Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Maðurinn sem vildi vera selurinn Snorri

„Ég mundi draga úr dóm­hörku minni sem keyrð er áfram af for­dóm­um. Ég er alltof for­dóma­full­ur,“ seg­ir Hans Kristján Árna­son, sem sit­ur fyr­ir svör­um hjá Vig­dísi Gríms­dótt­ur.

Maðurinn sem vildi vera selurinn Snorri

Nafn: Hans Kristján Árnason.

Fæðingardagur og ár: 5. október 1947.

Starf: ... ellismellur.

1. Hvað er það skemmtilegasta sem þú gerir?

Maður er manns gaman. Ekkert er skemmtilegra en að vera með skemmtilegu fólki. Ef þetta fólk finnst ekki þá er ég skemmtilegastur með sjálfum mér.

2. Líf eftir þetta líf?

Ætla bara að sjá til. (Eða eins og Írinn spurði sjálfan sig: Is there life before death?)

3. Hvað er það neyðarlegasta sem þú hefur lent í ?

Það neyðarlegasta sem ég hef komið mér í (af óteljandi slíkum tilfellum) er þegar ég fullyrti fyrir framan hundruð manna í kennslustund í University of London (LBS) að Ísland væri stéttlaust land. Úff, hvað ég roðnaði á eftir þegar ég fattaði heimskuna, en ég þorði ekki að leiðrétta mig í margmenninu.

4. Ertu pólitískur?

Jahá!

5. Trúirðu á tilviljanir?

Jahá! – nema þegar það er augljóslega engin tilviljun.

6. Ef þú ættir eina ósk sem myndi örugglega rætast, hver væri hún?

Friður. Að maðurinn hætti að drepa manneskjur. Að stríð væru útilokuð og að Sameinuðu þjóðirnar virkuðu eins og hugsjónin lofaði.

7. Ef þú gætir breytt einhverju sem þú hefur gert, hverju myndirðu breyta?

Ég mundi draga úr dómhörku minni sem keyrð er áfram af fordómum. Ég er allt of fordómafullur.

8. Hverju myndirðu breyta á Íslandi ættirðu þess kost?

Veðrinu, – djók. Stjórnarskránni. Ég er fylgjandi nýju Stjórnarskránni.

9. En í heiminum?

Að Sameinuðu þjóðirnar fylgdu upphaflegu hugsjóninni um frið og mannréttindi.

10. Ef þú skrifaðir ljóðabók, hvaða nafn gæfirðu henni?

Skandinavísk skást er trú – og hanaNÚ!

11. Hver er afstaða þín til flóttamanna?

Að tekið sé jafn vel á móti flóttafólki og tekið var á móti Íslendingum sem flúðu Ísland eða fluttu til Vesturheims í lok 19. aldar.

12. Hvaða dýr myndirðu vilja vera fengirðu tækifæri til þess?

Selurinn Snorri.

13. Segðu okkur eitthvað um ástina og byrjaðu á Ástin er ...:

Ástin er á flæðiskeri stödd. (I love you too) eða eins og faðir minn sagði við elsta son minn (sem er kvikmyndasmiður) rétt áður en pabbi lést; Árni Páll minn, gerðu mynd um ástina ...

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

13 spurningar

Mest lesið

Vegir sem valda banaslysum
6
FréttirFerðamannalandið Ísland

Veg­ir sem valda bana­slys­um

Í Ör­æf­un­um hef­ur auk­in um­ferð haft al­var­leg­ar af­leið­ing­ar í för með sér en inn­við­ir eru ekki í sam­ræmi við mann­fjölda á svæð­inu og bíl­slys eru al­geng. Stefnt er að því að fá sjúkra­bíl á svæð­ið í vet­ur í fyrsta skipti. Ír­is Ragn­ars­dótt­ir Peder­sen og Árni Stefán Haldor­sen í björg­un­ar­sveit­inni Kára segja veg­ina vera vanda­mál­ið. Þau hafa ekki tölu á bana­slys­um sem þau hafa kom­ið að.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
2
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár