól­ann á Bif­röst. Sjálf er Lara þýsk en rann­sókn­ir henn­ar hverf­ast um fólks­flutn­inga, dreif­býli, tungu­mál og list­ir en hún varði doktors­rit­gerð sína í fé­lags­vís­ind­um við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri ár­ið 2022. Tit­ill doktors­rit­gerð­ar­inn­ar er „Að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi: Hug­læg­ar vís­bend­ing­ar um að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi byggð­ar á tungu­máli, fjöl­miðla­notk­un og skap­andi iðk­un.“ Guð­mund­ur Odds­son pró­fess­or í fé­lags­fræði við HA ræddi við Löru en í spjalli þeirra var kom­ið inn á upp­lif­un inn­flytj­enda af inn­gild­ingu, hlut­verk tungu­máls­ins, stærð mál­sam­fé­laga, sam­an­burð á Ís­landi og Fær­eyj­um og börn flótta­fólks.

Mest lesið undanfarið ár