Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Segir hug sinn hafa verið hjá þolendum en hunsaði óskir þeirra um svör

„Okk­ar hug­ur hef­ur ávallt ver­ið með þeim sem hef­ur átt um sárt að binda,“ sagði Bjarni Bene­dikts­son for­sæt­is­ráð­herra á blaða­manna­fundi í Val­höll. Hann og sam­herj­ar hans huns­uðu hins veg­ar fyr­ir­spurn­ir þo­lenda og við­héldu leynd fyr­ir gerend­ur.

Segir hug sinn hafa verið hjá þolendum en hunsaði óskir þeirra um svör
Bjarni í Valhöll Lýsingar forsætisráðherra á viðhorfum sínum nú til þolenda samrýmast ekki viðbrögðum hans við beiðnum þeirra fyrr í sumar. Mynd: Heiða Helgadóttir

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra sagði í ræðu sinni á blaðamannafundi sem fram fór í Valhöll á fimmta tímanum að hugur hans og ríkisstjórnarinnar hefði ávallt verið með þeim sem hefðu átt um sárt að binda. Þá sagði hann að fólk hefði þurft að líða sálarangist vegna þess hvernig kerfið hefði talað til þess.

„Okkar hugur hefur ávallt verið með þeim sem hefur átt um sárt að binda. Sem hafa þurft að lifa sálarangist útaf allri umræðunni og hvernig kerfið hefur talað til þessa fólks,“ sagði Bjarni.

Hins vegar liggur fyrir að bæði Bjarni Benediktsson og dómsmálaráðuneytið hunsuðu mánuðum saman fyrirspurnir þolenda og aðstandenda þeirra um veitingu uppreistar æru til kynferðisbrotamannsins Roberts Downey. 

Svaraði ekki kalli brotaþola og aðstandenda þeirra

Bergur Þór Ingólfsson, faðir eins af brotaþolum Roberts, sendi Bjarna opið bréf í aðsendri grein sem birtist í Fréttablaðinu þann 22. júní síðastliðinn.

„Fyrst og fremst viljum við heyra rök núverandi forsætisráðherra fyrir því vali sínu að veita einmitt þessum manni uppreist æru en ekki öðrum. Og við hvetjum núverandi dómsmálaráðherra til að gera allt sem í hennar valdi stendur til að taka málið upp að nýju því það virðist hafa farið í gegn án þess að nokkur beri ábyrgð og enginn hafi unnið við það,“ skrifaði Bergur sem fékk engin svör.

Þá reyndi dóttir Bergs, Nína Rún Bergsdóttir, ítrekað að fá svör frá Bjarna við spurningum sem brunnu á henni. Hún taggaði hann í tvígang á Facebook og óskaði eftir svörum án árangurs. „Hann hefur ekki sýnt nein viðbrögð eftir að ég taggaði hann í tveimur Facebook-færslum. Ég var nú ekki að búast við því þar sem hann hefur nú þegar sýnt að hann snýr baki við öllu sem honum finnst óþægilegt, eins og kynferðisofbeldi,“ sagði hún í viðtali við DV

Spurningar hennar voru einfaldar: „Af hverju vill hann ekki hlusta á okkur? Af hverju veitir hann manni sem var dæmdur fyrir að ræna æsku fimm ungra stúlkna og hefur verið kærður af þeirri sjöttu uppreist æru og neitar að tjá sig um það? Hvað gerðist í þessu ferli? Af hverju er öll þessi leynd? Er eitthvað sem hann vill ekki að við komumst að?“ Þá sagði hún: „Maðurinn missti æruna við að brjóta á okkur. Bjarni ætti að sýna okkur þá virðingu og heiðarleika að svara spurningum okkar. Að fá að vita hvað leiddi til þess að Robert Downey fengi uppreist æru, hverjir skrifuðu undir og afhverju, myndi þýða mikið fyrir mig og mína fjölskyldu og einnig gefa mér einhvers konar sálarró.“

„Að fá að vita hvað leiddi til þess að Robert Downey fengi uppreist æru, hverjir skrifuðu undir og afhverju, myndi þýða mikið fyrir mig og mína fjölskyldu og einnig gefa mér einhverskonar sálarró“

Á þessum tíma héldu brotaþolarnir að Bjarni Benediktsson hefði sjálfur lagt fram tillögu um uppreist æru Roberts Downey, enda hafði hann gefið það skýrt til kynna í viðtali við fréttastofu RÚV. „Nei, ég tók við niðurstöðu úr ráðuneytinu sem hafði fengið sína hefðbundnu meðferð,“ sagði hann þann 16. júní.

