Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Faðir forsætisráðherra var meðmælandi Hjalta – ráðuneytið hélt því leyndu

Ráðu­neyt­ið leyndi Stund­ina upp­lýs­ing­um um að fað­ir for­sæt­is­ráð­herra hefði veitt manni, sem nauðg­aði stjúp­dótt­ur sinni í tólf ár, um­sögn svo hann gæti feng­ið upp­reist æru.

Faðir forsætisráðherra var meðmælandi Hjalta – ráðuneytið hélt því leyndu

Benedikt Sveinsson, faðir Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra, veitti Hjalta Sigurjóni Haukssyni meðmæli vegna umsóknar hans um uppreist æru í fyrra. 

Hjalti var dæmdur árið 2004 fyrir að hafa brotið gegn stjúpdóttur sinni nær daglega í tólf ár. Stundin greindi frá því þann 25. ágúst að hann hefði fengið uppreist æru og verið sæmdur óflekkuðu mannorði af forseta Íslands að tillögu innanríkisráðherra. 

Stundin hefur árangurslaust óskað eftir upplýsingum frá dómsmálaráðuneytinu um umsagnaraðila Hjalta frá því í byrjun mánaðar en fékk loksins staðfestingu, eftir öðrum leiðum, í dag. 

Spurt var hvort aðili sem tengdist forsætisráðherra fjölskylduböndum hefði veitt Hjalta meðmæli. Þá var spurt: a) Ef já, vissi innanráðherra af fjölskyldutengslunum þegar ákveðið var að upplýsa ekki um nöfn umsagnaraðila þeirra sem fengið hafa uppreist æru og að svara ekki fyrirspurnum þolenda um málin? b) Upplýsti forsætisráðherra aðra ráðherra um tengsl sín við umsagnaraðila eins af umsækjendum um uppreist æru þegar málin voru afgreidd úr ríkisstjórn á haustmánuðum 2016?

Dómsmálaráðuneytið svaraði aldrei fyrirspurn Stundarinnar þótt blaðið hafi ítrekað spurningarnar margsinnis, bæði hringt og farið í ráðuneytið til að tala við upplýsingafulltrúa án árangurs.

Heimsóttur í fangelsið

Samkvæmt heimildum blaðsins hafa Benedikt Sveinsson og Hjalti þekkst í mörg ár. Stundin ætlaði að greina frá meðmælum Benedikts í þarsíðustu viku, en hætti við að flytja fréttina eftir að Hjalti neitaði því að Benedikt hefði veitt sér meðmæli. Hjalti vildi ekki tjá sig þegar eftir því var leitað í dag.

Hann hefur þó viðurkennt að þeir Benedikt séu vinir til margra ára og sagst þakklátur Benedikt fyrir að hafa staðið með sér í gegnum súrt og sætt. Benedikt hafi til að mynda heimsótt hann í fangelsið þegar hann afplánaði dóm sinn.

Hjalti mun einnig hafa leitað til Bjarna Benediktssonar, sem þá var lögmaður, eftir að hann var kærður fyrir kynferðisbrot um aldamótin. Nokkrum árum síðar hringdi Hjalti í Bjarna og óskaði honum góðs gengis í stjórnmálum, en Hjalti er stuðningsmaður Sjálfstæðisflokksins til margra ára. 

Gekk lengra í leyndinni en lög heimila 

Eins og Stundin fjallaði um fyrr í vikunni gekk Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra og flokkssystir Bjarna Benediktssonar, lengra í upplýsingaleynd um mál manna sem fengið hafa uppreist æru heldur en upplýsingalög heimila.

Úrskurðarnefnd um upplýsingamál komst að þeirri niðurstöðu á þriðjudag að dómsmálaráðuneytinu hefði ekki verið heimilt að synja fjölmiðlum og aðstandendum brotaþola um aðgang að upplýsingum um hverjir hafa veitt meðmæli vegna umsóknar um uppreist æru. 

Uppfært kl. 17:14:

Benedikt Sveinsson hefur nú sent fjölmiðlum, öðrum en Stundinni, yfirlýsingu þar sem hann viðurkennir að hafa veitt Hjalta meðmæli. Ummælin má sjá hér að neðan:

Yfirlýsing frá Benedikt Sveinssyni vegna máls Hjalta Sigurjóns Haukssonar

Í ljósi alls þess sem fram hefur komið að undanförnu vil ég biðja þá sem um sárt eiga að binda vegna máls Hjalta Sigurjóns Haukssonar, afsökunar á því að hafa ljáð honum atbeina við umsókn um uppreist æru.

Hjalti Sigurjón Hauksson var um tíma tengdur kunningjafólki okkar hjóna frá skólaárum. Hann hefur í nokkur skipti leitað aðstoðar hjá mér, fyrst og fremst vegna fjárhagsmála eða í tengslum við atvinnuleit. Engin önnur tengsl hafa verið á milli okkar.

Á síðasta ári leitaði Hjalti til mín um meðmæli vegna uppreistar æru. Hann kom til mín með bréf, tilbúið til undirritunar. Ég skrifaði undir bréfið og hef ekki vitað af málinu síðan, fyrr en það kom til opinberrar umfjöllunar nú í sumar. Ég ræddi ekki meðmælabréfið við nokkurn mann, hvorki í stjórnkerfinu né annars staðar, og hef aldrei verið spurður frekar út í málið. Allur aðdragandi og umbúnaður málsins var sá að verið væri að ganga frá formsatriði fyrir umsókn til stjórnsýslunnar.

Ég hef aldrei litið svo á að uppreist æru væri annað en lagalegt úrræði fyrir dæmda brotamenn til að öðlast að nýju tiltekin borgaraleg réttindi. Sá hugur bjó ekki að baki að rétta stöðu Hjalta gagnvart fórnarlambi hans. Hjalta hef ég sagt að horfast í augu við gjörðir sínar og iðrast þeirra.

Það sem átti hér að vera lítið góðverk við dæmdan mann hefur snúist upp í framhald harmleiks brotaþola. Á því biðst ég enn og aftur afsökunar.

Benedikt Sveinsson

Ákall þolenda hunsað 

Stjórnvöld veittu Hjalta Sigurjóni uppreist æru sama dag og Roberti Downey áður Róberti Árni Hreiðarsson. Það var í júní sem Vísir greindi frá því að Robert Downey hefði endurheimt lögmannsréttindi sín í kjölfar þess að hann var sæmdur óflekkuðu mannorði.

Í kjölfarið kölluðu þolendur Roberts og aðstandendur þeirra ítrekað eftir upplýsingum um málsmeðferðina. Til að hægt sé að veita uppreist æru þurfa umsækjendur að skila inn vottorðum frá tveimur valinkunnum mönnum og vildu þolendur Roberts og aðstandendur þeirra vita hvaða menn höfðu ábyrgst hann. „Hverjir eru þeir tveir valinkunnu einstaklingar sem, samkvæmt lögum, settu nafn sitt við að maðurinn sé fullkomlega fær um að girnast ekki börn framar?“ spurði Bergur Þór Ingólfsson, faðir einnar stúlkunnar sem Robert braut á, í aðsendri grein á Vísi

Sama dag sendi dómsmálaráðuneytið frá sér tilkynningu þar sem greint var frá þeirri ákvörðun að birta ekki nöfn þeirra sem vottuðu um góða hegðun Róberts. Í tilkynningunni var því haldið fram að umsókn Roberts og þau gögn sem henni fylgdu, þar á meðal vottorðin, heyrðu ekki undir upplýsingalög. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál komst nýlega að gagnstæðri niðurstöðu. Í kjölfarið voru gögnin í máli Roberts send á fjölmiðla, en þrátt fyrir ítrekaðar fyrirspurnir Stundarinnar hefur ráðuneytið ekki veitt upplýsingar um mál Hjalta. 

Bergur kallaði einnig eftir rökstuðningi forsætisráðherra fyrir því að veita Roberti uppreist æru. Ákalli hans var ekki svarað. Dóttir hans, Nína Rún Bergsdóttir, þolandi Roberts, reyndi líka ítrekað að fá svör frá Bjarna. Í tvígang taggaði hún hann í Facebook-færslum þar sem hún vonaðist eftir svörum. „Hann hefur ekki sýnt nein viðbrögð eftir að ég taggaði hann í tveimur facebook færslum. Ég var nú ekki að búast við því þar sem hann hefur nú þegar sýnt að hann snýr baki við öllu sem honum finnst óþægilegt, eins og kynferðisofbeldi,“ sagði hún í samtali við DV.

Spurningar hennar voru einfaldar: „Hvað gerðist í þessu ferli? Af hverju er öll þessi leynd? Er eitthvað sem hann vill ekki að við komumst að? Maðurinn missti æruna við að brjóta á okkur. Bjarni ætti að sýna okkur þá virðingu og heiðarleika að svara spurningum okkar.“

Einum og hálfum mánuði greindi Bjarni Benediktsson frá því að hann hefði ekki verið starfandi innanríkisráðherra á þeim tíma sem Robert Downey fékk meðmæli, þvert á það sem skilja mátti af viðtali RÚV við hann í vor þegar hann sagðist hafa tekið „við niðurstöðu úr ráðuneytinu sem hafði fengið sína hefðbundnu meðferð.“ 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ACD-ríkisstjórnin

Unnu náið með hæsta­réttar­dómurunum meðan þeir dæmdu Arn­fríðar­mál
Fréttir

Unnu ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an þeir dæmdu Arn­fríð­ar­mál

Arn­fríð­ur Ein­ars­dótt­ir lands­rétt­ar­dóm­ari starf­aði sjálf sem vara­dóm­ari með tveim­ur þeirra hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem tóku af­stöðu um hæfi henn­ar og bærni til að kveða upp dóma á sama tíma og mál­ið var til með­ferð­ar. Hinir þrír sem vald­ir voru í Lands­rétt í trássi við stjórn­sýslu­lög störf­uðu einnig ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an Hæstirétt­ur tók fyr­ir mál sem hefði getað sett dóm­ara­störf fjór­menn­ing­anna í upp­nám.

Mest lesið

Tugir sjúklinga dvöldu á bráðamóttökunni lengur en í 100 klukkustundir
2
FréttirÁ vettvangi

Tug­ir sjúk­linga dvöldu á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir

Vegna pláss­leys­is á legu­deild­um Land­spít­al­ans er bráða­mót­tak­an oft yf­ir­full og því þurftu 69 sjúk­ling­ar að dvelja á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir í sept­em­ber og októ­ber. Þetta kem­ur fram í þáttar­öð­inni Á vett­vangi sem Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son vinn­ur fyr­ir Heim­ild­ina. Í fjóra mán­uði hef­ur hann ver­ið á vett­vangi bráða­mótt­tök­unn­ar og þar öðl­ast ein­staka inn­sýni í starf­sem­ina, þar sem líf og heilsa fólks er und­ir.
Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
3
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár