Nafn: Júlía Margrét Einarsdóttir.
Fæðingardagur og ár: 23. júlí 1987.
Starf: Skáld og handritari.
1Hvað er það skemmtilegasta sem þú gerir?
Að skrifa bíómyndahandrit eða sögur, að grenja yfir raunveruleikaþætti, að drekka bjór úr lítradós, að uppgötva eitthvað sniðugt og segja þeim sem skilur, knúsa köttinn minn, vaka lengi, borða nammi í kvöldmat, segja leyndarmál, fara í sleik og hlusta á rapp.
2Líf eftir þetta líf?
Ég hitti spákonu í East village í síðasta mánuði og hún vissi allt um mig. Svo reyndi hún að ræna mig. Ég trúi ekki á örlög því þau fara allt of illa með gott fólk en mjúkum höndum um hjartalausa aumingja. En í heiminum eru töfrar, margar víddir, einhvers staðar er ég indjánahöfðingi sem elskar perur og spilar á skinntrommu.
3 Hvað er það neyðarlegasta sem þú hefur lent í?
Ég var einu sinni að róla í dekkjarrólu, festi fótinn í dekkinu …
Athugasemdir