Það var ekki fyrr en löngu síðar, þegar leiðarahöfundur Fréttablaðsins gagnrýndi Bjarna, sem hann birti stöðuuppfærslu á Facebook, varði hendur sínar og upplýsti um að það hefði ekki verið hann heldur Ólöf Nordal, fyrrverandi innanríkisráðherra, sem bar ábyrgð á því að Robert Downey var sæmdur óflekkuðu mannorði. Þetta kom þolendunum í opna skjöldu, enda höfðu þær gagnrýnt Bjarna um margra vikna skeið á grundvelli misvísandi upplýsinga sem hann hafði sjálfur veitt í viðtali við RÚV.

Fundurinn í ValhöllRáðherrar og þingmenn Sjálfstæðisflokksins sátu á fremsta bekk ásamt fréttamönnum.

 

Bjarni sagði tilfinningarnar ekki mega ráða för

Bjarni Benediktsson og Brynjar Níelsson hafa verið gagnrýndir harðlega fyrir að sýna þolendum lítilsvirðingu með ummælum sínum í fjölmiðlum.

Bjarni sagði í viðtali við RÚV þann 16. júní síðastliðinn, þegar fjallað var um mál Roberts Downey, að mikilvægt væri að fólk sem hefði tekið út sína refsingu fengi aftur tækifæri í lífinu, óháð því hvers eðlis brotin væru. „Við getum ekki látið tilfinningar kannski ráða of miklu í þeim efnum. Með þessu er ég ekki að gera neinn mun á einstökum brotum eða einstaklingum. Við viljum einfaldlega búa í samfélagi sem gerir ekki upp á milli fólks á grundvelli slíkra hluta þegar um borgaraleg réttindi er að ræða,“ sagði hann.

Þá hefur Brynjar Níelsson, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, látið hafa eftir sér í fjölmiðlum að til séu verri brot en þau sem Robert Downey framdi. Jafnframt vísaði hann því á bug að afhjúpun á veitingu uppreistar æru til Hjalta Sigurjóns Haukssonar, manns sem var dæmdur fyrir að brjóta gegn stjúpdóttur sinni nær daglega í tólf ár en fékk uppreist æru í fyrra, myndi ýta á eftir breytingum á lagaákvæðum um veitingu uppreistar æru.

Beittu sér fyrir leynd

Brynjar, rétt eins og dómsmálaráðuneytið, lagðist eindregið gegn því að þolendur og aðrir fengju að sjá gögnin í máli Roberts. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál komst  hins vegar að þeirri niðurstöðu á mánudag að almenningur ætti lagalegan rétt til aðgangs að gögnunum með vissum takmörkunum.

Jafnframt vakti athygli þegar sjálfstæðismenn í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd, aðrir en Brynjar, gengu út af fundi nefndarinnar þegar rætt var um mál Roberts Downey. Þetta var gert á grundvelli lagatúlkunar dómsmálaráðuneytisins sem úrskurðarnefnd um upplýsingamál hafnaði síðar.

Jafnframt reyndi Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, formaður allsherjar- og menntamálanefndar, að koma í veg fyrir að rædd yrði um mál hans á opnum fundi nefndarinnar. Brást dómsmálaráðherra illa við þegar Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingkona Pírata bar upp spurningar um mál Roberts og vildi ekki svara þeim. 

Bjarni Benediktsson hefur nú lýst því yfir á blaðamannafundi að hugur hans og stjórnarmeirihlutans hafi alltaf verið með þolendunum. Hins vegar útskýrði hann ekki hvernig stóð á því að hann hunsaði fyrirspurnir brotaþola. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ACD-ríkisstjórnin

Unnu náið með hæsta­réttar­dómurunum meðan þeir dæmdu Arn­fríðar­mál
Fréttir

Unnu ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an þeir dæmdu Arn­fríð­ar­mál

Arn­fríð­ur Ein­ars­dótt­ir lands­rétt­ar­dóm­ari starf­aði sjálf sem vara­dóm­ari með tveim­ur þeirra hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem tóku af­stöðu um hæfi henn­ar og bærni til að kveða upp dóma á sama tíma og mál­ið var til með­ferð­ar. Hinir þrír sem vald­ir voru í Lands­rétt í trássi við stjórn­sýslu­lög störf­uðu einnig ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an Hæstirétt­ur tók fyr­ir mál sem hefði getað sett dóm­ara­störf fjór­menn­ing­anna í upp­nám.

Mest lesið

Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
2
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.
Efaðist í átta ár um að hún gæti eignast börn
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Ef­að­ist í átta ár um að hún gæti eign­ast börn

Elísa Ósk Lína­dótt­ir var 19 ára þeg­ar kven­sjúk­dóma­lækn­ir greindi hana með PCOS og sagði henni að drífa í barneign­um. Eng­ar ráð­legg­ing­ar um henn­ar eig­in heilsu fylgdu og Elísa fór af stað í frjó­sem­is­með­ferð­ir með þá­ver­andi kær­ast­an­um sín­um. „Ég var ekk­ert til­bú­in í að verða mamma,“ seg­ir Elísa sem ef­að­ist í kjöl­far­ið um að hún myndi geta eign­ast börn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
3
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár