Maðurinn sem vildi vera selurinn Snorri

„Ég mundi draga úr dóm­hörku minni sem keyrð er áfram af for­dóm­um. Ég er alltof for­dóma­full­ur,“ seg­ir Hans Kristján Árna­son, sem sit­ur fyr­ir svör­um hjá Vig­dísi Gríms­dótt­ur.

Maðurinn sem vildi vera selurinn Snorri

Nafn: Hans Kristján Árnason.

Fæðingardagur og ár: 5. október 1947.

Starf: ... ellismellur.

1. Hvað er það skemmtilegasta sem þú gerir?

Maður er manns gaman. Ekkert er skemmtilegra en að vera með skemmtilegu fólki. Ef þetta fólk finnst ekki þá er ég skemmtilegastur með sjálfum mér.

2. Líf eftir þetta líf?

Ætla bara að sjá til. (Eða eins og Írinn spurði sjálfan sig: Is there life before death?)

3. Hvað er það neyðarlegasta sem þú hefur lent í ?

Það neyðarlegasta sem ég hef komið mér í (af óteljandi slíkum tilfellum) er þegar ég fullyrti fyrir framan hundruð manna í kennslustund í University of London (LBS) að Ísland væri stéttlaust land. Úff, hvað ég roðnaði á eftir þegar ég fattaði heimskuna, en ég þorði ekki að leiðrétta mig í margmenninu.

4. Ertu pólitískur?

Jahá!

5. Trúirðu á tilviljanir?

Jahá! – nema þegar það er augljóslega engin tilviljun.

6. Ef þú ættir eina ósk sem myndi örugglega rætast, hver væri hún?

Friður. Að maðurinn hætti að drepa manneskjur. Að stríð væru útilokuð og að Sameinuðu þjóðirnar virkuðu eins og hugsjónin lofaði.

7. Ef þú gætir breytt einhverju sem þú hefur gert, hverju myndirðu breyta?

Ég mundi draga úr dómhörku minni sem keyrð er áfram af fordómum. Ég er allt of fordómafullur.

8. Hverju myndirðu breyta á Íslandi ættirðu þess kost?

Veðrinu, – djók. Stjórnarskránni. Ég er fylgjandi nýju Stjórnarskránni.

9. En í heiminum?

Að Sameinuðu þjóðirnar fylgdu upphaflegu hugsjóninni um frið og mannréttindi.

10. Ef þú skrifaðir ljóðabók, hvaða nafn gæfirðu henni?

Skandinavísk skást er trú – og hanaNÚ!

11. Hver er afstaða þín til flóttamanna?

Að tekið sé jafn vel á móti flóttafólki og tekið var á móti Íslendingum sem flúðu Ísland eða fluttu til Vesturheims í lok 19. aldar.

12. Hvaða dýr myndirðu vilja vera fengirðu tækifæri til þess?

Selurinn Snorri.

13. Segðu okkur eitthvað um ástina og byrjaðu á Ástin er ...:

Ástin er á flæðiskeri stödd. (I love you too) eða eins og faðir minn sagði við elsta son minn (sem er kvikmyndasmiður) rétt áður en pabbi lést; Árni Páll minn, gerðu mynd um ástina ...

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

13 spurningar

Mest lesið

Vinstri byltingin sem varð ekki: Af hverju sameinaðist vinstrið ekki í borginni?
3
Greining

Vinstri bylt­ing­in sem varð ekki: Af hverju sam­ein­að­ist vinstr­ið ekki í borg­inni?

Vinstri græn, Sósí­al­ist­ar og Pírat­ar eru sam­an­lagt með fimmtán pró­senta fylgi í borg­inni. Hvor í sínu lagi gætu þeir hins veg­ar ver­ið í fall­bar­áttu. Til­raun­ir voru gerð­ar til að ná sam­an um sam­eig­in­legt fram­boð fyr­ir kom­andi borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar, und­ir for­ystu sósí­al­ist­ans Sönnu Magda­lenu Mörtu­dótt­ur. Van­traust og skort­ur á mál­efna­legri sam­leið kom í veg fyr­ir það.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
3
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.
Langþráður draumur um búskap rættist
5
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár