Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Hælisleitendur lenda „milli steins og sleggju“ án atvinnuréttinda og framfærslufjár

Ný reglu­gerð dóms­mála­ráð­herra fel­ur í sér að hæl­is­leit­end­ur, sem al­mennt hafa ekki at­vinnu­rétt­indi hér­lend­is, eru svipt­ir rétt­in­um til fram­færslu­fjár frá hinu op­in­bera. Rauði kross­inn tel­ur breyt­ing­arn­ar mjög íþyngj­andi fyr­ir fólk sem sæk­ir um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi.

Hælisleitendur lenda „milli steins og sleggju“ án atvinnuréttinda og framfærslufjár

Rauði krossinn á Íslandi telur að ný reglugerð Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra um réttindi hælisleitenda muni hafa verulega neikvæð áhrif á stöðu þeirra hérlendis. Hælisleitendur hafi almennt ekki atvinnuréttindi á Íslandi og því sé verulega íþyngjandi fyrir þá að vera sviptir réttinum til framfærslufjár meðan þeir bíða brottvísunar í kjölfar ákvörðunar stjórnvalda um synjun hælisumsóknar. Biðin taki oft vikur eða mánuði og hælisleitendur lendi þá milli steins og sleggju.

„Skilaboð stjórnvalda sem virðast eiga að komast til skila með þessari skerðingu eru óljós en áhrifin verða að öllum líkindum mjög neikvæð fyrir þá sem í hlut eiga, þ.e. umsækjendur um alþjóðlega vernd,“ segir Brynhildur Bolladóttir, upplýsingafulltrúi Rauða krossins, í samtali við Stundina.

Eins og Stundin greindi frá fyrr í dag felur reglugerðin meðal annars í sér að útlendingar eru sviptir réttinum til framfærslufjár eftir að hælisumsóknum þeirra er synjað og meðan þeir bíða eftir að vera sendir úr landi. Komi hælisleitandi frá ríki sem er á lista yfir örugg upprunaríki og umsókn er metin „bersýnilega tilhæfulaus“ getur Útlendingastofnun jafnframt fellt niður alla þjónustu við viðkomandi eftir að framkvæmdarhæf ákvörðun um synjun umsóknar liggur fyrir. 

Brynhildur Bolladóttirupplýsingafulltrúi Rauða krossins á Íslandi.

Brynhildur segir mjög íþyngjandi fyrir einstaklinga að dregið sé úr framfærslufé þeirra.

„Umsækjendur um alþjóðlega vernd hafa almennt ekki atvinnuréttindi svo þeir geta ekki aflað sér fjár, það gefur auga leið að að þannig er erfitt að lifa og það er óljóst hversu lengi fólk þarf að gera það,“ segir hún.

„Eftir að fólk fær synjun þá þarf það að bíða eftir að stoðdeild ríkislögreglustjóra framkvæmi flutning og tíminn sem það tekur hefur verið að hlaupa á vikum og jafnvel mánuðum. Fólk getur ekki komið sér sjálft úr landi vegna peningaleysis eða brottvísunar og endurkomubanns. Það má því segja að það sé í raun fast milli steins og sleggju.“

Pólitísk ábyrgð stjórnarmeirihlutansSigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra starfar og undirritar reglugerðir í umboði stjórnarmeirihlutans á Alþingi. Meirihlutinn samanstendur af Sjálfstæðisflokknum, Bjartri framtíð og Viðreisn.

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ACD-ríkisstjórnin

Unnu náið með hæsta­réttar­dómurunum meðan þeir dæmdu Arn­fríðar­mál
Fréttir

Unnu ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an þeir dæmdu Arn­fríð­ar­mál

Arn­fríð­ur Ein­ars­dótt­ir lands­rétt­ar­dóm­ari starf­aði sjálf sem vara­dóm­ari með tveim­ur þeirra hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem tóku af­stöðu um hæfi henn­ar og bærni til að kveða upp dóma á sama tíma og mál­ið var til með­ferð­ar. Hinir þrír sem vald­ir voru í Lands­rétt í trássi við stjórn­sýslu­lög störf­uðu einnig ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an Hæstirétt­ur tók fyr­ir mál sem hefði getað sett dóm­ara­störf fjór­menn­ing­anna í upp­nám.

Mest lesið

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
1
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár